Fleiri fréttir

NBA: Lakers rétti úr kútnum

Los Angeles Lakers vann Houston Rockets á útivelli í nótt 109-101. Liðið rétti því úr kútnum eftir að hafa tapað stórt í fyrrinótt gegn Oklahoma.

Sigrún: Vörnin og liðsheildin skiluðu þessum sigri

Sigrún Ámundadóttir lék vel fyrir Hamarsliðið í kvöld í 92-79 sigri á hennar gömlu félögum í KR-liðinu í fyrsta úrslitaleik KR og Hamars um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Ágúst: Við erum með marga leikmenn sem geta skorað

Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var að sjálfsögðu ánægður með öruggan þrettán stiga sigur á heimavelli deildarmeistaranna í KR í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í kvöld.

Kristrún: KR kemur ekki aftur svona í næsta leik

Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik í DHL-höllinni í kvöld þegar Hamar vann 92-79 sigur á KR í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Fannar Freyr: Við spiluðum mjög illa

„Það er alltaf ömurlegt að tapa en við mættum bara ekki nógu vel tilbúnir í kvöld. Við spiluðum mjög ílla, klikkuðum á alltof mikið af skotum, vörnin var ekki nægilega góð," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland-Express deildarinnar.

Jóhann Árni: Allir lögðu í púkkið

„Þetta var mjög erfiður leikur. Við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu, lögðum okkur alla fram og sigruðum eins og við ætluðum okkur að gera. Stjarnan er með hörkulið, við erum með hörkulið eins og öll liðin sem eru í úrslitakeppninni," sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Njarðvík, eftir sigur gegn Stjörnunni í fyrsta einvígi liðanna í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta.

Teitur: Okkur langar ekkert í sumarfrí

Við erum að sjálfsögðu ekki sáttir með að missa boltann 28 sinnum á heimavelli. Þetta var eiginlega bara gjöf að vissu leyti," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir ósigur gegn Njarðvík, 64-76, fyrstu rimmu liðanna í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta.

Ingi Þór: Þetta var rándýrt

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var algjörlega búinn á því eftir ótrúlegan sigur hans liðs á Grindavík í Röstinni í kvöld.

Umfjöllun: Snæfell vann í Röstinni

Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni.

Hamar vann deildarmeistara KR örugglega í DHL-höllinni

Hamar vann þrettán stiga sigur á deildarmeisturum KR, 92-79, í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en spilaði var í DHl-höllinni, heimavelli KR. Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik með Hamar, skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar.

Njarðvíkingar unnu tólf stiga sigur í Garðabænum

Njarðvíkingar sigruðu Stjörnumenn í kvöld, 64-76, í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta. Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og eru nú komnir 1-0 yfir í rimmu liðanna.

Fimmtu lokaúrslitin í röð hjá Margréti Köru og Sigrúnu

KR og Hamar spila í kvöld fyrsta leikinn sinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfuboltanum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHl-höll þeirra KR-inga en tveir leikmenn þekkja fátt annað en að vera í þessari stöðu á vorin.

Ingi Þór: Ætlum okkur alla leið

„Leikirnir við Grindavík hafa verið skemmtilegir í vetur. Þeir unnu báða deildarleikina en við unnum leikinn sem skipti máli, bikarúrslitaleikinn," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, en hann mætir alls óhræddur í rimmuna við Grindavík í kvöld.

Friðrik: Vantar meiri töffaraskap í okkur

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, bíður spenntur eftir því að fá Snæfell í heimsókn í kvöld þó svo hann hefði kosið annan andstæðing í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

KR-ingar brutu af sér ÍR-álögin - myndir

KR-ingar eru í fyrsta sinn í sögu sinni í úrslitakeppninni komnir 1-0 yfir í einvígi á móti nágrönnum sínum úr Seljahverfinu. Leikur 2 er í Seljaskólanum á sunnudaginn.

KR-ingar ósáttir við Stjörnumenn

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki par sáttur við kollega sína hjá Stjörnunni. Þeir kærðu KR-inginn Tommy Johnson eftir leik liðanna á dögunum og sú kæra varð þess valdandi að Tommy fór í eins leiks bann.

