Fleiri fréttir Hressandi haustið Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Það er farið að hausta. Þó að laufin séu ekki farin að falla ennþá ber golan með sér að stutt sé í næturfrostið. Loftið er svalt og hressandi og það ilmar allt öðruvísi en í sumar. Ef ná á að tína bláberin áður en þau skemmast þarf að hafa hraðar hendur. Skólarnir eru líka að byrja. Skólatöskur og pennaveski eru auglýst í gríð og erg í sjónvarpi og blöðum og lítið fólk með stórar töskur á bakinu er á ferðinni um allan bæ í flokkum. Fyrsti skóladagurinn er jafnan öruggt merki þess að sumarið sé liðið. 31.8.2009 06:00 Námsgleði óskast Gerður Kristný skrifar Í fyrrahaust fór sjónvarpsfréttamaður í Griffil og talaði við móður sem fannst dýrt að útbúa sex ára barnið sitt fyrir skólann. Blýantar voru dýrir, skólataskan líka og yddararnir keyrðu um þverbak. Barnið stóð þarna stóreygt hjá og ég velti því fyrir mér hvernig því liði undir þessum lestri. Það er eflaust gott að börn viti að hlutirnir kosti sitt en ekki get ég ímyndað mér að neinum fyndist gaman að sjá mömmu sína kaupa skóladótið með lunta og birtast síðan í sjónvarpinu í sama hamnum um kvöldið. Það á, jú, að vera gaman að byrja í skólanum. 27.8.2009 06:00 Afsakið meðan ég æli Kolbeinn Ó. Proppé skrifar Ákafamenn um afsökunarbeiðnir fara mikinn þessi dægrin. Varla er tekið það viðtal að viðmælandinn sé ekki krafinn um hvort hann telji sig skulda afsökunarbeiðni, eða hvort hann telji að einhverjir aðrir skuldi nú ekki slíkar beiðnir - og þá hverjir og hverjum. Fjármálaráðherra segir útrásar-víkinga eiga að biðjast afsökunar og nefnir Hreiðar Má. Sá telur sig ekki eiga að biðja þjóðina afsökunar og Hannes Hólmsteinn segir Steingrím eiga að biðjast afsökunar. Ögmundur telur síðan Hannes sjálfan eiga að biðjast afsökunar. 26.8.2009 06:00 Hlustið á Davíð! Karen D. Kjartansdóttir skrifar Jæja, þá er það komið á hreint. Öll þjóðin tók þátt í þeim atburðum sem leiddu til hruns íslensks fjármálakerfis, að undanskildum Davíð Oddssyni. Já, jafnvel Hannes Hólmsteinn, sá virðulegi fræðimaður sem meðal annars hefur getið sér gott orð fyrir að útskýra hugtakið Íslenska efnahagsundrið hér um árið. Já, jafnvel hann tók þátt í öllu bullinu því hann hlustaði ekki nógu vel á Davíð. 25.8.2009 06:00 Lykillinn að farsælli framtíð Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Þótt nóg séu tilefnin til klökkva, þá er fyrsti skóladagur lítils barns einkar upplagður fyrir væmnu gleðitárin. Bæði auðvitað vegna þess að litli unginn hennar mömmu sinnar er að stíga fyrstu skrefin á eigin spýtur en líka vegna þess að þá sér fyrir endann á bleika tímabilinu. 24.8.2009 00:01 Lítt þokkaðar vinsældir Júlía Magrét Alexandersdóttir skrifar Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fór að ganga á Esjuna í sumar að það þótti svo sannarlega ekki töff. Kannski fyrir þremur árum - þegar enginn gekk hana. En núna? Nei, ekki þegar allir eru að gera það. Í sama pytt hefur ýmis góð tónlist, matargerð og jafnvel heilu rithöfundurnar dottið þegar þeir öðlast hylli alls lýðsins. Vinsældirnar verða þá að holdsveiki. Fína fólkið getur ekki lengur lesið Arnald Indriðason - því „pakkið" er að lesa hann. 22.8.2009 06:00 Að finna fjölina sína Bergsteinn Sigurðsson. skrifar Í okkar sérfræðingavæddu