Fleiri fréttir Mesta verðbólgan á Íslandi Samræmd vísitala neysluverðs hér á landi hækkaði um 0,4 prósent í ágúst frá fyrri mánuði. Til samanburðar hækkaði verðlag í EES-ríkjunum að meðaltali um 0,2 prósent. Sé litið til síðastliðinna 12 mánaða hækkaði vísitalan um 7,1 prósent hér á landi en um 2,3 prósent innan EES og á evrusvæðinu. 15.9.2006 16:51 Eimskip eignast öll bréf í Kursiu Linija Eimskip hefur gengið frá kaupum á 30 prósenta hlut í Kursiu Linija, einu stærsta skipafélagi í Eystrasaltríkjunum. Fyrir átti Eimskip 70 prósent í félaginu og á það nú öll bréf skipafélagsins. Heildarkaupverð nemur 8 milljónum evra eða tæpum 716 milljónum íslenskra króna. 15.9.2006 15:20 Fleiri uppsagnir hjá Ford Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að segja upp 14.000 manns á næstu tveimur árum til viðbótar við þá 30.000 sem þegar hefur verið sagt upp og gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað er. Þetta jafngildir uppsögnum á þriðjungi starfsfólks Ford í Bandaríkjunum. 15.9.2006 12:05 Exista upp um 7 prósent Fyrstu viðskipti með bréf í Exista í Kauphöll Íslands voru við opnun markaðarins í morgun. Gengi bréfa í félaginu var 23 krónur á hlut í morgun en það er 7 prósentum hærra en verð á hlut í útboði með bréfin í upphafi vikunnar. Gengið hefur lækkað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn. 15.9.2006 11:17 Minni verðbólga á evrusvæðinu Vísitala neysluverðs í ágúst mældist 2,3 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu. Þetta jafngildir því að verðbólga hafi minnkað um 0,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. 15.9.2006 09:48 Ford býður starfsmönnum lífeyri Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað var. Hverjum þeim sem tekur þessu verða boðin 140.000 bandaríkjadali eða tæpar 9,8 milljónir íslenskra króna. 15.9.2006 09:32 Landsframleiðsla jókst um 2,75 prósent Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,75 prósent að raungildi á öðrum fjórðungi frá sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar, sem kom út í dag. Þar segir að þjóðarútgjöld hafi aukist talsvert meira eða um 7 prósent á sama tíma en jafn hægur vöxtur hefur ekki sést síðan á síðasta ársfjórðungi 2003. Leiddi það til áframhaldandi viðskiptahalla við útlönd. 15.9.2006 09:09 Vanskil í sögulegu lágmarki Hlutfall vanskila af útlánum á öðrum ársfjórðungi ársins 2006 var 0,6 prósent en var 1,1 prósent á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hlutfallið var það sama, 0,6 prósent, í lok næstu tveggja ársfjórðunga á undan og hefur hlutfallið ekki verið lægra á síðustu fimm árum. 15.9.2006 00:01 Samkeppnismál á ensku Samkeppniseftirlitið hefur opnað enska útgáfu af heimasíðu sinni á slóðinni www.samkeppni.is/en. Með þessu segist Samkeppniseftirlitið vilja leggja sitt af mörkum til þess að efla þekkingu í útlöndum á samkeppnismálum hér. 15.9.2006 00:01 Titan hefur senn starfsemi Frosti Bergsson, fyrrum stjórnarformaður Opinna kerfa, og Síminn hf., hafa gengið til liðs við upplýsingafyrirtækið Titan ehf., sem tekur til starfa á næstu vikum og ætlar sér stóra hluti á upplýsingamarkaði. 15.9.2006 00:01 Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. 15.9.2006 00:01 Háir vextir ekki markmið Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. 15.9.2006 00:01 Kippur í krónubréf Talsverður kippur hefur komið í útgáfu krónubréfa á síðustu mánuðum og hafa alls verið gefin út krónubréf fyrir 45 milljarða króna frá því um miðjan júlí. Í gær og í fyrradag bættist enn við útgáfuna þegar KFW, Deutsche Bank og Rabobank gáfu út bréf fyrir alls 11 milljarða til eins til tveggja ára. 15.9.2006 00:01 Tafir á afhendingu risaþota? Mike Turner, forstjóri breska hergagnaframleiðandans BAE Systems, sem á 20 prósenta hlut í EADS, móðurfélagi flugvélaframleiðandans Airbus, segir líkur á að Airbus muni á næstu dögum tilkynna um enn frekari tafir á afhendingu A380 risafarþegaflugvéla frá félaginu. 