Fleiri fréttir

Neytendur alls ekki réttlausir standi þeir frammi fyrir alltof háum reikningi frá verktaka
Neytendasamtökin aðstoða á annað hundruð einstaklinga á ári hverju sem telja sig hlunnfarna af verktökum. Oftast varða málin ágreining um upphæðir en milljónir króna geta verið á milli þess sem verktakinn fer fram á og þess sem kaupandinn er tilbúinn að greiða.

Innkalla kjúkling vegna salmonellu
Matvælastofnun varar nú við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi merktum Ali, Bónus eða FK frá Matfugli vegna gruns um salmonellu.

Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað
Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki.

Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka
Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna.

Óánægja með skeiðar og rör úr pappa
Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum.

Havarti heitir nú Hávarður
Mjólkursamsalan hefur ákveðið að breyta nafni ostanna Havarti og Havarti krydd í Hávarð og Hávarð krydd. Ástæðan er samningur Íslands og Evrópusambandsins um vernd á afurðaheitum.

Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel?
Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár.

Hækkun á fasteignamarkaði skýrist fyrst og fremst af litlu framboði
Páll Pálsson fasteignasali segir lítið framboð nýbygginga og lóða vera aðalástæðu hækkandi fasteignaverðs. Á síðustu sex mánuðum hefur fasteignaverð hækkað um tíu prósent.