Fleiri fréttir Howard er enn inni í myndinni Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að markvörðurinn Tim Howard gæti vel átt framtíðina fyrir sér á Old Trafford þó hann hafi ekki náð að festa sig í sessi hjá félaginu. Howard er lánsmaður hjá Everton um þessar mundir. 28.11.2006 22:30 Orkuríkur Rooney David James, nemandi við háskóla í Sheffield á Englandi, opinberaði í dag rannsókn sína á orkuframleiðslu framherjans Wayne Rooney á knattspyrnuvellinum og niðurstöður skýrslu hans voru mjög eftirtektarverðar. James fann það út að Rooney framleiddi t.a.m. næga orku til að sjóða vatn í 16 tebolla á meðan á einum knattspyrnuleik stendur. 28.11.2006 21:06 Riquelme byrjaður að æfa á ný Argentínski landsliðsmaðurinn Juan Roamn Riquelme er nú byrjaður að æfa með liði sínu Villarreal á ný eftir sex daga leyfi. Riquelme var í Argentínu til að vera viðstaddur fæðingu síns þriðja barns og missti fyrir vikið af leik Villarreal og Barcelona um helgina. 28.11.2006 19:19 Tottenham að kaupa ungan miðjumann Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er nú sagt hafa gengið frá kaupum á 17 ára gömlum miðjumanni frá franska liðinu Lens. Þetta er Marokkómaðurinn Abel Taarabt sem verið hefur í akademíu franska liðsins síðan hann var uppgötvaður hjá Vallons, uppeldisfélagi Zinedine Zidane. 28.11.2006 19:09 Juninho gagnrýnir brasilíska landsliðið Juninho, leikmaður Lyon í Frakklandi og fyrrum landsliðsmaður Brasilíu, gagnrýnir harðlega undirbúning Brassa fyrir HM í Þýskalandi í sumar og segir að liðið hafi farið á mótið með hangandi hendi. Hann segist þó ánægður með störf nýja landsliðsþjálfarans Dunga það sem af er. 28.11.2006 17:15 Thomas Sörensen í aðgerð Danski landsliðsmaðurinn Thomas Sörensen hjá Aston Villa þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla semhann varð fyrir þegar hann lenti í samstuði við Emmanuel Pogatetz hjá Middlesbrough um helgina. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru, en ljóst er að hann verður frá keppni í að minnsta kosti nokkrar vikur. 28.11.2006 16:45 Nýliðarnir eigast við í kvöld Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar nýliðar Watford taka á móti nýliðum Sheffield United. Fyrirfram má búast við mikilli hörku í leiknum þar sem liðin tvö eiga eftir að vilja sækja þrjú dýrmæt stig hvort af öðru í botnbaráttunni. 28.11.2006 15:45 Zenden frá í sex vikur Hollenski miðjumaðurinn Boundewijn Zenden hjá Liverpool verður frá keppni næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að hann þurfti í uppskurð á hné. Zanden meiddist á hné í leiknum gegn Manchester City um helgina, en hann var líka frá keppni meira og minna allt síðasta tímabil vegna meiðsla á sama hné. 28.11.2006 15:32 Johnson verður ekki með gegn United Enski landsliðsframherjinn Andy Johnson getur ekki leikið með liði sínu Everton gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld vegna meiðsla. Johnson er meiddur á læri og þarf nokkra daga til að jafna sig. Þá má lánsmaðurinn Tim Howard ekki spila gegn sínum gömlu félögum í United og það verður því Richard Wright sem stendur í marki Everton í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum síðan í apríl. 28.11.2006 15:15 Chelsea að skoða David Villa Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að útsendarar Chelsea hafi fylgst náið með spænska landsliðsframherjanum David Villa hjá Valencia að undanförnu og því er haldið fram að hann sé jafnvel hugsaður sem arftaki Andriy Shevchenko hjá enska liðinu, enda hefur Úkraínumanninum ekki gengið vel að skora til þessa. 28.11.2006 14:08 Phillips er velkominn aftur Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Shaun Wright-Phillips sé alltaf velkominn aftur til Manchester City eftir 16 mánaða tilþrifalitla veru í herbúðum Englandsmeistara Chelsea. Breskir fjölmiðlar eru á því að Phillips verði seldur frá Chelsea í janúar og var hann síðast orðaður við West Ham. 28.11.2006 14:01 Solskjær og Park farnir að æfa á ný Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur fengið þær gleðifregnir að þeir Ole Gunnar Solskjær og Park Ji-Sung hafi nú snúið aftur til æfinga eftir meiðsli. Solskjær hefur verið meiddur á læri, en þó hann sé byrjaður að æfa létt - mun hann ekki snúa aftur fyrr en í kring um jólin. Park hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í september. 28.11.2006 13:55 Bellamy missir af næsta leik Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Liverpool mun að öllum líkindum missa af leik Liverpool og Portsmouth í miðri viku eftir að réttarhöld yfir honum í heimaborg hans Cardiff töfðust um nokkurn tíma. Bellamy var tvo daga fyrir rétti í síðustu viku og þarf að eyða þremur dögum þar í þessari viku. Hann er ákærður fyrir líkamsárás. 27.11.2006 22:30 Silvestre vill reyna fyrir sér á Spáni Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United segist gjarnan vilja breyta til og spila jafnvel á Spáni áður en hann leggur skóna á hilluna. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur misst sæti sitt í liði United til Nemanja Vidic, en segist engu að síður sáttur við sitt hlutskipti. 27.11.2006 22:15 Bilbao rekur þjálfarann Baskaliðið Atletic Bilbao rak í dag þjálfarann Felix Sarriugarte eftir að liðið tapaði 3-1 fyrir Sevilla í spænsku deildinni í gær, en liðið datt niður á fallsvæðið í deildinni í kjölfarið. Bilbao hefur aldrei fallið úr efstu deild í sögu félagsins, en liðið slapp naumlega við fall á síðustu leiktíð og er sömuleiðis í vandræðum nú. 27.11.2006 21:45 Hahnemann og Little semja við Reading Markvörðurinn Marcus Hahnemann og miðjumaðurinn Glen Little hafa nú fetað í fótspor Íslendinganna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading og undirritað nýjan samning við félagið. Báðir leikmennirnir eru nú samningsbundnir Reading út leiktíðina 2008. 27.11.2006 20:30 Cannavaro þakkar landsliðinu og Juventus Ítalska landsliðið og Juventus voru Fabio Cannavaro ofarlega í huga í kvöld þegar hann tók við Gullknettinum, sem er viðurkenning sem afhent er knattspyrnumanni ársins að mati franska tímaritsins France Football. Cannavaro tileinkaði hluta verðlaunanna heimaborg sinni Napoli. 27.11.2006 19:00 Houllier segir það hneyksli að Cannavaro fái Gullknöttinn Gerrard Houllier, þjálfari Frakklandsmeistara Lyon, segir að það sé algjört hneyksli að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro skuli hafa verið útnefndur knattspyrnumaður Evrópu í ár, en það verður staðfest við hátíðlega athöfn í kvöld. 27.11.2006 18:33 Eiður Smári semur við Adidas Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði í gær undir samning við íþróttavöruframleiðandann Adidas sem gilda mun til ársins 2012. Samkvæmt samningnum mun Eiður leika í Predator skóm Adidas á næstu árum og mun taka þátt í þróun á nýjum vörum frá fyrirtækinu. Hann kemst þar með í hóp stórstjarna á borð við Beckham, Kaka og Gerrard sem þegar eru með samning við Adidas. 27.11.2006 18:15 Vialli spáir Manchester United sigri Gianluca Vialli, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Manchester United sé líklegasta liðið til að hampa Englandsmeistaratitlinum í vor vegna þeirrar auknu áherslu sem lögð sé á Meistaradeildina í herbúðum Chelsea. 27.11.2006 17:26 Tottenham að fá ungan markvörð Allt stefnir nú í að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham muni fá enska U-21 árs landsliðsmarkvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland í sínar raðir í janúar. Sunderland fær í staðinn ungverska markvörðinn Martin Fulop og eina milljón punda ef af skiptunum verður, en þau geta ekki klárast formlega fyrr en í janúar. 27.11.2006 17:15 Blatter útilokar sjónvarpstækni við dómgæslu Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur gefið það sterklega í skyn að ekki verði notast við sjónvarpstækni við dómgæslu í knattspyrnu á meðan hann sitji í forsetastóli hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Hann vill þó taka marklínubúnað upp á stórmótum sem fyrst. 27.11.2006 16:45 Bayern íhugar að segja sig úr G-14 Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, vandar félögum sínum í G-14 ekki kveðjurnar í viðtali við þýska blaðið Kicker í dag og ræðst þar sérstaklega að eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Hann segir Bayern vera að íhuga að segja sig úr G-14. 27.11.2006 16:34 Tevez biðst afsökunar Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum á laugardaginn þegar hann stormaði beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í viðureign liðsins gegn Sheffield United - fyrsta deildarleik liðsins eftir að Eggert Magnússon tók við formennsku hjá félaginu. 27.11.2006 16:06 Cannavaro fær Gullknöttinn Þýskir fjölmiðlar hafa nú gefið það út að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid verði sæmdur titlinum knattspyrnumaður Evrópu og fái Gullknöttinn frá franska blaðinu France Football. Úrslitin verða formlega kunngjörð í kvöld. 27.11.2006 15:35 Börn sitja í fangelsi fyrir að horfa á fótbolta í sjónvarpi Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast í gær þegar löggæslumenn stjórnvalda í Sómalíu réðust inn í kvikmyndahús þar sem 150 manns fylgdust með leik Manchester United og Chelsea. Íslamskir ráðamenn í landinu hafa fordæmt allt íþróttaáhorf í sjónvarpi og líta á menn sem horfa á fótbolta sem glæpamenn. 27.11.2006 14:55 Við vorum heppnir Fabio Capello viðurkenndi fúslega að hans menn í Real Madrid hefðu haft heilladísirnar á sínu bandi í gær þegar þeir lögðu Valencia 1-0 á Mestalla í Valencia. Þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 13 mánuði, en Fabio Capello er greinilega að setja stimpil sinn á lið Real Madrid sem nú situr í þriðja sæti deildarinnar á eftir Barcelona og Sevilla. 27.11.2006 14:18 Ferguson sagður vera með framherja í sigtinu Sænskir og ítalskir heimildarmenn halda því fram í dag að Sir Alex Ferguson hafi í huga að reyna að fá hinn 17 ára gamla sókarmann Goran Slavkovski í raðir Manchester United í janúar. Slavkovski þessi er yngsti leikmaðurinn í herbúðum Ítalíumeistara Inter Milan og hefur verið líkt við Zlatan Ibrahimovic vegna uppruna síns og hæfileika. 27.11.2006 14:12 Calderon ekki búinn að gefast upp Ramon Calderon, forseti Real Madrid, er enn ekki búinn að gefa upp alla von á að lokka brasilíska miðjumanninn Kaka hjá AC Milan til Madrid. Real skrifaði undir sjónvarpssamning á dögunum sem færir félaginu yfir milljarð evra í tekjur og Calderon segir að í kjölfarið verði félaginu fært að bjóða í alla bestu knattspyrnumenn heimsins. 27.11.2006 14:00 Banni aflétt á Írana Alþjóða knattspyrnusambandið aflétti í dag keppnisbanninum sem það setti á landslið Íran á dögunum og því geta Íranar tekið þátt í Asíuleikunum eins og til stóð. Sepp Blatter forseti FIFA segir þó að þessi ráðstöfun sé skilyrðum háð og hefur sambandið fengið frest til 5. desember til að koma sínum málum á hreint. Bannið var sett á í kjölfar þess að stjórnvöld í landinu höfðu óeðlileg afskipti af knattspyrnusambandinu í landinu. 27.11.2006 13:53 Mido verður frá keppni í tvær vikur Framherjinn Mido hjá Tottenham verður frá keppni næstu tvær vikurnar eftir að í ljós koma að hann er með rifinn vöðva í nára. Þessi 23 ára framherji skrifaði undir samning við félagið í sumar en hefur skorað 17 mörk á þeim tíma sem hann hefur leikið með Tottenham - lengst af sem lánsmaður frá Roma á Ítalíu. 27.11.2006 13:47 Hunt óskar eftir fundi með Petr Cech Miðjumaðurinn Stephen Hunt hjá Reading segist ætla að fara þess á leit við Petr Cech, markvörð Chelsea, að hann hitti sig að máli maður á mann þegar liðin eigast við að nýju í kring um jólin. Cech hefur ekki spilað með Chelsea síðan hann höfuðkúpubrotnaði í viðskiptum sínum við Hunt í deildarleik í síðasta mánuði. 26.11.2006 22:30 Stuttgart í þriðja sæti Stuttgart smellti sér í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 1-0 sigri á Gladbach. Það var framherjinn Cacau sem skoraði eina mark leiksins og hefur Gladbach aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum. Leverkusen lyfti sér af mesta fallsvæðinu með 3-1 sigri á Cottbus. 26.11.2006 21:51 Inter heldur toppsætinu Inter Milan hefur fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir mjög þýðingarmikinn 2-1 útisigur á Palermo á Sikiley í kvöld. Zlatan Ibrahimovic og Patrick Vieira skoruðu mörk Mílanóliðsins í kvöld. Palermo búið að missa annað sætið alfarið í hendur Roma sem lagði Sampdoria 4-2 í dag þar sem Francesco Totti skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. 26.11.2006 21:38 Raul tryggði Real mikilvægan sigur Gulldrengurinn Raul tryggði liði sínu Real Madrid mikilvægan 1-0 útisigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Markið skoraði fyrirliðinn á 53. mínútu eftir sendingu frá Roberto Carlos og er Real komið í annað sæti deildarinnar fyrir vikið. Leik Atletico Bilbao er að ljúka í beinni útsendingu á Sýn en þar hafa gestirnir frá Sevilla 2-1 forystu og hirða annað sætið af Real með sigri. 26.11.2006 21:29 Menn verða að vinna fyrir sæti sínu Martin Jol, stjóri Tottenham, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í dag eftir að liðið lagði Wigan 3-1 á White Hart Lane. Jol hrósaði framherjanum Dimitar Berbatov fyrir frammistöðu sína og svaraði spurningum sem dunið hafa á honum vegna sífelldra mannabreytinga í framlínunni. 26.11.2006 21:07 Við vorum betri aðilinn í dag Sir Alex Ferguson vildi meina að hans menn í Manchester United hefðu verið betri aðilinn í leiknum gegn Chelsea í dag. United hefur enn þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir leiki dagsins. 26.11.2006 20:18 United missti af stóru tækifæri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vill meina að topplið Manchester United hafi í dag missta af stóru og gullnu tækifæri til að ná afgerandi forystu í deildinni. Liðin skildu jöfn 1-1 í stórleik helgarinnar í dag. 26.11.2006 20:01 Stórmeistarajafntefli á Old Trafford Manchester United og Chelsea skildu jöfn í uppgjöri toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester í dag. Louis Saha kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með góðu langskoti, en Ricardo Carvalho jafnaði metin fyrir Chelsea í síðari hálfleik þegar Englandsmeistararnir náðu að jafna með miklu harðfylgi. Forskot United er því enn þrjú stig á toppi deildarinnar. 26.11.2006 18:00 Berbatov stal senunni í sigri Tottenham Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov átti stórleik í dag þegar Tottenham þokaðist loks upp í efri helming ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Wigan á heimavelli. Berbatov skoraði eitt mark og lagði upp önnur tvö fyrir þá Jermaine Defoe og Aaron Lennon eftir að Henry Camara hafði komið gestunum yfir snemma leiks. 26.11.2006 17:38 United hefur yfir í hálfleik Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Chelsea í hálfleik í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn í United hafa verið öllu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var franski framherjinn Louis Saha sem skoraði mark liðsins á 29. mínútu. Þetta var 99. deildarmark framherjans í úrvalsdeildinni. 26.11.2006 16:50 Beckham orðaður við West Ham Þrálátur orðrómur er enn á kreiki um gjörvalla Evrópu þess efnis að David Beckham muni fara frá Real Madrid í janúar því hann sé ekki inni í framtíðaráformum Fabio Capello þjálfara. 26.11.2006 16:24 Tottenham yfir í hálfleik Tottenham hefur yfir 2-1 gegn Wigan í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Camara kom Wigan yfir í leiknum, en frábær mörk Defoe og Berbatov komu heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins eftir að Tottenham hafði verið miklu betri aðilinn allan hálfleikinn. Þá er stórleikur Manchester United og Chelsea að hefjast nú klukkan 16. 26.11.2006 16:03 Eggert ætlar að ræða við Kenyon Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC í dag að hann ætlaði að setjast niður með Peter Kenyon hjá Chelsea með það í huga að ræða hugsanleg kaup West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips. Alan Pardew, stjóri West Ham, er ósáttur við að Chelsea hafi lekið fyrirspurn félagsins í blöðin. 26.11.2006 15:38 Newcastle lagði Portsmouth Newcastle vann mikilvægan sigur á Portsmouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Antoine Sibierski sem skoraði sigurmark liðsins í síðari hálfleik og var þetta fyrsti sigur liðsins í 9 leikjum. 26.11.2006 15:21 Sjá næstu 50 fréttir
Howard er enn inni í myndinni Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að markvörðurinn Tim Howard gæti vel átt framtíðina fyrir sér á Old Trafford þó hann hafi ekki náð að festa sig í sessi hjá félaginu. Howard er lánsmaður hjá Everton um þessar mundir. 28.11.2006 22:30
Orkuríkur Rooney David James, nemandi við háskóla í Sheffield á Englandi, opinberaði í dag rannsókn sína á orkuframleiðslu framherjans Wayne Rooney á knattspyrnuvellinum og niðurstöður skýrslu hans voru mjög eftirtektarverðar. James fann það út að Rooney framleiddi t.a.m. næga orku til að sjóða vatn í 16 tebolla á meðan á einum knattspyrnuleik stendur. 28.11.2006 21:06
Riquelme byrjaður að æfa á ný Argentínski landsliðsmaðurinn Juan Roamn Riquelme er nú byrjaður að æfa með liði sínu Villarreal á ný eftir sex daga leyfi. Riquelme var í Argentínu til að vera viðstaddur fæðingu síns þriðja barns og missti fyrir vikið af leik Villarreal og Barcelona um helgina. 28.11.2006 19:19
Tottenham að kaupa ungan miðjumann Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er nú sagt hafa gengið frá kaupum á 17 ára gömlum miðjumanni frá franska liðinu Lens. Þetta er Marokkómaðurinn Abel Taarabt sem verið hefur í akademíu franska liðsins síðan hann var uppgötvaður hjá Vallons, uppeldisfélagi Zinedine Zidane. 28.11.2006 19:09
Juninho gagnrýnir brasilíska landsliðið Juninho, leikmaður Lyon í Frakklandi og fyrrum landsliðsmaður Brasilíu, gagnrýnir harðlega undirbúning Brassa fyrir HM í Þýskalandi í sumar og segir að liðið hafi farið á mótið með hangandi hendi. Hann segist þó ánægður með störf nýja landsliðsþjálfarans Dunga það sem af er. 28.11.2006 17:15
Thomas Sörensen í aðgerð Danski landsliðsmaðurinn Thomas Sörensen hjá Aston Villa þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla semhann varð fyrir þegar hann lenti í samstuði við Emmanuel Pogatetz hjá Middlesbrough um helgina. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru, en ljóst er að hann verður frá keppni í að minnsta kosti nokkrar vikur. 28.11.2006 16:45
Nýliðarnir eigast við í kvöld Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar nýliðar Watford taka á móti nýliðum Sheffield United. Fyrirfram má búast við mikilli hörku í leiknum þar sem liðin tvö eiga eftir að vilja sækja þrjú dýrmæt stig hvort af öðru í botnbaráttunni. 28.11.2006 15:45
Zenden frá í sex vikur Hollenski miðjumaðurinn Boundewijn Zenden hjá Liverpool verður frá keppni næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að hann þurfti í uppskurð á hné. Zanden meiddist á hné í leiknum gegn Manchester City um helgina, en hann var líka frá keppni meira og minna allt síðasta tímabil vegna meiðsla á sama hné. 28.11.2006 15:32
Johnson verður ekki með gegn United Enski landsliðsframherjinn Andy Johnson getur ekki leikið með liði sínu Everton gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld vegna meiðsla. Johnson er meiddur á læri og þarf nokkra daga til að jafna sig. Þá má lánsmaðurinn Tim Howard ekki spila gegn sínum gömlu félögum í United og það verður því Richard Wright sem stendur í marki Everton í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum síðan í apríl. 28.11.2006 15:15
Chelsea að skoða David Villa Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að útsendarar Chelsea hafi fylgst náið með spænska landsliðsframherjanum David Villa hjá Valencia að undanförnu og því er haldið fram að hann sé jafnvel hugsaður sem arftaki Andriy Shevchenko hjá enska liðinu, enda hefur Úkraínumanninum ekki gengið vel að skora til þessa. 28.11.2006 14:08
Phillips er velkominn aftur Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Shaun Wright-Phillips sé alltaf velkominn aftur til Manchester City eftir 16 mánaða tilþrifalitla veru í herbúðum Englandsmeistara Chelsea. Breskir fjölmiðlar eru á því að Phillips verði seldur frá Chelsea í janúar og var hann síðast orðaður við West Ham. 28.11.2006 14:01
Solskjær og Park farnir að æfa á ný Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur fengið þær gleðifregnir að þeir Ole Gunnar Solskjær og Park Ji-Sung hafi nú snúið aftur til æfinga eftir meiðsli. Solskjær hefur verið meiddur á læri, en þó hann sé byrjaður að æfa létt - mun hann ekki snúa aftur fyrr en í kring um jólin. Park hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í september. 28.11.2006 13:55
Bellamy missir af næsta leik Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Liverpool mun að öllum líkindum missa af leik Liverpool og Portsmouth í miðri viku eftir að réttarhöld yfir honum í heimaborg hans Cardiff töfðust um nokkurn tíma. Bellamy var tvo daga fyrir rétti í síðustu viku og þarf að eyða þremur dögum þar í þessari viku. Hann er ákærður fyrir líkamsárás. 27.11.2006 22:30
Silvestre vill reyna fyrir sér á Spáni Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United segist gjarnan vilja breyta til og spila jafnvel á Spáni áður en hann leggur skóna á hilluna. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur misst sæti sitt í liði United til Nemanja Vidic, en segist engu að síður sáttur við sitt hlutskipti. 27.11.2006 22:15
Bilbao rekur þjálfarann Baskaliðið Atletic Bilbao rak í dag þjálfarann Felix Sarriugarte eftir að liðið tapaði 3-1 fyrir Sevilla í spænsku deildinni í gær, en liðið datt niður á fallsvæðið í deildinni í kjölfarið. Bilbao hefur aldrei fallið úr efstu deild í sögu félagsins, en liðið slapp naumlega við fall á síðustu leiktíð og er sömuleiðis í vandræðum nú. 27.11.2006 21:45
Hahnemann og Little semja við Reading Markvörðurinn Marcus Hahnemann og miðjumaðurinn Glen Little hafa nú fetað í fótspor Íslendinganna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading og undirritað nýjan samning við félagið. Báðir leikmennirnir eru nú samningsbundnir Reading út leiktíðina 2008. 27.11.2006 20:30
Cannavaro þakkar landsliðinu og Juventus Ítalska landsliðið og Juventus voru Fabio Cannavaro ofarlega í huga í kvöld þegar hann tók við Gullknettinum, sem er viðurkenning sem afhent er knattspyrnumanni ársins að mati franska tímaritsins France Football. Cannavaro tileinkaði hluta verðlaunanna heimaborg sinni Napoli. 27.11.2006 19:00
Houllier segir það hneyksli að Cannavaro fái Gullknöttinn Gerrard Houllier, þjálfari Frakklandsmeistara Lyon, segir að það sé algjört hneyksli að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro skuli hafa verið útnefndur knattspyrnumaður Evrópu í ár, en það verður staðfest við hátíðlega athöfn í kvöld. 27.11.2006 18:33
Eiður Smári semur við Adidas Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði í gær undir samning við íþróttavöruframleiðandann Adidas sem gilda mun til ársins 2012. Samkvæmt samningnum mun Eiður leika í Predator skóm Adidas á næstu árum og mun taka þátt í þróun á nýjum vörum frá fyrirtækinu. Hann kemst þar með í hóp stórstjarna á borð við Beckham, Kaka og Gerrard sem þegar eru með samning við Adidas. 27.11.2006 18:15
Vialli spáir Manchester United sigri Gianluca Vialli, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Manchester United sé líklegasta liðið til að hampa Englandsmeistaratitlinum í vor vegna þeirrar auknu áherslu sem lögð sé á Meistaradeildina í herbúðum Chelsea. 27.11.2006 17:26
Tottenham að fá ungan markvörð Allt stefnir nú í að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham muni fá enska U-21 árs landsliðsmarkvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland í sínar raðir í janúar. Sunderland fær í staðinn ungverska markvörðinn Martin Fulop og eina milljón punda ef af skiptunum verður, en þau geta ekki klárast formlega fyrr en í janúar. 27.11.2006 17:15
Blatter útilokar sjónvarpstækni við dómgæslu Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur gefið það sterklega í skyn að ekki verði notast við sjónvarpstækni við dómgæslu í knattspyrnu á meðan hann sitji í forsetastóli hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Hann vill þó taka marklínubúnað upp á stórmótum sem fyrst. 27.11.2006 16:45
Bayern íhugar að segja sig úr G-14 Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, vandar félögum sínum í G-14 ekki kveðjurnar í viðtali við þýska blaðið Kicker í dag og ræðst þar sérstaklega að eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Hann segir Bayern vera að íhuga að segja sig úr G-14. 27.11.2006 16:34