15.9.2006 00:01 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna varar Actavis við Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hefur veitt Actavis viðvörun eftir úttekt á tilteknum þáttum í starfsemi félagsins í Little Falls í New Jersey, einni af fjórum verksmiðjum Actavis í Bandaríkjunum. Úttektin fór fram í febrúar síðastliðnum. 15.9.2006 00:01 Vaxtahækkun á evrusvæðinu 14.9.2006 16:59 Glitnir og Landsbanki hækka vexti Glitnir og Landsbankinn hækkuðu báðir vexti sína í dag til samræmis við 50 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hækkanirnar taka gildi frá og með 21. september næstkomandi. 14.9.2006 16:51 Hagræðing í vændum hjá Ford Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynni um viðamiklar uppsagnir hjá fyrirtæki á næstunni. Ford hefur þegar ákveðið að segja 30.000 manns upp störfum og loka 14 verksmiðjum í Bandaríkjunum í hagræðingarskyni. 14.9.2006 16:45 Býst við minni verðbólgu í haust Seðlabankinn segir framvindu efnahagsmála frá júlíbyrjun hafa í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá bankans að öðru leyti en því að verðbólga verður nokkru minni á þriðja fjórðungi ársins og verðbólgukúfurinn á seinni helmingi ársins trúlega lægri en spáð var. Bankinn segir verðbólgu enn mikla. 14.9.2006 11:16 Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent á öðrum fjórðungi ársins á evrusvæðinu. Þetta er 1,2 prósentum minna atvinnuleysi en fyrir ári, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. 14.9.2006 11:00 KB banki gerir ráð fyrir 23,8 milljarða hagnaði KB banki gerir ráð fyrir því að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi vegna hlutafjárútboðs Exista nemi 23,8 milljörðum króna sé miðað við útboðsgengi. Bankinn seldi 1.100 milljónir hluta í Exista í tengslum við skráningu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands og færir 10,8 prósenta eignarhlut sinn í Exista á gangvirði. 14.9.2006 10:44 Hráolíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í fyrstu viðskiptum dagsins. Ástæðan er verkfall starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og meiri samdráttur í olíubirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum en gert hafi verið ráð fyrir. 14.9.2006 10:18 Tvíburakort hjá Símanum Síminn hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem nefnist Tvíburakort en það gerir viðskiptavinum Símans kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúmerinu. Þessi áskriftarleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, t.d. GSM síma og Blackberry síma eða jafnvel GSM síma og bílasíma en vilja nota sama símanúmerið fyrir báða símana. 14.9.2006 10:09 IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. 14.9.2006 09:41 Líkur á hækkun vaxta fyrir árslok 14.9.2006 09:29 Minna álag á bréf bankanna 14.9.2006 09:29 Bankarnir spá 50 punkta hækkun stýrivaxta í dag 14.9.2006 09:29 Stýrivextir hækkaðir um 50 punkta Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 50 punkta og verða þeir eftirleiðis 14 prósent. Þetta er 17. vaxtahækkun Seðlabankans frá því vaxtahækkunarferli bankans hófst í maí fyrir tveimur árum og sú sjötta á þessu ári. Greiningardeildir bankanna segja þetta síðuðust eða næstsíðustu vaxtahækkun Seðlabankans. 14.9.2006 08:56 Íraksstríðið jók hagnað BAE Breska félagið BAE Systems (BAE), stærsti hergagnaframleiðandi í Evrópu, skilaði 405 milljóna punda eða tæplega 54 milljarða íslenskra króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 28 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og umfram væntingar. Ástæðan eru aukin kaup bandaríska hersins á herbílum til nota í Írak. 13.9.2006 16:54 Mælir með kaupum á bréfum Alfesca Greiningardeild KB banka segir uppgjör Alfesca á öðrum fjórðungi ársins hafi verið yfir væntingum og hafi deildin gefið út nýtt verðmat á fyrirtækið. Deildin mælir með kaupum á hlutabréfa Alfesca. 