Fleiri fréttir

IE-deild karla: Stjarnan sótti sigur á Krókinn

Einn leikur fór fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem Stjarnan vann 68-70 á Tindastóli en staðan var 31-35 gestunum í Stjörnunni í vil í hálfleik.

Kobe Bryant með Lakers í nótt og í beinni á NBATV

Kobe Bryant æfði með Los Angeles Lakers í gær og verður samkvæmt heimildum Los Angeles Times með Lakers-liðinu á móti Golden State Warriors. Kobe missti af síðustu þremur leikjum sem og stjörnuleiknum vegna ökklameiðsla.

Ólafur tróð með tilþrifum í Röstinni í gær - myndband

Körfuboltavefurinn Karfan.is hefur vakið athygli á frábærum tilþrifum Ólafs Ólafssonar í sigurleik á Breiðabliki í gærkvöldi. Ólafur átti þá eina flottustu troðslu tímabilsins þegar hann skilaði sóknafrákasti í körfunni að hætti þeirra bestu í NBA-deildinni.

Shaq ánægður í Cleveland: Skemmtilegsta liðið sem ég hef verið í

Shaquille O’Neal er að finna sig vel í skugga LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta. Miðherjinn með stóra skrokkinn og stóra brosið gæti verið á leiðinni að vinna NBA-titilinn með sínu þriðja liði ef Cleveland heldur áfram að spila jafnvel og liðið hefur gert að undanförnu.

Michael Jefferson á enn eftir að vera í sigurliði í deildinni

ÍR-ingurinn Michael Jefferson hefur ekki reynst ÍR-ingum eins mikill happafengur og menn vonuðust örugglega eftir þar á bæ. ÍR-liðið hefur tapað öllum sex deildarleikjum sínum síðan að hann kom til liðsins eftir að hafa unnið 5 af 11 leikjum sínum fyrir komu hans.

Enginn leikur á Króknum í kvöld - slæm veðurspá

Mótanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik Tindastóls og Stjörnunnar í Iceland Express-deild karla í kvöld eftir að hafa ráðlagt sig við Lögregluna og Vegagerðina

Pavel búinn að hækka sig í öllu þrjá leiki í röð

Pavel Ermolinskij var með glæsilega þrennu í 80-75 sigri KR á Fjölni í Iceland Express deild karla í gærkvöldi og hefur þar með hækkað í sig fimm helstu tölfræðiþáttunum í hverjum leik sínum með KR.

Helena fann sig vel í bleika búningnum

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU unnu flottan 78-59 sigur á Wyoming í bandaríska háskólakörfuboltanum um helgina. Helena átti mjög góðan dag og væri bæði stigahæst og stoðsendingahæst í liðinu þrátt fyrir að spila bara í 28 mínútur.

Austrið vann nauman sigur og Dwyane Wade var valinn bestur

Lið Austurdeildarinnar vann 141-139 sigur á Vesturdeildinni í spennandi og skemmtilegum Stjörnuleik NBA-deildarinnar í Dallas í nótt en þetta var fyrsti körfuboltaleikur sögunnar sem fær meira en hundrað þúsund áhorfendur.

Arnþór: Áttum að klára leikinn

„Við héldum einbeitingunni í dag ekki nema í þrjátíu og átta mínútur og það dugði ekki í dag. En við erum búnir að vera spila vel upp á síðkastið og það er jákvætt," sagði Arnþór Freyr Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, eftir sárt tap á móti KR í kvöld.

Ungu pungarnir verða að átta sig á það þarf að klára leikina

„Fjölnir mætti hingað í kvöld fullir af krafti, ungir og sprækir en þeir byrjuðu kannski að fagna aðeins of snemma. Ungu pungarnir verða átta sig á því að það verður að klára leikina en ekki byrja rífa kjaft áður en þetta er búið," sagði Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, eftir baráttusigur, 80-75, gegn Fjölni í kvöld.

Umfjöllun: Meistararnir of sterkir fyrir Fjölni í lokin

Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75.

IE-deild karla: KR stöðvaði Fjölni

Fjölnismenn hafa flogið hátt í Iceland Express-deild karla. Lagt Njarðvík, Grindavík og Snæfell af velli. Sigurganga þeirra var síðan stöðvuð í kvöld er þeir mættu Íslandsmeisturum KR vestur í bæ.

Cleveland á eftir Stoudemire

Cleveland Cavaliers er á meðal þeirra félaga sem reyna að fá stjörnuleikmanninn Amare Stoudemire í sínar raðir þessa dagana.

IE-deild kvenna: KR sótti sigur í Keflavík

Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í dag. Deildarmeistarar KR voru ekkert á þvíað gefa eftir þó svo titillinn sé þeirra því KR sótti flottan sigur til Keflavíkur í dag.

Önnur þáttaröð af áskorendakeppni Shaquille O'Neal

Sjónvarpsstöðin ABC hefur ákveðið að gera aðra þátttaröð með körfuboltamanninum Shaquille O'Neal en þættirnir sem heita "Shaq Vs." sýna NBA-tröllið skora á fræga íþróttamenn í þeirra íþróttagrein.

KFÍ komið með annan fótinn í Iceland Express deildina

KFÍ steig stórt skref í átt að úrvalsdeildarsæti eftir 77-76 sigur á Skallagrími í Borgarnesi í 1. deild karla kvöld. Ísfirðingar þurfa núna bara að vinna einn af síðustu þremur leikjum sínum til þess að tryggja sér sæti í Iceland Express deildinni.

Hóf vikuna með KR en endar hana með Haukum í kvöld

Semaj Inge fór ekki langt þegar KR-ingar ráku hann á miðvikudagskvöldið því þessi bandaríski bakvörður hefur gert samning við 1.deildarlið Hauka og ætlar að reyna að hjálpa Hafnarfjarðarliðinu að komast upp í Iceland Express deildina.

Ingi Þór: Vorum bara ekki tilbúnir að mæta baráttunni hjá þeim

„Við vorum bara hræðilega lélegir. Leikurinn var spilaður mjög fast og fékk að fljóta þannig og við létum þá bara lemja okkur niður. Við vorum bara ekki tilbúnir að mæta baráttunni hjá þeim í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir 69-64 tap liðs síns gegn Fjölni í Iceland Express deild karla í kvöld en þetta var fyrsta tap Snæfells á árinu 2010.

Bárður: Hlýtur bara að vera eitthvað í okkur spunnið

„Við vorum góðir í kvöld. Varnarleikurinn hjá okkur var mjög massívur og við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir að mæta þeim og mér fannst okkur takast vel upp með að stoppa þeirra hættulegustu menn,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, eftir 69-64 sigur liðs síns gegn Snæfelli í Iceland Express-deild karla í körfubolta í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld.

Nýliðar Fjölnis fyrstir til að vinna Snæfell á árinu 2010

Nýliðar Fjölnis fylgdu eftir sigrum á Grindavík og Njarðvík á undanförnum vikum með því að vinna fimm stiga sigur á Snæfelli, 69-64, í Grafarvogi í kvöld. Fjölnismenn urðu þar með fyrstir til að vinna Hólmara á árinu 2010.

Stjarnan og Keflavík minnkuðu forskot KR á toppnum

Stjarnan og Keflavík minnkuðu bæði forskot KR í tvö stig á toppi Iceland Express deildar karla í körfubolta eftir heimasigri í kvöld. Stjarnan vann 80-71 sigur á ÍR en Keflavík burstaði botnlið FSu með 40 stigum, 136-96.

Jakob með átján stig í öruggum heimasigri Sundsvall

Sundsvall Dragons komst aftur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld með 24 stiga heimasigri á næstneðsta liði deildarinnar, 08 Stockholm. Jakob skoraði 18 stig í leiknum og var annar stigahæsti leikmaður liðsins.

NBA: Lakers sjóðheitt án Kobe

LA Lakers virðist kunna ágætlega að spila án Kobe Bryant því liðið vann í nótt sinn þriðja leik í röð án stjörnunnar sinnar. Að þessu sinni gegn heitasta liði Vesturdeildarinnar, Utah Jazz.

KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri

KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með 23 stiga sigri á Grindavík, 68-45, í DHL-Höllinni í kvöld. Grindavík var í 2. sæti deildarinnar fyrir leikinn en nú tíu stigum á eftrir KR þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum.

NBA: Denver fór illa með Dallas

Það var mikið um að vera í NBA-deildinni í nótt en þá voru alls spilaðir 11 leikir. Dallas fór af Vesturströndinni í heimsókn til Denver.

Skrautleg byrjun Sundsvall í tapi á móti Gothia í kvöld

Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Solna töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Gothia en Solna mátti þola naumt tveggja stiga tap á heimavelli á móti Boras.

NBA: Lakers lagði Spurs án Kobe

Gregg Popovich, þjálfari Spurs, sagði fyrir leikinn gegn Lakers í nótt að sigur myndi ekki hafa mikla þýðingu þar sem Lakers-liðið væri vængbrotið. Að sama skapi sagði hann að það yrði hrikalegt að tapa leiknum.

Umfjöllun: Brynjar með skotsýningu í sigri KR-inga á Njarðvík

KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur.

Páll Axel: Spiluðum ekki vel en það komu góðir kaflar

Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í Grindavíkurliðinu sem vann ÍR í kvöld og komst þar með í úrslitaleik Subway-bikarsins. Leikurinn endaði 91-78 en ÍR-ingar voru vel inni í leiknum og munurinn var fjögur stig fyrir síðasta leiklutann.

Grindvíkingar komnir í Höllina eftir sigur á ÍR

Grindvíkingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni eftir 91-78 sigur í undanúrslitaleik Subwaybikars karla í Röstinni í Grindavík í kvöld. Grindavík var með forustuna allan leikinn en ÍR-ingar voru búnir að minnka muninn í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann.

Njarðvíkingar búnir að tapa fjórum í röð - frábær fjórði leikhluti hjá KR

KR-ingar með Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi unnu tólf stiga sigur á Njarðvík, 89-77, í Iceland Express deild karla í DHL-Höllinni í kvöld. Njarðvíkingar hafa því tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar. Eftir miklar sveiflur og jafna stöðu fyrir lokaleikhlutan fóru KR-ingar illa með Njarðvíkurliðið í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 19-7.

Er þetta ennþá höllin hans Nick Bradford?

Það eru örugglega fáir búnir að gleyma frammistöðu Nick Braford með Grindavík í DHL-Höll þeirra KR-inga á síðasta tímabili. Bradford fór á kostum í fjórum leikjum sínum í Frostaskjólinu og var með 36,3 stig að meðaltali í leikjunum.

Stórleikir í körfunni í kvöld

Það eru tveir leikir á dagskránni í körfuboltanum í kvöld og er óhætt að segja að þeir séu báðir af dýrari gerðinni.

Orlando vann enn einn sigurinn á Boston

Orlando Magic gerði sér lítið fyrir í nótt og vann sinn þriðja leik gegn Boston í vetur. Það gerði liðið þó svo Boston væri í fyrsta sinn í vetur með alla sína menn heila heilsu.

Sjá næstu 50 fréttir