veröld höfum við komið ár okkar svo fyrir borð að einföldustu verk eiga til að vaxa okkur í augum - hvað þá hin flóknari. Þessi þróun leiddi af sér þann hugsunarhátt að líta á margt í okkar nánasta umhverfi fyrst og fremst sem eitthvað til að laga, til dæmis heimilið og ruddi brautina fyrir ótal lífsstílsþætti sem kynntu okkur sniðugar „lausnir". Heimilið var með öðrum orðum skilgreint sem klasi mismunandi stórra vandamála, velflest þess eðlis að þau yrðu ekki leyst án aðstoðar sérmenntaðra manna. 21.8.2009 06:00 Íbúar fóstra leikvöll Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Þátttaka íbúa í ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar er smám saman að verða skipulagður þáttur í ákvörðunum í ráðum og nefndum borgarinnar. Fullyrða má að oftast þegar hagsmunaaðilar og íbúar taka þátt verður endanleg ákvörðun betri og ástæður ákvörðunar skýrari. Borgaryfirvöld eiga þess vegna að vinna markvisst betur með íbúum Reykjavíkur í umhverfis- og skipulagsmálum. 21.8.2009 02:00 Gárur við ströndina Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Þegar maður hefur ekkert fyrir stafni og nægan tíma til að láta hugan reika þá fyrst verður veröldin óskiljanleg. Síðasta sunnudag hafði ég ekkert sérstakt að gera, svo ég settist niður við ströndina í Garrucha á suður Spáni, þar sem ég dvel um þessar mundir. Ég horfði út á hafið og fyrr en varði fór hugurinn á stjá og varð fyrir allskonar spurningum sem flækja tilveruna. Eins og til dæmis: af hverju tileinka sér ekki allir kurteisi? 19.8.2009 06:00 Í jaðri þjónustusvæðis Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Við tókum strax eftir honum. Stelpurnar voru fyrri til og brátt var öll hersingin farin að fylgjast með manninum, sá ákafasti dró upp sjónauka til að kíkja á hann. Atferlisrannsóknir var þessi gægjuþörf kölluð enda maðurinn snöggt undir miðjum aldri sérkennilegur í háttum þar sem hann stjáklaði fram og til baka eftir nokkuð langri göngulínu og vék sér stundum út af línunni snöggt eins og hann væri að missa af einhverju þarna á sandinum. 18.8.2009 06:00 Raunveruleikalýðræði Davíð Þór Jónsson skrifar Það er gott og gaman að horfa á sjónvarp. Sjónvarpið er orðið svo stór hluti af tilveru okkar að satt best að segja er erfitt að ímynda sér tilveruna án þess. 17.8.2009 10:36 Ef að væri Brynhildur Björnsdóttir skrifar Ísland í dag er í viðtengingarhætti. Fréttatímar hefjast gjarna á orðinu „Ef" og síðan koma langar vangaveltur um hvað gæti gerst ef eitthvað annað gerist eða gerist ekki fyrst. 14.8.2009 00:01 Ný jörð – nýtt líf Ragnheiður Tryggvadóttir. skrifar Íslendingar eru áberandi svartsýnni á efnahagsástandið en aðrar þjóðir um þessar mundir, þetta las ég á Vísi í gær. Og skyldi engan undra, við erum í tómu tjóni. Þess vegna kom mér heldur ekkert á óvart að lesa hér í Fréttablaðinu um ung íslensk hjón sem búið höfðu undanfarinn áratug í Kaupmannahöfn en völdu að flytja frekar til Grænlands með börnin sín tvö en hingað heim. Enda Grænland í „fúlsving", með nýfengið sjálfstæði. Unga fólkið setti ekki fyrir sig að ófært er í bæinn þess nema með flugvél eða á hundasleða. Kalda Ísland hefur ekkert aðdráttarafl lengur, ekki einu sinni í hugum heimamanna. 