13.9.2006 16:35 Breytingar hjá Alfesca Nadine Deswasière, framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar hjá Alfesca, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Ákveðið var að hún léti af störfum eftir að fyrirtækið hóf að leggja megináherslu á kjarnastarfsemi fyrirtæksins. 13.9.2006 16:26 Ný umhverfisstefna Samfylkingar - Blm.fundur 13.9.2006 15:23 Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar bíða upplýsinga um olíubirgðastöðu í Bandaríkjunum en þær verða birtar síðar í dag. Búist er við að birgðirnar hafi dregist saman á milli vikna. 13.9.2006 11:55 TM boðar til hluthafafundar Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) hefur ákveðið að boða til hluthafafundar þann 26. september næstkomandi til að fjalla um tillögu stjórnar TM um útgáfu nýrra hluta í félaginu. 13.9.2006 11:45 Atvinnuleysi minnkar 1.948 mann voru á atvinnuleysisskrá í síðasta mánuði en það jafngildir 1,2 prósenta atvinnuleysi, að því er fram kemur í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er minna atvinnuleysi en gert var ráð fyrir. 13.9.2006 11:32 Soros berst gegn fátækt Bandaríski auðkýfingurinn George Soros hefur ákveðið að veita Sameinuðu þjóðunum 50 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,5 milljarða íslenskra króna, á næstu fimm árum til að berjast gegn fátækt og útbreiðslu alnæmis í Afríku. 13.9.2006 10:12 Margir án atvinnu í Bretlandi Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bretlandi á öðrum fjórðungi ársins en þetta jafngildir því að 1,7 milljónir manna hafa verið án atvinnu í landinu. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í sex ár, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar. 13.9.2006 09:49 Landsframleiðsla jókst umfram áætlanir Landsframleiðsla jókst að raungildi um 7,5 prósent á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu. Í áætlun frá því í mars var gert ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti. Skýrist munurinn einkum af tekjum í útfluttri þjónustu en þær reyndust tæpum 10 milljörðum krónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir. 13.9.2006 09:39 Kjalar ehf. og Ker hf. sameinuð Unnið er að sameiningu Kers hf. og Kjalars ehf. hf. í eitt fjárfestingarfélag. Í tilkynningu kemur fram að við breytinguna verði Egla hf. dótturfélag í 100 prósenta eigu hins sameinaða félags. 13.9.2006 00:01 Brú II fjárfestir í netsímatækni Brú II Venture Capital Fund hefur keypt hlut í VoIP netsímafyrirtækinu SunRocket. SunRocket er ört vaxandi fyrirtæki á sviði VoIP símaþjónustu fyrir almenning. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og er í dag eitt stærsta VoIP símafyrirtækið í heiminum. 13.9.2006 00:01 Credit Suisse telur Actavis standa vel í samkeppni Alþjóðlegi bankinn Credit Suisse er fyrstur erlendra greiningaraðila til að fjalla um Actavis. Bankinn horfir til annarra þátta í verðmati fyrirtækisins en íslenskir bankar hafa gert. 13.9.2006 00:01 Horfir til lækkunar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Þar með lauk sex daga samfelldu lækkunarferli á olíuverðinu. Gengissveiflur krónunnar hamla dagsveiflum í olíuverði hér á landi. 13.9.2006 00:01 Eitt númer í tveimur símum Og Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem gerir GSM notendum kleift að hafa eitt símanúmer í tveimur símtækjum. Þjónustan nefnist Aukakort og hentar þeim sem eru með BlackBerry tæki fyrir tölvupóstsamskipti og GSM þjónustu í vinnu en vilja hafa léttari og smærri GSM síma utan vinnutíma. 13.9.2006 00:01 Greitt undir fjölmiðlamógúl Bandaríska fjölmiðlasamsteypan News Corporation, sem er í eigu ástralska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, er sögð greiða leigu fyrir íbúð hans í námunda við Central Park í New York í Bandaríkjunum. 13.9.2006 00:01 Íranskur banki á svörtum lista Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sett íranska ríkisbankann Saderat á svartan lista vestanhafs. Að sögn Stuarts Levey, yfirmanns deildar innan bandaríska fjármálaráðuneytisins sem sér um mál er tengjast hryðjuverkastarfsemi og fjármálanjósnum, er bankinn grunaður um að hafa millifært fjármuni til hryðjuverkasamtaka. 13.9.2006 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mesta verðbólgan á Íslandi Samræmd vísitala neysluverðs hér á landi hækkaði um 0,4 prósent í ágúst frá fyrri mánuði. Til samanburðar hækkaði verðlag í EES-ríkjunum að meðaltali um 0,2 prósent. Sé litið til síðastliðinna 12 mánaða hækkaði vísitalan um 7,1 prósent hér á landi en um 2,3 prósent innan EES og á evrusvæðinu. 15.9.2006 16:51
