Fleiri fréttir

Ágúst: Við þurfum að laga varnarleikinn hjá okkur

Hamarskonur eru komnar upp að vegg eftiir 101-103 tap fyrir Keflavík á heimavelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna sem fram fór í Hveragerði. Keflavík er þar með 2-1 yfir og kemst í lokaúrslitin með næsta sigri.

IE-deild kvenna: KR komið í úrslit

Deildarmeistarar KR tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna með dramatískum sigri á Haukum, 63-61. KR vann einvígi liðanna 3-0.

Komast KR-konur í úrslit í kvöld?

Tveir leikir fara fram í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í kvöld. KR tekur á móti Haukum og getur með sigri komist í úrslitaeinvígi deildarinnar.

NBA: Denver og Orlando unnu

Orlando vann útisigur gegn Miami í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Vince Carter var stigahæstur hjá Orlando sem vann 108-102. Carter skorað 27 stig.

ÍR í úrslitakeppnina - Myndasyrpa

ÍR gerði sér lítið fyrir í gær og nældi í sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með því að leggja Grindavík í Seljaskóla.

Umfjöllun: Jarvis skaut ÍR í úrslitakeppnina

Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta.

Hreggviður: Þetta var verðskuldaður sigur

„Þetta var öflugur og verskuldaður sigur hér í kvöld. Við vorum grimmari og börðumst eins og ljón. Dómararnir leyfðu okkur að spila og voru ekki að dæma mikið af villum, það fór frekar í hausinn á þeim en okkur í kvöld," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður ÍR, eftir 91-89 sigur á Grindvíkingum í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta.

Brynjar: Gott að klára þetta á okkar forsendum

Brynjar Þór Björnsson lék vel með KR í Stykkishólmi í kvöld og átti mikinn þátt í 90-86 sigri liðsins sem tryggði KR deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út úrslitakeppnina.

Ingi Þór: Þeir fengu að taka alltof mikið að fráköstum

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þurfti að sætta sig við 90-86 tap fyrir KR í lokaumferð Iceland Express deildar karla en tapið þýðir að liðið endaði í sjötta sæti og byrjar úrslitakeppnina á útivelli á móti Grindavík.

KR deildarmeistari í körfubolta

KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla með sigri á Snæfelli í æsilegum leik í Stykkishólmi. KR og Grindavík börðust um sigurinn í deildinni en Grindavík tapaði í Seljaskóla og KR hefði því mátt tapa en hefði samt unnið deildina.

Úrslitin ráðast í Iceland Express deild karla í kvöld

Rúnar Birgir Gíslason fréttastjóri Karfan.is, hefur lagst yfir stöðutöfluna og úrslit vetrarins í Iceland Express deildar karla. Hann hefur í framhaldinu farið ítarlega yfir möguleika röð liðanna í lokaumferð deildarinnar sem fram fer í kvöld.

Michael Jordan orðinn eigandi Charlotte Bobcats

Michael Jordan, besti körfuboltamaður allra tíma, er orðinn aðaleigandi Charlotte Bobcats í NBA-deildinni. Hann hefur keypt Bobcats af Bob Johnson sem hefur tapað miklu á félaginu.

NBA: Cleveland tryggði sér toppsætið

LeBron James skoraði 32 stig í sigri Cleveland Cavaliers á Indiana Pacers í nótt 99-94. Með þessum sigri tryggði Cleveland sér sigur í Miðdeild NBA-deildarinnar annað árið í röð.

KR lagði Hauka - Myndasyrpa

KR-konur eru í vænlegri stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Iceland Express-deild kvenna eftir sigur í kvöld.

Henning: Þær náðu aftur að ýta okkur út úr okkar sóknarleik

"Það vantaði bara herslumuninn hjá okkur í kvöld," sagði Henning Henningsson, þjálfari Hauka eftir 75-79 tap á móti KR í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. KR er þar með komið í 2-0 í einvíginu og vantar bara einn sigur til þess að komast í lokaúrslitin.

Hildur Sigurðardóttir: Þetta er alveg úrvalsstaða

Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, var kát eftir baráttusigur á móti Haukum undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. KR vann 79-75 og vantar nú aðeins einn sigur til þess að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum.

Stoppa KR-konur Heather Ezell og Kiki Lund aftur í kvöld?

Annar leikur deildarmeistara KR og bikarmeistara Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna fer fram á Ásvöllum klukkan 19.15 í kvöld. KR er 1-0 yfir en það lið kemst í lokaúrslitin sem fyrr vinnur þrjá leiki.