Tevez biðst afsökunar Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum á laugardaginn þegar hann stormaði beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í viðureign liðsins gegn Sheffield United - fyrsta deildarleik liðsins eftir að Eggert Magnússon tók við formennsku hjá félaginu. 27.11.2006 16:06
Cannavaro fær Gullknöttinn Þýskir fjölmiðlar hafa nú gefið það út að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid verði sæmdur titlinum knattspyrnumaður Evrópu og fái Gullknöttinn frá franska blaðinu France Football. Úrslitin verða formlega kunngjörð í kvöld. 27.11.2006 15:35
Börn sitja í fangelsi fyrir að horfa á fótbolta í sjónvarpi Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast í gær þegar löggæslumenn stjórnvalda í Sómalíu réðust inn í kvikmyndahús þar sem 150 manns fylgdust með leik Manchester United og Chelsea. Íslamskir ráðamenn í landinu hafa fordæmt allt íþróttaáhorf í sjónvarpi og líta á menn sem horfa á fótbolta sem glæpamenn. 27.11.2006 14:55
Við vorum heppnir Fabio Capello viðurkenndi fúslega að hans menn í Real Madrid hefðu haft heilladísirnar á sínu bandi í gær þegar þeir lögðu Valencia 1-0 á Mestalla í Valencia. Þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 13 mánuði, en Fabio Capello er greinilega að setja stimpil sinn á lið Real Madrid sem nú situr í þriðja sæti deildarinnar á eftir Barcelona og Sevilla. 27.11.2006 14:18
Ferguson sagður vera með framherja í sigtinu Sænskir og ítalskir heimildarmenn halda því fram í dag að Sir Alex Ferguson hafi í huga að reyna að fá hinn 17 ára gamla sókarmann Goran Slavkovski í raðir Manchester United í janúar. Slavkovski þessi er yngsti leikmaðurinn í herbúðum Ítalíumeistara Inter Milan og hefur verið líkt við Zlatan Ibrahimovic vegna uppruna síns og hæfileika. 27.11.2006 14:12
Calderon ekki búinn að gefast upp Ramon Calderon, forseti Real Madrid, er enn ekki búinn að gefa upp alla von á að lokka brasilíska miðjumanninn Kaka hjá AC Milan til Madrid. Real skrifaði undir sjónvarpssamning á dögunum sem færir félaginu yfir milljarð evra í tekjur og Calderon segir að í kjölfarið verði félaginu fært að bjóða í alla bestu knattspyrnumenn heimsins. 27.11.2006 14:00
Banni aflétt á Írana Alþjóða knattspyrnusambandið aflétti í dag keppnisbanninum sem það setti á landslið Íran á dögunum og því geta Íranar tekið þátt í Asíuleikunum eins og til stóð. Sepp Blatter forseti FIFA segir þó að þessi ráðstöfun sé skilyrðum háð og hefur sambandið fengið frest til 5. desember til að koma sínum málum á hreint. Bannið var sett á í kjölfar þess að stjórnvöld í landinu höfðu óeðlileg afskipti af knattspyrnusambandinu í landinu. 27.11.2006 13:53
Mido verður frá keppni í tvær vikur Framherjinn Mido hjá Tottenham verður frá keppni næstu tvær vikurnar eftir að í ljós koma að hann er með rifinn vöðva í nára. Þessi 23 ára framherji skrifaði undir samning við félagið í sumar en hefur skorað 17 mörk á þeim tíma sem hann hefur leikið með Tottenham - lengst af sem lánsmaður frá Roma á Ítalíu. 27.11.2006 13:47
Hunt óskar eftir fundi með Petr Cech Miðjumaðurinn Stephen Hunt hjá Reading segist ætla að fara þess á leit við Petr Cech, markvörð Chelsea, að hann hitti sig að máli maður á mann þegar liðin eigast við að nýju í kring um jólin. Cech hefur ekki spilað með Chelsea síðan hann höfuðkúpubrotnaði í viðskiptum sínum við Hunt í deildarleik í síðasta mánuði. 26.11.2006 22:30
Stuttgart í þriðja sæti Stuttgart smellti sér í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 1-0 sigri á Gladbach. Það var framherjinn Cacau sem skoraði eina mark leiksins og hefur Gladbach aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum. Leverkusen lyfti sér af mesta fallsvæðinu með 3-1 sigri á Cottbus. 26.11.2006 21:51
Inter heldur toppsætinu Inter Milan hefur fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir mjög þýðingarmikinn 2-1 útisigur á Palermo á Sikiley í kvöld. Zlatan Ibrahimovic og Patrick Vieira skoruðu mörk Mílanóliðsins í kvöld. Palermo búið að missa annað sætið alfarið í hendur Roma sem lagði Sampdoria 4-2 í dag þar sem Francesco Totti skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. 26.11.2006 21:38
Raul tryggði Real mikilvægan sigur Gulldrengurinn Raul tryggði liði sínu Real Madrid mikilvægan 1-0 útisigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Markið skoraði fyrirliðinn á 53. mínútu eftir sendingu frá Roberto Carlos og er Real komið í annað sæti deildarinnar fyrir vikið. Leik Atletico Bilbao er að ljúka í beinni útsendingu á Sýn en þar hafa gestirnir frá Sevilla 2-1 forystu og hirða annað sætið af Real með sigri. 26.11.2006 21:29
Menn verða að vinna fyrir sæti sínu Martin Jol, stjóri Tottenham, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í dag eftir að liðið lagði Wigan 3-1 á White Hart Lane. Jol hrósaði framherjanum Dimitar Berbatov fyrir frammistöðu sína og svaraði spurningum sem dunið hafa á honum vegna sífelldra mannabreytinga í framlínunni. 26.11.2006 21:07
Við vorum betri aðilinn í dag Sir Alex Ferguson vildi meina að hans menn í Manchester United hefðu verið betri aðilinn í leiknum gegn Chelsea í dag. United hefur enn þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir leiki dagsins. 26.11.2006 20:18
United missti af stóru tækifæri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vill meina að topplið Manchester United hafi í dag missta af stóru og gullnu tækifæri til að ná afgerandi forystu í deildinni. Liðin skildu jöfn 1-1 í stórleik helgarinnar í dag. 26.11.2006 20:01
Stórmeistarajafntefli á Old Trafford Manchester United og Chelsea skildu jöfn í uppgjöri toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester í dag. Louis Saha kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með góðu langskoti, en Ricardo Carvalho jafnaði metin fyrir Chelsea í síðari hálfleik þegar Englandsmeistararnir náðu að jafna með miklu harðfylgi. Forskot United er því enn þrjú stig á toppi deildarinnar. 26.11.2006 18:00
Berbatov stal senunni í sigri Tottenham Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov átti stórleik í dag þegar Tottenham þokaðist loks upp í efri helming ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Wigan á heimavelli. Berbatov skoraði eitt mark og lagði upp önnur tvö fyrir þá Jermaine Defoe og Aaron Lennon eftir að Henry Camara hafði komið gestunum yfir snemma leiks. 26.11.2006 17:38
United hefur yfir í hálfleik Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Chelsea í hálfleik í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn í United hafa verið öllu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var franski framherjinn Louis Saha sem skoraði mark liðsins á 29. mínútu. Þetta var 99. deildarmark framherjans í úrvalsdeildinni. 26.11.2006 16:50
Beckham orðaður við West Ham Þrálátur orðrómur er enn á kreiki um gjörvalla Evrópu þess efnis að David Beckham muni fara frá Real Madrid í janúar því hann sé ekki inni í framtíðaráformum Fabio Capello þjálfara. 26.11.2006 16:24
Tottenham yfir í hálfleik Tottenham hefur yfir 2-1 gegn Wigan í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Camara kom Wigan yfir í leiknum, en frábær mörk Defoe og Berbatov komu heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins eftir að Tottenham hafði verið miklu betri aðilinn allan hálfleikinn. Þá er stórleikur Manchester United og Chelsea að hefjast nú klukkan 16. 26.11.2006 16:03
Eggert ætlar að ræða við Kenyon Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC í dag að hann ætlaði að setjast niður með Peter Kenyon hjá Chelsea með það í huga að ræða hugsanleg kaup West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips. Alan Pardew, stjóri West Ham, er ósáttur við að Chelsea hafi lekið fyrirspurn félagsins í blöðin. 26.11.2006 15:38
Newcastle lagði Portsmouth Newcastle vann mikilvægan sigur á Portsmouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Antoine Sibierski sem skoraði sigurmark liðsins í síðari hálfleik og var þetta fyrsti sigur liðsins í 9 leikjum. 26.11.2006 15:21