13.8.2009 00:01 Sælir eru einfaldir Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar Raunveruleikinn er fyrirbæri sem oft og tíðum er ofmetið. Þannig getur það verið mun auðveldara að lifa lífinu í þeirri von að hlutirnir æxlist eftir þeim formerkjum sem manni sjálfum líkar, en að horfast í augu við blákaldan veruleikann; sumsé að oftar en ekki er þetta allt saman ansi skítt. 12.8.2009 00:01 Glóðarsteiking borgarans Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Í gær grillaði maðurinn minn á svölunum. Hann er annálaður grillari enda hófsamur lífskúnstner fram í fingurgóma. Slíkir menn hafa undantekningarlaust ánægju af því að grilla á svölum; fá sér einn til tvo bjóra og heilsa gangandi vegfarendum kumpánlega. Hann er meistari hinnar göfugu matargerðarlistar smáborgarans, eins og bókabéusinn vinur minn kallar grillmennsku með fyrirlitningartón. 11.8.2009 00:01 Hinn harði veruleiki Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Snemmsumars þoldi ég ekki fleiri frásagnir af fjármálahneykslum og kreppu heldur þráði hið einfalda og hamingjusama líf þar sem áhyggjurnar snúast um hvort eigi að grilla aftur í kvöld eða ekki. 10.8.2009 03:30 Herra Júlíus 8.8.2009 00:01 Heima Bergsteinn Sigurðsson skrifar Stundum fær maður óvæntar en hressilegar áminningar um hvað skiptir máli í lífinu. Á dögunum gafst mér tækifæri til að heimsækja þá ágætu borg Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Seattle er græn og fögur og státar að mörgu leyti af merkilegri sögu; hún er til dæmis heimaborg Jimi Hendrix, Nirvana og gruggrokksins, útvarpssálfræðingsins Fraisers og spítalasápunnar Grey's 7.8.2009 00:01 Asnaskapur 5.8.2009 00:01 „Við það augun verða hörð… 1.8.2009 00:01 Sjá næstu 50 greinar
Hressandi haustið Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Það er farið að hausta. Þó að laufin séu ekki farin að falla ennþá ber golan með sér að stutt sé í næturfrostið. Loftið er svalt og hressandi og það ilmar allt öðruvísi en í sumar. Ef ná á að tína bláberin áður en þau skemmast þarf að hafa hraðar hendur. Skólarnir eru líka að byrja. Skólatöskur og pennaveski eru auglýst í gríð og erg í sjónvarpi og blöðum og lítið fólk með stórar töskur á bakinu er á ferðinni um allan bæ í flokkum. Fyrsti skóladagurinn er jafnan öruggt merki þess að sumarið sé liðið. 31.8.2009 06:00
Námsgleði óskast Gerður Kristný skrifar Í fyrrahaust fór sjónvarpsfréttamaður í Griffil og talaði við móður sem fannst dýrt að útbúa sex ára barnið sitt fyrir skólann. Blýantar voru dýrir, skólataskan líka og yddararnir keyrðu um þverbak. Barnið stóð þarna stóreygt hjá og ég velti því fyrir mér hvernig því liði undir þessum lestri. Það er eflaust gott að börn viti að hlutirnir kosti sitt en ekki get ég ímyndað mér að neinum fyndist gaman að sjá mömmu sína kaupa skóladótið með lunta og birtast síðan í sjónvarpinu í sama hamnum um kvöldið. Það á, jú, að vera gaman að byrja í skólanum. 27.8.2009 06:00
Afsakið meðan ég æli Kolbeinn Ó. Proppé skrifar Ákafamenn um afsökunarbeiðnir fara mikinn þessi dægrin. Varla er tekið það viðtal að viðmælandinn sé ekki krafinn um hvort hann telji sig skulda afsökunarbeiðni, eða hvort hann telji að einhverjir aðrir skuldi nú ekki slíkar beiðnir - og þá hverjir og hverjum. Fjármálaráðherra segir útrásar-víkinga eiga að biðjast afsökunar og nefnir Hreiðar Má. Sá telur sig ekki eiga að biðja þjóðina afsökunar og Hannes Hólmsteinn segir Steingrím eiga að biðjast afsökunar. Ögmundur telur síðan Hannes sjálfan eiga að biðjast afsökunar. 26.8.2009 06:00