Formaður KKÍ: Þyrla er of mikið 2007

Annað kvöld er lokaumferð Iceland Express-deildar karla. KR og Grindavík eiga bæði möguleika á því að verða deildarmeistari. KR leikur gegn Snæfelli í Stykkishólmi og Grindavík gegn ÍR í Seljaskóla.

NBA: Átta leikir fóru fram í nótt

LeBron James var með þrefalda tvennu fyrir Cleveland Cavaliers sem vann Detroit Pistons 113-101 á útivelli í nótt. James var með 29 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar.

Arenas átti hátt í 500 byssur

Þó svo Gilbert Arenas, leikmaður Washington Wizards, skaði sjálfan sig í nánast hvert einasta skipti sem hann opnar munninn er hann samt langt frá því að hætta að tjá sig.

TCU valið í úrslitakeppnina

Helena Sverrisdóttir verður í eldlínunni með TCU í úrslitakeppni bandarísku háskóladeildarinnar þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið sér inn sæti með beinum hætti.

NBA: Naumur sigur Lakers á Golden State

Los Angeles Lakers vann sigur á Golden State Warriors 124-121 í NBA-deildinni í nótt. Með góðri rispu í lokin ógnaði Golden State en komst ekki alla leið og Lakers hrósaði sigri.

Arenas fullur iðrunar

Byssubrandurinn Gilbert Arenas er fullur iðrunar þessa dagana og segist eiga það skilið að sér verði refsað fyrir hegðun sína.

Guðjón Skúlason: Ætlum okkur alla leið

„Fyrri hálfleikurinn sýndi okkur hvað við áttum ekki að gera og við löguðum það sem betur fer í seinni hálfleik," sagði sigurreifur þjálfari Keflavíkur, Guðjón Skúlason, eftir leikinn gegn KR í kvöld.

Brynjar Þór: Köstuðum þessu frá okkur

„Ég veit ekki almennilega hvað gerðist hjá okkur í síðari hálfleik en þá fóru Keflvíkingar að hitta svakalega vel," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þar sem KR var tekið í bólinu í síðari hálfleik.

Umfjöllun: Keflavík eyðilagði teitið hjá KR

Keflvíkingar sýndu frábæran körfubolta í síðari hálfleik gegn KR og lönduðu glæsilegum sigri, 92-100. KR hefði orðið deildarmeistari með sigri en Keflvíkingar höfðu greinilega engan áhuga á að horfa á KR fagna í leikslok og ákváðu því að eyðilegga teitið.

Tryggir KR sér efsta sætið í kvöld?

Næstsíðasta umferð Iceland Express-deildar karla heldur áfram í kvöld en þá verða þrír leikir á dagskrá. Stórleikur kvöldsins er viðureign KR og Keflavíkur í DHL-höllinni.

NBA: Cleveland vann Boston

LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem vann Boston Celtics 104-93 í NBA-deildinni í nótt. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 20 stig.

Unnur Tara: Einn af okkar bestu leikjum

„Ég er bara sátt með sigurinn, skiptir ekki máli hvernig ég spila. Það er aðal málið að við spilum vel saman og sigrum leikina," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, en hún átti frábæran leik í kvöld með 24 stig fyrir KR-liðið.

Henning: Ég hlýt að taka þetta á mig

„Körfubolti byrjar á fyrstu mínútu en ekki á elleftu eða tólftu mínútu. Ef við mætum ekki tilbúnar frá fyrstu minútu þá verðum við bara étnar, það er bara þannig," sagði Henning Henningson, þjálfari Hauka, eftir 78-47 tap gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express kvenna í körfubolta.

Umfjöllun: KR-stúlkur unnu Hauka sannfærandi í fyrsta leik

KR sigraði Hauka sannfærandi, 78-47, í fyrsta einvígi liðanna í undanúrslitum Iceland-Express deildar kvenna í körfubolta. Haukarnir sáust ekki fyrstu tvo leikhlutana en unnu sig svo inn í leikinn en það reyndist ekki nóg og sigurinn heimastúlkna.

Snæfell skoraði 96 stig í Ljónagryfjunni og vann örugglega

Snæfellingar unnu 26 stiga sigur á Njarðvík, 96-70, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Iceland Express deild karla í kvöld. Snæfellingar tóku völdin strax í byrjun leiks og voru komnir með 57 stig og 18 stiga forskot í hálfleik, 57-39.

Sjá næstu 50 fréttir