Fleiri fréttir Tiger Woods er langtekjuhæsti íþróttamaður veraldar Þrátt fyrir afleitt gengi á undanförnum tveimur árum er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods enn tekjuhæsti íþróttamaður heims. Tekjur Woods hafa lækkað um allt að 6,5 milljarða kr. á ári en engu að síður er hann langtekjuhæsti íþróttamaður ársins 2011. Talið er að Woods sé með um 9,1 milljarða kr. í árslaun. Þrír fótboltamenn eru á listanum yfir 10 tekjuhæstu íþróttamenn heims, tveir körfuboltamenn og tveir kylfingar. 25.12.2011 20:00 Heimsþekktir kylfingar vilja hanna ólympíugolfvöllinn í Ríó Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. 25.12.2011 10:00 Donald kylfingur ársins á Bretlandseyjum | Clarke og McIllroy jafnir Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu. 25.12.2011 06:00 McIlroy spilar golf í hæstu hæðum - myndir Hinn 22 ára gamli Norður-Íri, Rory McIlroy, hefur átt frábært ár innan sem utan vallar. Hann var sigursæll á vellinum og nældi sér í kærustu sem er besta tenniskona heims. 21.12.2011 17:30 McIlroy grét eftir klúðrið á Masters Kylfingurinn Rory MCIlroy hefur viðurkennt að hafa grátið eins og barn eftir að hann kastaði frá sér sigrinum á Masters-mótinu. 17.12.2011 19:15 Westwood grátlega nálægt því að koma í hús á 59 höggum Englendingurinn Lee Westwood lék ótrúlegt golf á tælenska meistaramótinu í dag og var aðeins einu höggi frá því að koma í hús á 59 höggum. Hann lék holurnar 18 sem sagt á 60 höggum eða 11 undir pari. Hann er með fimm högga forskot eftir daginn. 15.12.2011 17:15 Donald segist vanta risatitil Besti kylfingur heims um þessar mundir, Luke Donald, er ekki fullkomlega sáttur þó svo hann hafi átt ótrúlegt ár á vellinum. Hann rakaði inn mestum peningum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. 14.12.2011 12:00 Sögulegur árangur hjá Luke Donald Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi. 11.12.2011 11:32 Birgir Leifur komst ekki áfram Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og lauk keppni í 42.-49. sæti. 5.12.2011 14:27 Tiger Woods vann sinn sitt fyrsta mót í 749 daga Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Chevron World Challege mótinu í golfi sem fór fram í Kaliforníu. Zach Johnson var með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn en Woods lék á þremur höggum undir pari í dag og tryggði sér langþráðan sigur. 4.12.2011 23:28 Birgir Leifur þarf að spila frábærlega til að komast áfram Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í 59. sæti af 74 kylfingum á úrtökumótinu á öðru stigi sem fram fer á Spáni þessa helgi. Birgir Leifur hoppaði upp um þrettán sæti eftir að hafa spilað annan hringinn á einu höggi undir pari. 4.12.2011 11:49 Tiger missti forystuna en heldur í vonina Tiger Woods á enn möguleika á því að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár þrátt fyrir að hafa misst niður þriggja högga forystu á þriðja degi á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. 4.12.2011 11:00 Tiger í stuði og kominn með þriggja högga forskot Tiger Woods sýndi snilli sína í nótt og var í miklu stuði á öðrum hringnum á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Woods lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. 3.12.2011 11:00 Tiger Woods í toppbaráttunni í Kaliforníu Tiger Woods hefur byrjað vel á Chevron World Challenge boðsmótinu sem hann stendur fyrir og fer fram á Sherwood vellinum í Kaliforníu. Kóreumaðurinn KJ Choi er með forystu eftir fyrsta hring en Woods er í öðru sæti. 2.12.2011 10:15 Sjá næstu 50 fréttir
Tiger Woods er langtekjuhæsti íþróttamaður veraldar Þrátt fyrir afleitt gengi á undanförnum tveimur árum er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods enn tekjuhæsti íþróttamaður heims. Tekjur Woods hafa lækkað um allt að 6,5 milljarða kr. á ári en engu að síður er hann langtekjuhæsti íþróttamaður ársins 2011. Talið er að Woods sé með um 9,1 milljarða kr. í árslaun. Þrír fótboltamenn eru á listanum yfir 10 tekjuhæstu íþróttamenn heims, tveir körfuboltamenn og tveir kylfingar. 25.12.2011 20:00
Heimsþekktir kylfingar vilja hanna ólympíugolfvöllinn í Ríó Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. 25.12.2011 10:00
Donald kylfingur ársins á Bretlandseyjum | Clarke og McIllroy jafnir Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu. 25.12.2011 06:00
McIlroy spilar golf í hæstu hæðum - myndir Hinn 22 ára gamli Norður-Íri, Rory McIlroy, hefur átt frábært ár innan sem utan vallar. Hann var sigursæll á vellinum og nældi sér í kærustu sem er besta tenniskona heims. 21.12.2011 17:30
McIlroy grét eftir klúðrið á Masters Kylfingurinn Rory MCIlroy hefur viðurkennt að hafa grátið eins og barn eftir að hann kastaði frá sér sigrinum á Masters-mótinu. 17.12.2011 19:15
Westwood grátlega nálægt því að koma í hús á 59 höggum Englendingurinn Lee Westwood lék ótrúlegt golf á tælenska meistaramótinu í dag og var aðeins einu höggi frá því að koma í hús á 59 höggum. Hann lék holurnar 18 sem sagt á 60 höggum eða 11 undir pari. Hann er með fimm högga forskot eftir daginn. 15.12.2011 17:15
Donald segist vanta risatitil Besti kylfingur heims um þessar mundir, Luke Donald, er ekki fullkomlega sáttur þó svo hann hafi átt ótrúlegt ár á vellinum. Hann rakaði inn mestum peningum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. 14.12.2011 12:00
Sögulegur árangur hjá Luke Donald Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi. 11.12.2011 11:32
Birgir Leifur komst ekki áfram Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og lauk keppni í 42.-49. sæti. 5.12.2011 14:27
Tiger Woods vann sinn sitt fyrsta mót í 749 daga Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Chevron World Challege mótinu í golfi sem fór fram í Kaliforníu. Zach Johnson var með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn en Woods lék á þremur höggum undir pari í dag og tryggði sér langþráðan sigur. 4.12.2011 23:28
Birgir Leifur þarf að spila frábærlega til að komast áfram Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í 59. sæti af 74 kylfingum á úrtökumótinu á öðru stigi sem fram fer á Spáni þessa helgi. Birgir Leifur hoppaði upp um þrettán sæti eftir að hafa spilað annan hringinn á einu höggi undir pari. 4.12.2011 11:49
Tiger missti forystuna en heldur í vonina Tiger Woods á enn möguleika á því að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár þrátt fyrir að hafa misst niður þriggja högga forystu á þriðja degi á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. 4.12.2011 11:00
Tiger í stuði og kominn með þriggja högga forskot Tiger Woods sýndi snilli sína í nótt og var í miklu stuði á öðrum hringnum á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Woods lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. 3.12.2011 11:00
Tiger Woods í toppbaráttunni í Kaliforníu Tiger Woods hefur byrjað vel á Chevron World Challenge boðsmótinu sem hann stendur fyrir og fer fram á Sherwood vellinum í Kaliforníu. Kóreumaðurinn KJ Choi er með forystu eftir fyrsta hring en Woods er í öðru sæti. 2.12.2011 10:15