Pavel: Átti von á meiri slagsmálum

Pavel Ermolinskij hefur á skömmum tíma smollið afar vel inn í lið Íslandsmeistara KR. Hann á hvern stórleikinn á fætur öðrum og hann stígur vart inn á völlinn án þess að ná þrefaldri tvennu. Hann gerði það enn og aftur gegn ÍR í kvöld.

Hreggviður: Við vorum latir

„Það sem vantaði upp hjá okkur var varnarleikurinn og svo vorum við latir að hlaupa til baka. Þeir refsuðu okkur strax í öðrum leikhluta en fyrsti leikhlutinn gekk vel hjá okkur. Við mættum ferskir til leiks en andleysið kom upp í öðrum leikhluta," sagði ÍR-ingurinn Hreggviður Magnússon eftir tapið gegn KR í kvöld.

Ekkert gekk hjá Jakobi og Sundsvall tapaði leik tvö

Jakob Örn Sigurðarson hitti á afleitan dag í kvöld þegar Sundsvall Dragons tapaði með 21 stigi fyrir Uppsala Basket, 82-61, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Uppsala.

NBA: Lakers vann San Antonio

Los Angeles Lakers vann San Antonio Spurs 92-83 í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers.

NBA: Knicks skellti Denver

NY Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði Denver Nuggets af velli í NBA-deildinni í nótt. Leikurinn snérist upp í einvígi Carmelo Anthony og Danilo Gallinari.

Hamarskonur í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins

Hamarskonur tryggði sér sæti í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna eftir 93-81 sigur á Keflavík í hreinum úrslitaleik liðanna í Hveragerði en þetta var fimmti leikur liðanna í undanúrslitum. Keflavík var 2-1 yfir í einvíginu en Hamar tryggði sér sigur með sigur í tveimur síðustu leikjunum.

Hamar og Keflavík mætast í tíunda sinn í vetur - oddaleikur í kvöld

Hamar og Keflavík mætast klukkan 19.15 í kvöld í Hveragerði í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Hamar tryggði sér oddaleik á heimavelli með 91-48 sigri í Keflavík í síðasta leik en Keflavík hafði þá unnið tvo leiki í röð. Sigurvegari kvöldsins mætir KR í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

Brynjar og Friðrik valdir bestir

KKÍ tilkynnti eftir hádegið hvaða leikmenn hefðu hlotið verðlaun fyrir seinni hlutann í Iceland Express-deild karla.

Hafþór Ingi skoraði körfu af 25 metra færi - myndband

Borgnesingurinn Hafþór Ingi Gunnarsson hefur skorað nokkrar magnaðar körfur á ferlinum en sú sem hann skoraði í fyrsta leik Skallagríms á móti Val í úrslitakeppni 1. deildar karla slær væntanlega þeim öllum við.

Haukar tryggðu sér oddaleik í úrslitakeppni 1. deildar

Haukar unnu 89-73 sigur á Þór Þorlákshöfn í Þorlákshöfn í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta í kvöld og tryggðu sér þar með oddaleik á heimavelli sínum á Ásvöllum. Þór vann fyrsta leikinn með einu stigi í Hafnarfirði.

Paul gæti spilað í nótt

Stuðningsmenn New Orleans Hornets geta farið að taka gleði sína á ný því Chris Paul verður mættur á völlinn með liðinu von bráðar.

NBA: Varnarsigur hjá sóknarliði Phoenix

Hið frábæra sóknarlið Phoenix Suns vann Portland í nótt í miklum varnarleik. Suns var aðeins með 39 prósent skotnýtingu í leiknum en spilaði frábæra vörn þannig að Portland var aðeins með 36 prósent nýtingu.

Hamarsstúlkur fóru létt með Keflavík

Keflavíkurstúlkur voru rassskeltar af Hamarsstúlkum er liðin mættust í Toyota höllinni í kvöld. Hamar sigraði sannfærandi 48-91 og er nú ljóst að spilaður verður hreinn og beinn úrslitaleikur um hvort liðið fer í úrslitaleikinn og mætir KR.

Sjá næstu 50 fréttir