Eimskip eignast öll bréf í Kursiu Linija Eimskip hefur gengið frá kaupum á 30 prósenta hlut í Kursiu Linija, einu stærsta skipafélagi í Eystrasaltríkjunum. Fyrir átti Eimskip 70 prósent í félaginu og á það nú öll bréf skipafélagsins. Heildarkaupverð nemur 8 milljónum evra eða tæpum 716 milljónum íslenskra króna. 15.9.2006 15:20
Fleiri uppsagnir hjá Ford Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að segja upp 14.000 manns á næstu tveimur árum til viðbótar við þá 30.000 sem þegar hefur verið sagt upp og gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað er. Þetta jafngildir uppsögnum á þriðjungi starfsfólks Ford í Bandaríkjunum. 15.9.2006 12:05
Exista upp um 7 prósent Fyrstu viðskipti með bréf í Exista í Kauphöll Íslands voru við opnun markaðarins í morgun. Gengi bréfa í félaginu var 23 krónur á hlut í morgun en það er 7 prósentum hærra en verð á hlut í útboði með bréfin í upphafi vikunnar. Gengið hefur lækkað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn. 15.9.2006 11:17
Minni verðbólga á evrusvæðinu Vísitala neysluverðs í ágúst mældist 2,3 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu. Þetta jafngildir því að verðbólga hafi minnkað um 0,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. 15.9.2006 09:48
Ford býður starfsmönnum lífeyri Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað var. Hverjum þeim sem tekur þessu verða boðin 140.000 bandaríkjadali eða tæpar 9,8 milljónir íslenskra króna. 15.9.2006 09:32
Landsframleiðsla jókst um 2,75 prósent Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,75 prósent að raungildi á öðrum fjórðungi frá sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar, sem kom út í dag. Þar segir að þjóðarútgjöld hafi aukist talsvert meira eða um 7 prósent á sama tíma en jafn hægur vöxtur hefur ekki sést síðan á síðasta ársfjórðungi 2003. Leiddi það til áframhaldandi viðskiptahalla við útlönd. 15.9.2006 09:09
Vanskil í sögulegu lágmarki Hlutfall vanskila af útlánum á öðrum ársfjórðungi ársins 2006 var 0,6 prósent en var 1,1 prósent á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hlutfallið var það sama, 0,6 prósent, í lok næstu tveggja ársfjórðunga á undan og hefur hlutfallið ekki verið lægra á síðustu fimm árum. 15.9.2006 00:01
Samkeppnismál á ensku Samkeppniseftirlitið hefur opnað enska útgáfu af heimasíðu sinni á slóðinni www.samkeppni.is/en. Með þessu segist Samkeppniseftirlitið vilja leggja sitt af mörkum til þess að efla þekkingu í útlöndum á samkeppnismálum hér. 15.9.2006 00:01
Titan hefur senn starfsemi Frosti Bergsson, fyrrum stjórnarformaður Opinna kerfa, og Síminn hf., hafa gengið til liðs við upplýsingafyrirtækið Titan ehf., sem tekur til starfa á næstu vikum og ætlar sér stóra hluti á upplýsingamarkaði. 15.9.2006 00:01
Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. 15.9.2006 00:01
Háir vextir ekki markmið Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. 15.9.2006 00:01
Kippur í krónubréf Talsverður kippur hefur komið í útgáfu krónubréfa á síðustu mánuðum og hafa alls verið gefin út krónubréf fyrir 45 milljarða króna frá því um miðjan júlí. Í gær og í fyrradag bættist enn við útgáfuna þegar KFW, Deutsche Bank og Rabobank gáfu út bréf fyrir alls 11 milljarða til eins til tveggja ára. 15.9.2006 00:01
Tafir á afhendingu risaþota? Mike Turner, forstjóri breska hergagnaframleiðandans BAE Systems, sem á 20 prósenta hlut í EADS, móðurfélagi flugvélaframleiðandans Airbus, segir líkur á að Airbus muni á næstu dögum tilkynna um enn frekari tafir á afhendingu A380 risafarþegaflugvéla frá félaginu. 15.9.2006 00:01
