Fleiri fréttir

NBA-deildin: Billups hafði betur gegn Bryant

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar 113-126 sigur Denver Nuggets á La Lakers í Staples Center en staðan var 64-59 heimamönnum í Lakers í vil í hálfleik.

IE-deild karla: Fjölnir skellti Njarðvík

Fjölnir fór heldur betur góða ferð til Njarðvíkur í kvöld því Grafarvogsbúar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni.

Stjörnumenn bæta við sig tveimur leikmönnum í körfunni

Stjörnumenn hafa fengið góðan liðstyrk fyrir lokasprettinn í körfunni því liðið hefur endurheimt bakvörðinn Ólaf Jónas Sigurðsson frá Danmörku og nælt sér í 206 serbneskan miðherja að auki. Þetta kom fram á karfan.is í dag.

Friðrik: Við lifðum á vörn í þessum leik

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með varnarleik sinna manna í 17 stiga sigri á toppliði KR í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld.

Brenton spurningamerki fyrir leikinn á móti KR í kvöld

Brenton Birmingham er tæpur fyrir stórleik Grindavíkur og KR í Iceland Express deild karla í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 í Röstinni í Grindavík. Samkvæmt frétt á heimasíðu Grindvíkinga þá er Brenton að glíma við meiðsli á læri eftir að hafa fengið högg framan á lærið í síðasta leik á móti Njarðvík.

NBA-deildin: Jackson sigursælasti þjálfari í sögu Lakers

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að Phil Jackson stýrði LA Lakers til 99-97 sigurs gegn Charlotte Bobcats í Staples Center en þetta var 534. sigur Lakers undir stjórn Jackson og er hann nú orðinn sigursælasti þjálfari í sögu félagsins.

Jóhann: Hver er í sínu horni og allar á einhverju egótrippi

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að liðið sitt hafi ekki unnið saman sem lið í fjórtán stiga tapi á móti Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík hafði unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni en náði ekki að framlengja sigurgönguna í kvöld.

Jón Halldór: Það er eintóm gleði hjá okkur

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var að sjálfsögðu ánægður eftir öruggan og sannfærandi sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavík náði mest 26 stiga forskoti og sjöundi sigurinn í sjö leikjum á árinu 2010 var aldrei í hættu.

Heldur sigurganga Keflavíkurstúlkna áfram í kvöld?

Heil umferð fer fram í Iceland Express deild í körfubolta í kvöld þegar önnur umferð A- og B-deildanna fer fram. Hamar og KR töpuðu í síðustu umferð og mætast í Hveragerði á sama tíma og tvö heitustu liðin, Keflavík og Grindavík, spila í Toyota-höllinni í Keflavík. Í B-deildinni mætast Valur-Njarðvík og Snæfell-Haukar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

NBA-deildin: Níundi sigurleikur Cleveland í röð

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem hæst bar 105-89 sigur Cleveland Cavaliers gegn LA Lakers-bönunum í Memphis Grizzlies en þetta var níundi sigurleikur Cleveland í röð.

Bryant: West hefur kennt mér ótrúlega mikið

NBA stórstjarnan Kobe Bryant náði þeim merka áfanga í nótt að verða stigahæsti leikmaður í sögu LA Lakers þegar hann skoraði 44 stig í 95-93 tapi Lakers gegn Memphis Grizzlies.

NBA-deildin: Bryant orðinn stigahæstur í sögu Lakers

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þar bar hæst að Memphis Grizzlies vann óvæntan 95-93 sigur á LA Lakers þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi leikið á alls oddi og skorað 44 stig.

Paul verður líklega frá vegna meiðsla í mánuð

Stjörnuleikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets í NBA-deildinni verður frá vegna hnémeiðsla í það minnsta í mánuð. Samkvæmt heimildum ESPN fréttastofunnar mun Paul gangast undir aðgerð á vinstra hné en ætti að vera klár í slaginn að nýju í mars.

NBA-deildin: Bryant tryggði Lakers sigur gegn Celtics

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöldi og í nótt og þar bar hæst naumur 90-89 sigur LA Lakers gegn Boston Celtics þar sem enginn annar en Kobe Bryant skoraði sigurkörfuna þegar skammt lifði leiks.

Haukakonur í bikarúrslit

Kvennalið Hauka komst í kvöld í úrslit Subway-bikarsins í körfubolta með því að leggja Njarðvík 73-41 í undanúrslitaleik sem fram fór í Hafnarfirði.

NBA: Andre Miller með 52 stig í sigri Portland á Dallas

Andre Miller setti nýtt persónulegt met með því að skora 52 stig, 25 þeirra ífjórða leikhluta og framlengingu, þegar Portland Trail Blazers vann 114-112 útisigur á Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt.

Jakob innsiglaði nauman útisigur Sundsvall á vítalínunni

Jakob Örn Sigurðarson var með 16 stig og tvö síðustu stig Sundsvall Dragons í eins stigs útisigri, 73-72, á Sodertajle Kings. Sundsvall náði þar með aftur öðru sæti deildarinnar af Plannja og minnkaði forskot Norrköping á toppnum í fjögur stig.

NBA: Atlanta vann Boston einu sinni enn - sigurganga Denver á enda

Atlanta Hawks vann Boston Celtics í fjórða skiptið á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vann þar með alla deildarleiki liðanna í fyrsta skiptið í ellefu ár. Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers unnu bæði leiki sína í nótt en átta leikja sigurganga Denver Nuggets endaði í Oklahoma City.

Keflavík örugglega inn í bikarúrslitin eftir stórsigur

Keflavíkurkonur eru komnar í úrslitaleik Subwaybikars kvenna eftir 49 stiga sigur, 97-48, á 1. deildarliði Fjölnis í undanúrslitaleik liðanna í Grafarvogi. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða Njarðvík sem mætast í hinum leiknum á sunnudaginn.

Komast Keflavíkurkonur í Höllina í 18. sinn á 23 árum?

Fyrri undanúrslitaleikurinn í Subwaybikar kvenna í körfubolta fer fram í Dalhúsum í Garfarvogi í kvöld þegar 1.deildarlið Fjölnis tekur á móti sjóðheitum Keflavíkurkonum sem stöðvuðu fjórtán leikja sigurgöngu KR í deildinni á miðvikudaginn.

NBA: Orlando vann upp sextán stiga forskot Boston

Orlando Magic vann 96-94 sigur á Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt og Phoenix Suns endaði slæmt gengi sitt með því að vinna góðan sigur á Dallas Mavericks. Bæði lið unnu sig til baka inn í leikina eftir að hafa lent undir.

NBA: Áttundi sigur Denver í nótt og sjaldgæfur Nets-sigur

Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers unnu bæði sannfærandi sigra í NBA-deildinni í nótt en uppgangur Denver Nuggets hélt einnig áfram með áttunda sigri liðsins i röð og lélegasta lið deildarinnar, New Jersey Nets, náði einnig að vinna sjaldgæfan sigur.

Er San Antonio tilbúið að fórna Ginobili fyrir Stoudemire?

San Antonio Spurs hefur mikinn áhuga á að næla í Amar’e Stoudemire hjá Phoenix Suns og það er skrifað um það í bandarískum fjölmiðlum að forráðamenn Spurs séu að undirbúa það að bjóða Phoenix sterka leikmenn í skiptum fyrir Stoudemire.

NBA: Allt hrunið hjá Phoenix Suns og loksins útisigur hjá Lakers

Los Angeles Lakers vann loksins sigur á útivelli í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann 115-103 sigur á Washington Wizards. Það gengur hinsvegar lítið hjá Phoenix Suns sem tapaði í sjöunda sinn í síðustu níu leikjum og er á leiðinni út úr úrslitakeppninni með sama áframhaldi.

Ekkert gekk hjá Njarðvíkurliðinu með Nick inn á

Nick Bradford varð að sætta sig við tap á móti gömlu félögum sínum í Grindavík í Iceland Express deildinni í gærkvöldi en í leiknum á undan hafði Njarðvíkurliðið steinlegið í bikarnum fyrir ennþá eldri félögum Nick úr Keflavík.

Pavel kominn í KR - meistararnir fá hann á láni frá Spáni

Íslandsmeistarar KR hafa fengið landsliðsbakvörðinn Pavel Ermolinski lánaðan út keppnistímabilið frá spænska liðinu Caceres. Pavel verður klár í næsta leik sem er gegn Grindavík 4 febrúar. Þetta kemur fram á heimasíðu þeirra KR-inga.

Nick Bradford mætir sínum gömlu félögum í Grindavík í kvöld

Nick Bradford og félagar í Njarðvík reyna að koma sér aftur í gang í kvöld, eftir bikarskellinn á móti Keflavík á dögunum, þegar liðið fær Grindavík í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Nick Bradford spilaði eins og kunnugt er með Grindavík við mjög góðan orðstír í fyrra.

NBA: Kobe einni stoðsendingu frá þrennunni en Lakers tapaði

Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 106-105 sigur á Los Angeles Lakers með því að hitta úr tveimur vítaskotum 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant átti síðasta skot leiksins en hitti ekki og Lakers-liðið tapaði í annað skiptið í þremur leikjum.

Sjá næstu 50 fréttir