Fleiri fréttir

Munum taka mjög vel á móti íslenskum bakvörðum

"Ég er alveg viss um að við getum gert góða hluti með þetta lið," sagði Ingi Þór Steinþórsson sem í dag skrifaði undir samning um að taka að sér þjálfun karla- og kvennaliðs Snæfells næsta vetur.

Endurkoma Garnett útilokuð

Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi í fjölmiðlum í Boston í dag um að framherjinn Kevin Garnett muni ætla að spila í sjöunda leik liðsins gegn Chicago annað kvöld.

Þríframlengt í Chicago

Einvígi Boston Celtics og Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA er fyrir löngu orðið sígilt og í nótt þurftu liðin þrjár framlengingar til að skera úr um sigurvegarann í sjötta leiknum í Chicago.

Kynnt sem kraftakona frá Íslandi

Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, hefur ákveðið að gera samning við þýska 2. deildarliðið TSVE Lady Dolphins og verður því fyrsta íslenska körfuboltakonan til þess að spila í Þýskalandi.

Sjötti leikur Boston og Chicago sýndur beint

Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur verið frábær skemmtun. Boston náði í nótt 3-2 forystu í einvíginu og getur klárað dæmið í Chicago annað kvöld.

Enn ein framlengingin hjá Boston og Chicago

Boston Celtics og Orlando Magic tóku 3-2 forustu í sínum einvígum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og Portland Trail Blazers hélt sér á lífi með því að minnka muninn í sínu einvígi í 3-2.

Dallas sló San Antonio út eftir aðeins fimm leiki

Dallas Mavericks varð þriðja liðið til að tryggja sér sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið vann 106-93 sigur á San Antonio Spurs á útivelli. Dallas vann þar með einvígið 4-1.

Skoraði 8 stig á 11 sekúndum

Varamaðurinn James Jones hjá Miami Heat í NBA deildinni átti magnaða innkomu í leik liðsins gegn Atlanta í úrslitakeppninni í nótt sem leið.

Jón Arnór kynntur á blaðamannafundi í dag

Jón Arnór Stefánsson verður kynntur sem nýr leikmaður Benetton Basket Treviso á sérstökum blaðamannafundi í Palaverde-höllinni í Treviso klukkan 17.15 í dag að ítölskum tíma sem er klukkan 15.15 að íslenskum tíma.

Denver vann 58 stiga sigur í New Orleans og jafnaði NBA-metið

Það stefnir í jafnt og spennandi einvígi á milli Atlanta Hawks og Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en sama verður ekki sagt um einvígi Denver Nuggets og New Orleans Hornets þar sem Denver komst í 3-1 eftir 58 stiga sigur á útivelli.

Los Angeles Lakers er komið áfram eftir sigur á Utah í nótt

Los Angeles Lakers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta með 107-96 sigri á Utah Jazz í fimmta leik liðanna í nótt. Lakers vann einvígið 4-1 en lið vann tvo fyrstu leikina og svo þá tvo síðustu.

Turkoglu tryggði Orlando sigurinn

Orlando hefur jafnað metin í 2-2 í einvígi sínu við Philadelphia í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir góðan útisigur í nótt. Þá er Houston komið í góð mál 3-1 gegn Portland.

Cleveland sópaði Pistons úr úrslitakeppninni

Cleveland Cavaliers varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Liðið lagði þá Detroit Pistons, 99-78, í Detroit og sópaði Pistons um leið úr úrslitakeppninni, 4-0.

Nær Cleveland að sópa Detroit?

Fjórði leikur Cleveland og Detroit í fyrstu umferð NBA úrslitakeppninnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 í kvöld. Þar getur Cleveland orðið fyrsta liðið til að tryggja sig í aðra umferð með sigri, því liðið hefur yfir 3-0 í einvíginu.

NBA: Lakers og Dallas í góðri stöðu

Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks eru bæði einum leik frá því að komast í næstu umferð í úrslitakeppni NBA eftir leiki næturinnar.

NBA: Cleveland komið í 3-0 gegn Pistons

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Cleveland lagði Detroit, 79-68. Philadelphia vann Orlando, 96-94, og Houston vann Portland, 86-83.

Hrafn ráðinn þjálfari Blika

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks gekk í kvöld frá ráðningu á Hrafni Kristjánssyni sem þjálfara meistaraflokks karla. Hrafn verður þess utan yfirþjálfari yngri flokka og mun stýra nokkrum þeirra.

Jón Arnór: Hungrið komið aftur

„Það voru tvö dæmi í gangi hjá mér. Þetta með Benetton og svo var líka topplið á Spáni sem var að sýna mér áhuga. Þetta varð svo niðurstaðan eftir að Spánn datt upp fyrir," sagði Jón Arnór Stefánsson við Vísi en Jón er búinn að skrifa undir mánaðarsamning við ítalska liðið Benetton Treviso.

Jón Arnór aftur til Ítalíu

Jón Arnór Stefánsson hefur gengið frá samningi við ítalska úrvalsdeildarliðið Benetton Treviso sem gildir í einn mánuð.

Rose staðfestur sem nýliði ársins

Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, var í kvöld valinn nýliði ársins í NBA-deildinni en Vísir greindi frá því fyrr í dag að hann myndi líklegast hreppa hnossið.

Friðrik áfram í Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur komist að samkomulagi við Friðrik Ragnarsson um að halda áfram að þjálfa karlalið félagsins á næsta tímabili.

Jason Terry er varamaður ársins

Bakvörðurinn Jason Terry hjá Dallas Mavericks verður útnefndur besti varamaðurinn í NBA deildinni á föstudaginn ef marka má frétt í vefútgáfu Dallas Morning News í dag.

Pétur þjálfar ekki kvennalið Grindavíkur áfram

Pétur Guðmundsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík en þetta staðfesti Óli Björn Björgvinsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar við Vísi nú áðan. Pétur var búin að vera með liðið í eitt ár.

Derrick Rose nýliði ársins í NBA

Leikstjórnandinn Derrick Rose hjá Chicago Bulls hefur verið kjörinn nýliði ársins í NBA deildinni. Formlega verður tilkynnt um valið í kvöld en Chicago Tribune hefur greint frá þessu fyrst miðla.

Ferill Mutombo líklega á enda

"Það verður ekki meiri körfubolti hjá mér," sagði Dikembe Mutombo með tárin í augunum þegar hann var borinn meiddur inn í búningsherbergi Houston Rockets í tapinu gegn Portland í úrslitakeppni NBA í nótt.

Valur áfram og uppaldir Njarðvíkingar á heimleið

Njarðvíkingar fengu góðar fréttir á heimasíðu sinni í gær en þar var tilkynnt að Valur Ingimundarson myndi þjálfa liðið áfram og að nokkrir fyrrverandi og uppaldir Njarðvíkingar væru á leiðinni heim.

Cleveland og Lakers bæði komin í 2-0 í sínum einvígum

Bestu lið deildarkeppninnar í NBA-deildinni í vetur, Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers eru bæði komin í 2-0 yfir í sínum einvígum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir sigra í nótt. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að jafna metin á móti Houston Rockets.

Dampier ætlar að senda Parker í gólfið

Franski leikstjórnandinn Tony Parker hjá San Antonio Spurs fór hamförum þegar liðið vann öruggan sigur á Dallas í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í nótt sem leið.

Sjá næstu 50 fréttir