Fleiri fréttir

Tiger hlær að eigin óförum

Kylfingurinn Tiger Woods kom ansi mörgum í opna skjöldu er hann ákvað að mæta í spjallþátt Jimmy Fallon. Fallon og kollegar hans hafa lítið annað gert síðustu 18 mánuði en gera grín að Tiger.

Gary Player efast um að Tiger Woods nái fyrri styrk

Gary Player frá Suður-Afríku er yfirleitt með sterkar skoðanir á hlutunum. Hinn 75 ára gamli kylfingur sem sigraði alls á 9 stórmótum á ferlinum er í miklum vafa um að Tiger Woods nái að bæta met Jack Nicklaus sem sigraði á 18 stórmótum á sínum ferli.

Watney fagnaði sigri á heimsmótinu á Doral vellinum

Nick Watney sigraði á heimsmótinu í golfi sem lauk á Doral vellinum í Miami í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 29 ára gamli bandaríski kylfingur sigrar á heimsmótaröðinni. Hann hefur hægt og bítandi skipað sér í hóp bestu kylfinga heims en hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Watney lék samtals á 16 höggum undir pari var tveimur höggum betri en Dustin Johnson.

Tiger minnti á sig með góðum hring

Tiger Woods sýndi í dag að hann kann ennþá sitthvað fyrir sér á golfíþróttinni þrátt fyrir að gengi hans að undanförnu hafi ekki verið upp á marga fiska. Hann lauk keppni á Cadillac mótinu á Heimsmótaröðinni með að leika á 66 höggum eða sex höggum undir pari Blue Monster vallarins í Flórída.

100 metra langt upphafshögg frá Woods vakti mikla athygli

Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu.

Fáir áhorfendur fylgdust með efstu kylfingum heimslistans

Það gerist ekki oft að þrír efstu kylfingar heimslistans keppi á sama atvinnumótinu í golfi og það er enn sjaldgæfara að þeir leiki saman í ráshóp. Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans.

Bestu kylfingar heims verða saman í ráshóp í Miami

Forráðamenn PGA mótaraðarinnar í golfi hafa á undanförnum árum forðast það að setja bestu kylfinga heims saman í ráshópa á fyrstu tveimur keppnisdögunum á bandarísku mótaröðinni. Á þessu tímabili hefur PGA breytt um áherslur og spilað út "öllum sínum trompum“ á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Á heimsmótinu sem hefst á fimmtudaginn í Miami verður gengið enn lengra þar sem að sex efstu kylfingar heimslistans verða saman í tveimur ráshópum.

Þekktir kappar vilja hanna ÓL golfvöllinn í Brasilíu

Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL.

Sabbatini sigraði með nýja svarta kúrekahattinn

Rory Sabbatini sigraði á Honda Classic meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af bandarísku PGA atvinnumótaröðinni. Hinn 34 ára gamli Sabbatini var með fimm högg í forskot fyrir lokadaginn en hann var einu höggi betri en YE Yang frá Suður-Kóreu. Sabbatini var samtals á 9 höggum undir pari.

Sjá næstu 50 fréttir