Fleiri fréttir

Langþráður og frábær stórsigur hjá Sverre og félögum

Sverre Jakobsson og félagar hans í Grosswallstadt voru búnir að tapa átta deildarleikjum í röð og einum bikarleik að auki þegar þeir fengu GWD Minden í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Grosswallstadt-liðið átti hinsvegar frábæran leik í kvöld og vann þrettán marka stórsigur, 35-22.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 24-25

FH vann eins marks sigur á Aftureldingu 25-24 að Varmá í kvöld í N1 deild karla í handabolta. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn jafna og spennandi en Afturelding missti boltann þegar tíu sekúndur voru eftir og misstu af tækifæri til að ná jafntefli.

Rothöggið ætlar að þagga niður í Loga Geirs

Logi Geirsson snýr aftur á handboltavöllinn í kvöld í fyrsta skipti í langan tíma. Hann má búast við erfiðum móttökum í Mosfellsbæ þar sem stuðningsmannalið Aftureldingar, Rothöggið, hefur verið endurvakið.

Stórt tap hjá strákunum hans Óskars Bjarna

Það gengur lítið hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og lærisveinum hans í Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið steinlá með níu mörkum á heimavelli sínum í kvöld.

Sex Íslendingalið áfram í þýska bikarnum

Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði liði ThSV Eisenach til sjö marka sigur á úrvalsdeildarliði TV Grosswallstadt í 32 liða úrslitum þýska bikarsins í kvöld. Fimm önnur Íslendingalið komust áfram í 16 liða úrslitin en tvö féllu úr keppni.

Aron búinn að velja fyrsta hópinn - Arnór og Björgvin ekki með

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp en hann hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings og keppni fyrir undankeppni EM sem hefst í næstu viku. Ísland er þar í riðli ásamt Hvíta Rússlandi, Rúmeníu og Slóveníu og hefur liðið leik nk. miðvikudag.

Füchse Berlin datt út úr þýska bikarnum

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin duttu í kvöld úr leik í þýska bikarnum eftir fjögurra marka tap á útivelli, 28-32, á móti TuS N-Lübbecke í 32 liða úrslitum.

Haukar selja auglýsingar á kústana sína

Það er ekki auðvelt verk að reka íþróttastarf á Íslandi og þurfa menn að leita ýmissa leiða til að afla fjár. Handknattleiksdeild Hauka hefur nú farið nýja og skemmtilega leið.

Alexander með sjö í sigurleik

Alexander Petersson skoraði sjö mörk þegar að Rhein-Neckar Löwen vann sigur á Hannover-Burgdorf, 32-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

HK tapaði einnig seinni leiknum

HK er úr leik í EHF-bikarkeppni karla eftir að liðið tapaði fyrir RK Maribor Branik, 35-25, í síðari leik liðanna í Slóveníu í dag.

Essen vill fá Ólaf í sínar raðir

Forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Tusem Essen eru sagðir afar áhugasamir um að fá Ólaf Stefánsson til liðs við félagið.

Vignir með sex í jafnteflisleik

Minden og Balingen gerðu í dag jafntefli, 31-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Vignir Svavarsson skoraði sex mörk fyrir Minden.

Valur fór létt með Valencia

Valur er komið áfram í þriðju umferð EHF-bikarkeppni kvenna í handbolta eftir stórsigur á spænska liðinu Valencia í dag.

HK tapaði stórt í Slóveníu

Íslandsmeistarar HK töpuðu með sautján marka mun fyrir RK Maribor Branik í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-bikarkeppni karla. Lokatölur voru 42-25.

Úrslit dagsins í N1-deild kvenna

Fjórir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag. FH og HK eru komin upp í sex stig eftir leiki dagsins en Fylkir hafði betur gegn Aftureldingu í botnslag deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 34-27

Fram vann öruggan sigur á ÍR 34-27 í fimmtu umferð N1 deildar karla í handbolta í dag. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn en þá sigu Framarar fram úr og unnu öruggan og sannfærandi sigur.

Óskar Bjarni að hætta með landsliðinu

Guðmundur Guðmundsson og Óskar Bjarni Óskarsson náðu frábærum árangri saman með handboltalandsliðið. Guðmundur hætti eftir Ólympíuleikana í London en Óskar Bjarni hafði fullan hug á því að halda áfram ef hann gæti.

Mömmurnar elda ofan í stelpurnar fyrir leik

Fram-stelpur eru brattar fyrir leikina gegn Tertnes í Evrópukeppni félagsliða um helgina en þeir fara fram í dag og á morgun klukkan 16.00. Báðir leikir fara fram í Safamýrinni.

Umfjöllun og viðtöl: Tertnes - Fram 35-21

Tertnes IL gjörsigraði Fram í Safamýrinni í Evrópukeppni félagsliða í handbolta í dag. Þær norsku unnu með 14 mörkum og fara þær með afar þægilega markatölu inn í seinni leikinn, sem er í Safamýrinni á morgun klukkan 16.00.

Valur vann í Valencia

Valsstúlkur gerðu sér lítið fyrir í kvöld og skelltu spænska liðinu Valencia, 27-22, í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik.

Ólafur staðfestir að hann sé hættur í landsliðinu

Ólafur Stefánsson hefur tekið endanlega ákvörðun um að hætta að leika með íslenska landsliðinu. Þessi ákvörðun hefur legið í loftinu eftir Ólympíuleikana í London en flestir gerðu ráð fyrir að leikarnir yrðu hans svanasöngur með landsliðinu.

Stórleikur Guðjóns dugði ekki til | Kiel tapaði

Evrópumeistarar Kiel lentu í kröppum dansi í kvöld er þeir sóttu heim hið geysisterka lið Veszprém frá Ungverjalandi í Meistaradeildinni. Sá fáheyrði atburður gerðist að Kiel tapaði leiknum, 31-30.

Anton lagði sinn gamla læriföður

Það var mikill Íslendingaslagur í danska boltanum í kvöld þegar lið Óskars Bjarna Óskarssonar, Viborg, mætti SönderjyskE.

Valtað yfir Guðmund Árna og félaga

Guðmundur Árni Ólafsson og félgar í danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg steinlágu, 31-23, gegn slóvenska liðinu Gorenje Velenje í Meistaradeildinni í kvöld.

Kári skoraði tvö í góðum útisigri

Íslendingaliðið Wetzlar skaust upp í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld er liðið vann sterkan útisigur, 24-26, á Magdeburg.

Lærisveinar Dags með öruggan sigur

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin eru komnir upp að hlið Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir fínan sigur, 31-27, á svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen í kvöld.

Afmælisleikur hjá FH-ingum í kvöld

FH-ingar halda upp á 83 ára afmæli félagsins í dag og í kvöld fær liðið Íslandsmeistara HK í heimsókn í Kaplakrikann í fyrsta leik fimmtu umferðar N1 deildar karla í handbolta.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - HK 28-23

FH sigraði Íslandsmeistara HK í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor 28-23. Segja má að FH hafi fellt HK á eigin bragði því varnarleikur FH og markvarsla lagði grunninn að sigrinum eftir að HK hafði verið 14-12 yfir í hálfleik.

Arnór skoraði tvö í sigurleik

Arnór Atlason og félagar í Flensburg komust upp í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld er liðið vann öruggan heimasigur, 33-22, á Lemgo.

Búin að brosa mikið þrátt fyrir stórt tap

Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, spilaði um helgina sinn fyrsta leik síðan hún sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu fyrir tæpu ári síðan. Rakel Dögg skoraði 3 mörk í tapleik á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í N1-deild kvenna í Mýrinni. Rakel var ekki búin að vera með í þremur fyrstu leikjum Stjörnunnar á tímabilinu þar sem sjúkraþjálfarinn vildi að hún æfði á fullu í fimm til sex vikur fyrir fyrsta leik.

Íslenski Daninn raðar inn mörkum

Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg hefur spilað frábærlega með HSV Hamburg það sem af er tímabilinu. Lindberg skoraði tíu mörk í dag þegar HSV vann fjögurra marka útisigur á franska liðinu Montpellier, 33-29.

ÍBV keyrði yfir Aftureldingu í seinni hálfleik

ÍBV vann öruggan sigur á Aftureldingu 28-17 í fjórðu umferð N1 deildar kvenna í dag. ÍBV var einu marki yfir í hálfleik 11-10 en sýndi mátt sinn í seinni hálfleik og vann öruggan sigur að lokum.

Füchse vann í Ungverjalandi

Füchse Berlin, lærisveinar Dags Sigurðssonar, gerðu góða ferð til Ungverjalands þar sem liðið sigraði ungversku meistarana í Pick Szeged 29-22 í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta.

Haukar úr leik í EHF-bikarnum

Haukar eru úr leik í EHF-bikarnum í handbolta eftir að hafa tapað báðum leikjunum gegn Motor Zaporozhye í Úkraínu í annarri umferð keppninnar. Haukar töpuðu seinni leiknum 28-22 í dag eftir að hafa tapað fyrri leiknum í gær 30-25. Haukar töpuðu því samtals með ellefu mörkum 58-47.

Sjá næstu 50 fréttir