Hlustið á Davíð! Karen D. Kjartansdóttir skrifar Jæja, þá er það komið á hreint. Öll þjóðin tók þátt í þeim atburðum sem leiddu til hruns íslensks fjármálakerfis, að undanskildum Davíð Oddssyni. Já, jafnvel Hannes Hólmsteinn, sá virðulegi fræðimaður sem meðal annars hefur getið sér gott orð fyrir að útskýra hugtakið Íslenska efnahagsundrið hér um árið. Já, jafnvel hann tók þátt í öllu bullinu því hann hlustaði ekki nógu vel á Davíð. 25.8.2009 06:00
Lykillinn að farsælli framtíð Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Þótt nóg séu tilefnin til klökkva, þá er fyrsti skóladagur lítils barns einkar upplagður fyrir væmnu gleðitárin. Bæði auðvitað vegna þess að litli unginn hennar mömmu sinnar er að stíga fyrstu skrefin á eigin spýtur en líka vegna þess að þá sér fyrir endann á bleika tímabilinu. 24.8.2009 00:01
Lítt þokkaðar vinsældir Júlía Magrét Alexandersdóttir skrifar Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fór að ganga á Esjuna í sumar að það þótti svo sannarlega ekki töff. Kannski fyrir þremur árum - þegar enginn gekk hana. En núna? Nei, ekki þegar allir eru að gera það. Í sama pytt hefur ýmis góð tónlist, matargerð og jafnvel heilu rithöfundurnar dottið þegar þeir öðlast hylli alls lýðsins. Vinsældirnar verða þá að holdsveiki. Fína fólkið getur ekki lengur lesið Arnald Indriðason - því „pakkið" er að lesa hann. 22.8.2009 06:00
Að finna fjölina sína Bergsteinn Sigurðsson. skrifar Í okkar sérfræðingavæddu veröld höfum við komið ár okkar svo fyrir borð að einföldustu verk eiga til að vaxa okkur í augum - hvað þá hin flóknari. Þessi þróun leiddi af sér þann hugsunarhátt að líta á margt í okkar nánasta umhverfi fyrst og fremst sem eitthvað til að laga, til dæmis heimilið og ruddi brautina fyrir ótal lífsstílsþætti sem kynntu okkur sniðugar „lausnir". Heimilið var með öðrum orðum skilgreint sem klasi mismunandi stórra vandamála, velflest þess eðlis að þau yrðu ekki leyst án aðstoðar sérmenntaðra manna. 21.8.2009 06:00
Íbúar fóstra leikvöll Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Þátttaka íbúa í ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar er smám saman að verða skipulagður þáttur í ákvörðunum í ráðum og nefndum borgarinnar. Fullyrða má að oftast þegar hagsmunaaðilar og íbúar taka þátt verður endanleg ákvörðun betri og ástæður ákvörðunar skýrari. Borgaryfirvöld eiga þess vegna að vinna markvisst betur með íbúum Reykjavíkur í umhverfis- og skipulagsmálum. 21.8.2009 02:00
Gárur við ströndina Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Þegar maður hefur ekkert fyrir stafni og nægan tíma til að láta hugan reika þá fyrst verður veröldin óskiljanleg. Síðasta sunnudag hafði ég ekkert sérstakt að gera, svo ég settist niður við ströndina í Garrucha á suður Spáni, þar sem ég dvel um þessar mundir. Ég horfði út á hafið og fyrr en varði fór hugurinn á stjá og varð fyrir allskonar spurningum sem flækja tilveruna. Eins og til dæmis: af hverju tileinka sér ekki allir kurteisi? 19.8.2009 06:00