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna varar Actavis við Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hefur veitt Actavis viðvörun eftir úttekt á tilteknum þáttum í starfsemi félagsins í Little Falls í New Jersey, einni af fjórum verksmiðjum Actavis í Bandaríkjunum. Úttektin fór fram í febrúar síðastliðnum. 15.9.2006 00:01
Glitnir og Landsbanki hækka vexti Glitnir og Landsbankinn hækkuðu báðir vexti sína í dag til samræmis við 50 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hækkanirnar taka gildi frá og með 21. september næstkomandi. 14.9.2006 16:51
Hagræðing í vændum hjá Ford Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynni um viðamiklar uppsagnir hjá fyrirtæki á næstunni. Ford hefur þegar ákveðið að segja 30.000 manns upp störfum og loka 14 verksmiðjum í Bandaríkjunum í hagræðingarskyni. 14.9.2006 16:45
Býst við minni verðbólgu í haust Seðlabankinn segir framvindu efnahagsmála frá júlíbyrjun hafa í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá bankans að öðru leyti en því að verðbólga verður nokkru minni á þriðja fjórðungi ársins og verðbólgukúfurinn á seinni helmingi ársins trúlega lægri en spáð var. Bankinn segir verðbólgu enn mikla. 14.9.2006 11:16
Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent á öðrum fjórðungi ársins á evrusvæðinu. Þetta er 1,2 prósentum minna atvinnuleysi en fyrir ári, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. 14.9.2006 11:00
KB banki gerir ráð fyrir 23,8 milljarða hagnaði KB banki gerir ráð fyrir því að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi vegna hlutafjárútboðs Exista nemi 23,8 milljörðum króna sé miðað við útboðsgengi. Bankinn seldi 1.100 milljónir hluta í Exista í tengslum við skráningu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands og færir 10,8 prósenta eignarhlut sinn í Exista á gangvirði. 14.9.2006 10:44
Hráolíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í fyrstu viðskiptum dagsins. Ástæðan er verkfall starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og meiri samdráttur í olíubirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum en gert hafi verið ráð fyrir. 14.9.2006 10:18
Tvíburakort hjá Símanum Síminn hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem nefnist Tvíburakort en það gerir viðskiptavinum Símans kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúmerinu. Þessi áskriftarleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, t.d. GSM síma og Blackberry síma eða jafnvel GSM síma og bílasíma en vilja nota sama símanúmerið fyrir báða símana. 14.9.2006 10:09
IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. 14.9.2006 09:41
Stýrivextir hækkaðir um 50 punkta Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 50 punkta og verða þeir eftirleiðis 14 prósent. Þetta er 17. vaxtahækkun Seðlabankans frá því vaxtahækkunarferli bankans hófst í maí fyrir tveimur árum og sú sjötta á þessu ári. Greiningardeildir bankanna segja þetta síðuðust eða næstsíðustu vaxtahækkun Seðlabankans. 14.9.2006 08:56
Íraksstríðið jók hagnað BAE Breska félagið BAE Systems (BAE), stærsti hergagnaframleiðandi í Evrópu, skilaði 405 milljóna punda eða tæplega 54 milljarða íslenskra króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 28 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og umfram væntingar. Ástæðan eru aukin kaup bandaríska hersins á herbílum til nota í Írak. 13.9.2006 16:54
Mælir með kaupum á bréfum Alfesca Greiningardeild KB banka segir uppgjör Alfesca á öðrum fjórðungi ársins hafi verið yfir væntingum og hafi deildin gefið út nýtt verðmat á fyrirtækið. Deildin mælir með kaupum á hlutabréfa Alfesca. 13.9.2006 16:35
Breytingar hjá Alfesca Nadine Deswasière, framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar hjá Alfesca, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Ákveðið var að hún léti af störfum eftir að fyrirtækið hóf að leggja megináherslu á kjarnastarfsemi fyrirtæksins. 13.9.2006 16:26
Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar bíða upplýsinga um olíubirgðastöðu í Bandaríkjunum en þær verða birtar síðar í dag. Búist er við að birgðirnar hafi dregist saman á milli vikna. 13.9.2006 11:55
TM boðar til hluthafafundar Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) hefur ákveðið að boða til hluthafafundar þann 26. september næstkomandi til að fjalla um tillögu stjórnar TM um útgáfu nýrra hluta í félaginu. 13.9.2006 11:45
Atvinnuleysi minnkar 1.948 mann voru á atvinnuleysisskrá í síðasta mánuði en það jafngildir 1,2 prósenta atvinnuleysi, að því er fram kemur í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er minna atvinnuleysi en gert var ráð fyrir. 13.9.2006 11:32
Soros berst gegn fátækt Bandaríski auðkýfingurinn George Soros hefur ákveðið að veita Sameinuðu þjóðunum 50 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,5 milljarða íslenskra króna, á næstu fimm árum til að berjast gegn fátækt og útbreiðslu alnæmis í Afríku. 13.9.2006 10:12
Margir án atvinnu í Bretlandi Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bretlandi á öðrum fjórðungi ársins en þetta jafngildir því að 1,7 milljónir manna hafa verið án atvinnu í landinu. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í sex ár, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar. 13.9.2006 09:49
Landsframleiðsla jókst umfram áætlanir Landsframleiðsla jókst að raungildi um 7,5 prósent á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu. Í áætlun frá því í mars var gert ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti. Skýrist munurinn einkum af tekjum í útfluttri þjónustu en þær reyndust tæpum 10 milljörðum krónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir. 13.9.2006 09:39
Kjalar ehf. og Ker hf. sameinuð Unnið er að sameiningu Kers hf. og Kjalars ehf. hf. í eitt fjárfestingarfélag. Í tilkynningu kemur fram að við breytinguna verði Egla hf. dótturfélag í 100 prósenta eigu hins sameinaða félags. 13.9.2006 00:01
Brú II fjárfestir í netsímatækni Brú II Venture Capital Fund hefur keypt hlut í VoIP netsímafyrirtækinu SunRocket. SunRocket er ört vaxandi fyrirtæki á sviði VoIP símaþjónustu fyrir almenning. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og er í dag eitt stærsta VoIP símafyrirtækið í heiminum. 13.9.2006 00:01
Credit Suisse telur Actavis standa vel í samkeppni Alþjóðlegi bankinn Credit Suisse er fyrstur erlendra greiningaraðila til að fjalla um Actavis. Bankinn horfir til annarra þátta í verðmati fyrirtækisins en íslenskir bankar hafa gert. 13.9.2006 00:01
Horfir til lækkunar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Þar með lauk sex daga samfelldu lækkunarferli á olíuverðinu. Gengissveiflur krónunnar hamla dagsveiflum í olíuverði hér á landi. 13.9.2006 00:01
Eitt númer í tveimur símum Og Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem gerir GSM notendum kleift að hafa eitt símanúmer í tveimur símtækjum. Þjónustan nefnist Aukakort og hentar þeim sem eru með BlackBerry tæki fyrir tölvupóstsamskipti og GSM þjónustu í vinnu en vilja hafa léttari og smærri GSM síma utan vinnutíma. 13.9.2006 00:01
Greitt undir fjölmiðlamógúl Bandaríska fjölmiðlasamsteypan News Corporation, sem er í eigu ástralska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, er sögð greiða leigu fyrir íbúð hans í námunda við Central Park í New York í Bandaríkjunum. 13.9.2006 00:01
Íranskur banki á svörtum lista Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sett íranska ríkisbankann Saderat á svartan lista vestanhafs. Að sögn Stuarts Levey, yfirmanns deildar innan bandaríska fjármálaráðuneytisins sem sér um mál er tengjast hryðjuverkastarfsemi og fjármálanjósnum, er bankinn grunaður um að hafa millifært fjármuni til hryðjuverkasamtaka. 13.9.2006 00:01
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent