Fleiri fréttir

Stjarnan endaði taphrinuna með sigri á botnliði ÍR

Stjörnumenn unnu langþráðan sigur þegar þeir unnu ÍR-inga með 13 stigum í Garðabænum í kvöld, 89-76. Stjarnan var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar en það var ljóst frá byrjun þessa leiks að lærisveinar Teits Örlygssonar ætluðu að breyta því í kvöld.

Logi og félagar unnu meistarana á útivelli

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu 97-92 útisigur á meisturum Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í dag og enduðu um leið tveggja leikja taphrinu sína. Logi átti flottan leik og var næststigahæsti maður vallarsins með 24 stig.

Þjálfari Phoenix Suns bannar Steve Nash að spila

Alvin Gentry, þjálfari Phoenix Suns, veit vel að Steve Nash vill spila með liðinu þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli í nára. Gentry hefur samt látið stjörnuleikmann sinn hvíla í síðustu tveimur leikjum sem hafa báðir tapast.

NBA: Memphis vann Miami og San Antonio búið að vinna tíu í röð

Miami Heat tapaði fimmta leiknum sínum á tímbilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið heimsótti Memphis Grizzlies. Oklahoma City Thunder vann hinsvegar aftur án Kevin Durant, San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og Utah Jazz kom í sjötta sinn til baka í fjórða leikhluta á tímabilinu.

Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í vetur

Kvennalið Fjölnis vann langþráðan sigur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 60-57. Fjölnir hafði tapaði sjö fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Hamarskonur halda sigurgöngu sinni áfram

Hamar vann 18 stiga sigur á Snæfelli, 72-54, í Stykkishólmi í dag og hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs Hamars í efstu deild þar sem liðið er taplaust eftir átta umferðir.

Hauki og félögum tókst ekki að vinna í Madison Square Garden

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland urðu í 4. sæti á 2K Sports Classic hraðmótinu í New York en því lauk í nótt. Maryland tapaði 76-80 fyrir Illinois í leiknum um þriðja sætið efrir að hafa tapað fyrir Pittsburgh í undanúrslitunum. Pittsburgh vann síðan mótið.

Helena með 18 stig á 29 mínútum í öruggum sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en liðið vann öruggan 82-59 sigur á UTSA í nótt. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem TCU nær að vinna þrjá fyrstu leiki tímabilsins undir stjórn þjálfarans Jeff Mittie.

NBA: Oklahoma vann í Boston án Kevin Durant

Oklahoma City Thunder liðið er allt að koma til eftir erfiða byrjun og í nótt vann liðið 89-84 sigur á Boston í Boston í NBA-deildinni í körfubolta. San Antonio Spurs vann sinn níunda leik í röð og er með besta sigurhlutfallið í deildinni ásamt New Orleans Hornets sem hefur líka unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum. Miami og Lakers unnu líka sína leiki í nótt.

NBA: Phoenix átti aldrei möguleika gegn Orlando án Nash

Orlando Magic vann öruggan 105-89 sigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Phoenix-liðið var ekki mikil mótspyrna fyrir Dwight Howard og félaga enda án leikstjórnanda síns Steve Nash sem er meiddur á nára.

Oden meiddur á ný - sorgarsagan endurtekur sig í Portland

Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007.

NBA: Miami, Lakers og Boston unnu öll örugga sigra í nótt

Miami Heat, Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu öll leiki sína örugglega í NBA-deildinni í nótt, New Orleans vann Dallas, San Antonio Spurs vann sinn áttunda leik í röð og New York Knicks endaði sex leikja taphrinu.

Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu

Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar.

NBA: Lakers aftur á sigurbraut en New York tapar og tapar

Los Angeles Lakers endaði tveggja leikja taphrinu sína með því að vinna útisigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks tapaði sínum sjötta leik í röð en Chicago Bulls er að sama skapi búið að vinna fjóra síðustu leiki sína.

Ein af fimm bestu hjá ESPN

Helena Sverrisdóttir var á dögunum valin ein af fimm bestu litlu framherjunum í bandaríska háskólakörfuboltanum af bandaríska fjölmiðla­risanum ESPN.

Hlynur og Jakob höfðu betur

Sundsvall vann í kvöld sigur á Solna í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 95-74.

Hlynur með yfirburða forystu í fráköstum í sænsku deildinni

Hlynur Bæringsson hefur tekið 14 fráköst að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum með Sundsvall Dragons. Hann er langefstur í fráköstum í sænsku úrvalsdeildinni en Hlynur er að taka tæplega fjögur fleiri fráköst að meðaltali í leik en næsti maður.

Haukur og félagar á góðu skriði - myndband

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en Haukur er að stíga sín fyrstu spor með þessum virta körfuboltaskóla. Haukur spilaði í 16 mínútur í síðasta leik þegar Maryland vann öruggan 89-59 sigur á Maine-skólanum.

NBA: Dallas fyrsta liðið til að vinna New Orleans

Sigurganga New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta endaði í nótt þegar liðið tapaði 98-95 í Dallas en Chris Paul og félagar höfðu unnið átta fyrstu leiki sína á tímabilinu.

KR skoraði 143 stig fyrir vestan - Grindavík vann Stjörnuna

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR fór mikinn á Ísafirði og skoraði 143 stig gegn KFÍ og þá vann Grindavík góðan heimasigur á Stjörnunni. Þá unnu Fjölnismenn góðan sigur í Njarðvík, 97-73.

Jón Arnór með svakalegan þrist á úrslitastundu - myndband

Jón Arnór Stefánsson átti mjög góðan leik með CG Granada um helgina þegar liðið vann 73-72 sigur á Cajasol í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Jón Arnór var með 15 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst á aðeins 23 mínútum í þessum mikilvæga sigri.

Magnús á leiðinni heim til að spila með Njarðvík

Magnús Þór Gunnarsson er á leiðinni heim og ætlar að spila með Njarðvík í Iceland Express deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkufrétta en á karfan.is er talið líklegt að Magnús verði með Njarðvík á móti Keflavík þegar liðin mætast næsta mánudag.

NBA: Lakers tapaði fyrsta heimaleiknum - sjö í röð hjá Spurs

Phoenix Suns skoraði 22 þriggja stiga körfur og varð fyrsta liðið til þess að vinna NBA-meistara Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio Spurs vann jafnframt sinn sjöunda leik í röð með útisigri í Oklahoma City.

Nonni Mæju: Þeir brotnuðu hægt og rólega

„Við töluðum saman í hálfleik og ákváðum í sameiningu að rífa okkur upp," sagði Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, eftir að Snæfell sótti bæði stigin til ÍR í kvöld.

Nelson tryggði Orlando sigur

Jameer Nelson tryggði Orlando Magic sigur gegn New Jersey Nets í NBA deildinni í körfuknattleik. Leikstjórnandinn skoraði 4 sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir að Orlando tapaði sínum þriðja leik í röð. Lokatölur 91-90.

Enn og aftur kom Utah til baka og vann

Gott gengi Utah Jazz í NBA-deildinni hélt áfram í nótt er liðið vann sinn fjórða leik í röð. Að þessu sinni lagði liðið Atlanta Hawks.

Guðmundur: Erum alltof sveiflukenndir

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel, vörnin var að halda og þeir skoruðu bara 2 stig fyrstu fimm mínúturnar og munurinn er aðeins fimm stig. Síðan hrökk þetta í baklás hjá okkur," sagði Guðmundur Jónsson leikmaður Njarðvíkur eftir 92-69 tap gegn KR í DHL höllinni.

Pavel: Ætlum að gera þetta að sterkasta heimavellinum

„Það er mjög gott að vera kominn aftur á sigurbraut og vonandi að við höldum því áfram, við höfum unnið tvo leiki og tapað einum og ef við ætlum að vera besta liðið í deildinni þurfum við að komast á skrið og hætta að tapa," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR sem átti stóran þátt í 92-69 sigri KR á Njarðvík í DHL höllinni í kvöld.

KR vann öruggan sigur á Njarðvík í DHL-höllinni

KR-ingar unnu öruggan 23 stiga sigur á Njarðvíkingum í DHL höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld, 92-69. Sigur KR-liðsins var afar öruggur að þótt Njarðvíkingar hefðu ekki verið langt frá fram í síðasta leikhluta. KR-ingar fóru upp í þriðja sætið í deildinni með þessum sigri en Njarðvíkingar eru hinsvegar í því tíunda.

Friðrik tryggði Tindastól fyrsta sigurinn

Tindastóll vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild karla á tímabilinu þegar liðið vann 89-88 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Friðrik Hreinsson skoraði sigurkörfuna 3,2 sekúndum fyrir leikslok.

Logi tók til sinna ráða - skoraði 24 stig í sigri

Logi Gunnarsson átti stórleik og var með 24 stig þegar Solna Vikings vann sjö stiga sigur á Örebro Basket, 85-78, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson töpuðu á heimavelli með liði sínu Sundsvall Dragons.

Pavel í viðtali á KR-síðunni: Evrópskir bakverðir troða ekki

Pavel Ermolinski, leikstjórnandi KR, er í viðtali á heimasíðu KR en KR-ingar taka á móti Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld í 6. umferð Iceland Express deildar karla. Pavel fer meðal annars yfir það í viðtalinu að hann er ekki ánægður með frammistöðu liðsins til þess á tímabilinu.

Lamdi leikmenn með lyftingabelti

Sérstakt mál hefur komið upp í Bandaríkjunum þar sem þrír leikmenn körfuboltaliðs í menntaskóla hafa kært þjálfarann sinn fyrir ofbeldisfulla hegðun.

Boston með gott tak á Miami

Stjörnulið Miami Heat mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Boston Celtics í nótt. Þetta var annað tap Miami í vetur fyrir Celtics en liðin mættust einnig í fyrstu umferð.

Pétur: Erum að vinna okkur inn í mótið

„Þetta var mjög góður sigur hjá okkur og við erum að vinna okkur hægt og rólega inn í mótið,“ sagði Pétur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Keflavík vann Fjölni 104-96 í 6.umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvoginum.

Sjá næstu 50 fréttir