Í jaðri þjónustusvæðis Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Við tókum strax eftir honum. Stelpurnar voru fyrri til og brátt var öll hersingin farin að fylgjast með manninum, sá ákafasti dró upp sjónauka til að kíkja á hann. Atferlisrannsóknir var þessi gægjuþörf kölluð enda maðurinn snöggt undir miðjum aldri sérkennilegur í háttum þar sem hann stjáklaði fram og til baka eftir nokkuð langri göngulínu og vék sér stundum út af línunni snöggt eins og hann væri að missa af einhverju þarna á sandinum. 18.8.2009 06:00
Raunveruleikalýðræði Davíð Þór Jónsson skrifar Það er gott og gaman að horfa á sjónvarp. Sjónvarpið er orðið svo stór hluti af tilveru okkar að satt best að segja er erfitt að ímynda sér tilveruna án þess. 17.8.2009 10:36
Ef að væri Brynhildur Björnsdóttir skrifar Ísland í dag er í viðtengingarhætti. Fréttatímar hefjast gjarna á orðinu „Ef" og síðan koma langar vangaveltur um hvað gæti gerst ef eitthvað annað gerist eða gerist ekki fyrst. 14.8.2009 00:01
Ný jörð – nýtt líf Ragnheiður Tryggvadóttir. skrifar Íslendingar eru áberandi svartsýnni á efnahagsástandið en aðrar þjóðir um þessar mundir, þetta las ég á Vísi í gær. Og skyldi engan undra, við erum í tómu tjóni. Þess vegna kom mér heldur ekkert á óvart að lesa hér í Fréttablaðinu um ung íslensk hjón sem búið höfðu undanfarinn áratug í Kaupmannahöfn en völdu að flytja frekar til Grænlands með börnin sín tvö en hingað heim. Enda Grænland í „fúlsving", með nýfengið sjálfstæði. Unga fólkið setti ekki fyrir sig að ófært er í bæinn þess nema með flugvél eða á hundasleða. Kalda Ísland hefur ekkert aðdráttarafl lengur, ekki einu sinni í hugum heimamanna. 13.8.2009 00:01
Sælir eru einfaldir Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar Raunveruleikinn er fyrirbæri sem oft og tíðum er ofmetið. Þannig getur það verið mun auðveldara að lifa lífinu í þeirri von að hlutirnir æxlist eftir þeim formerkjum sem manni sjálfum líkar, en að horfast í augu við blákaldan veruleikann; sumsé að oftar en ekki er þetta allt saman ansi skítt. 12.8.2009 00:01
Glóðarsteiking borgarans Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Í gær grillaði maðurinn minn á svölunum. Hann er annálaður grillari enda hófsamur lífskúnstner fram í fingurgóma. Slíkir menn hafa undantekningarlaust ánægju af því að grilla á svölum; fá sér einn til tvo bjóra og heilsa gangandi vegfarendum kumpánlega. Hann er meistari hinnar göfugu matargerðarlistar smáborgarans, eins og bókabéusinn vinur minn kallar grillmennsku með fyrirlitningartón. 11.8.2009 00:01
Hinn harði veruleiki Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Snemmsumars þoldi ég ekki fleiri frásagnir af fjármálahneykslum og kreppu heldur þráði hið einfalda og hamingjusama líf þar sem áhyggjurnar snúast um hvort eigi að grilla aftur í kvöld eða ekki. 10.8.2009 03:30
Heima Bergsteinn Sigurðsson skrifar Stundum fær maður óvæntar en hressilegar áminningar um hvað skiptir máli í lífinu. Á dögunum gafst mér tækifæri til að heimsækja þá ágætu borg Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Seattle er græn og fögur og státar að mörgu leyti af merkilegri sögu; hún er til dæmis heimaborg Jimi Hendrix, Nirvana og gruggrokksins, útvarpssálfræðingsins Fraisers og spítalasápunnar Grey's 7.8.2009 00:01
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun