Uppgjörið: Ísland - Króatía 30-29 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2026 10:01 Íslenska karlalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við súrt tap gegn Króötum í dag. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola súrt eins marks tap gegn lærisveinum Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu á EM í handbolta í dag. Króatíska liðið setti tóninn strax í upphafi leiks og ljóst var að strákarnir okkar þyrftu að standa af sér mikinn barning næstu 60 mínúturnar. Króatar skoruðu í fyrstu fjórum sóknum sínum í leiknum, gegn aðeins tveimur mörkum Íslands, en á sama tíma tókst lærisveinum Dags að næla sér tvívegis í tveggja mínútna brottvísun og að lumbra á Ómari Inga Magnússyni í einni sókn til viðbótar. Á þeim tíma meiddist einnig Dino Slavic, markvörður Króata, við það að skutla sér á eftir skoti Elliða Snæs Viðarssonar frá miðju. Inn á í hans stað kom Dominik Kuzmanovic, sem átti eftir að reynast íslenska liðinu erfiður. Elliði Snær Viðarsson skýtur að marki Króata.Vísir/Vilhelm Króatar héldu tveggja til þriggja marka forskoti næstu mínútur, eða alveg þar til á 20. mínútu þegar Orri Freyr Þorkelsson skoraði úr hraðaupphlaupi og minnkaði muninn niður í eitt mark. Stuttu síðar varð íslenska liðið þó fyrir áfalli þegar Haukur Þrastarson fékk eitt stykki olnboga af fullum þunga í kjálkann er hann reyndi að verjast Zvonimir Srna. Haukur fékk langa aðhlynningu á blóðugu gólfinu, en gekk að lokum óstuddur af velli. Hann kom sér þó inn í klefa áður en fyrri hálfleik lauk, en mætti aftur út í sal eftir hálfleikshléið. Haukur Þrastarson fékk þungt högg á kjálkann í fyrri hálfleik.Vísir/Vilhelm Áfram voru Króatar með yfirhöndina og strákarnir okkar að elta. Króatíska liðið náði þriggja marka forskoti á ný þegar rétt tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og misnotað víti í næstu sókn Íslands leiddi til þess að Króatar náðu fjögurra marka forskoti fyrir hlé. Íslenska liðið tapaði reyndar boltanum í sinni síðustu sókn í fyrri hálfleik og Króatar fengu tækifæri til að auka muninn enn frekar, en þá var heppnin með okkur og staðan var 15-19 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Janus Daði Smárason fórnar höndum í leik dagsins.Vísir/Vilhelm Líklega var varnarleikur íslenska liðsins umræðuefnið í hálfleiksræðu Snorra Steins, enda erfitt að vinna handboltaleiki þegar liðið fær á sig 19 mörk á hverjum 30 mínútum. Hálfleikshléið virtist hafa gert íslensku strákunum gott því Króatar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu rúmu átta mínútum seinni hálfleiks. Á sama tíma skoraði íslenska liðið fjögur mörk og minnkaði muninn aftur niður í eitt. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sínum mörkum.Vísir/Vilhelm Tapaðir boltar í tveimur sóknum í röð hjá íslenska liðinu hleyptu Króötum þó aftur þremur mörkum yfir. Íslenska liðið minnkaði niður í tvö áður en Dagur Sigurðsson tók leikhlé fyrir Króata þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Áfram voru strákarnir okkar að elta og næstu mínútur hélst munurinn í tveimur til þremur mörkum. Ómari Inga Magnússyni tókst þó loksins að minnka muninn í eitt mark á 51. mínútu með marki úr vítakasti og við tóku æsispennandi lokamínútur. Þegar um sjö og hálf mínúta var eftir af leiknum tók Snorri Steinn leikhlé fyrir íslenska liðið til að stilla upp í skot fyrir Þorstein Leó Gunnarsson, en skot hans fór yfir markið. Snorri Steinn fylgist með af hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Íslenska liðið þurfti því að halda eltingaleik sínum áfram, en eins og fyrr í leiknum brást okkur bogalistinn þegar mest á reyndi. Skot af íslensku vörninni sem endaði í netinu kom Króötum í þriggja marka forskot þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka og miðað við hvað var búið að skora lítið í seinni hálfleik virtist fjallið vera orðið óklífandi fyrir íslenska liðið. Óðinn Þór Ríkharðsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúm mínúta var eftir og aftur þegar tæp mínúta var eftir. Hann minnkaði svo muninn niður í eitt mark þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en þá var það orðið of seint og Króatar fögnuðu að lokum eins marks sigri, 29-30. Ísland og Króatía eru því jöfn að stigum í milliriðli II, með tvö stig eftir tvo leiki. Liðin sitja í 1.-4. sæti riðilsins, ásamt Svíum og Slóvenum. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola súrt eins marks tap gegn lærisveinum Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu á EM í handbolta í dag. Króatíska liðið setti tóninn strax í upphafi leiks og ljóst var að strákarnir okkar þyrftu að standa af sér mikinn barning næstu 60 mínúturnar. Króatar skoruðu í fyrstu fjórum sóknum sínum í leiknum, gegn aðeins tveimur mörkum Íslands, en á sama tíma tókst lærisveinum Dags að næla sér tvívegis í tveggja mínútna brottvísun og að lumbra á Ómari Inga Magnússyni í einni sókn til viðbótar. Á þeim tíma meiddist einnig Dino Slavic, markvörður Króata, við það að skutla sér á eftir skoti Elliða Snæs Viðarssonar frá miðju. Inn á í hans stað kom Dominik Kuzmanovic, sem átti eftir að reynast íslenska liðinu erfiður. Elliði Snær Viðarsson skýtur að marki Króata.Vísir/Vilhelm Króatar héldu tveggja til þriggja marka forskoti næstu mínútur, eða alveg þar til á 20. mínútu þegar Orri Freyr Þorkelsson skoraði úr hraðaupphlaupi og minnkaði muninn niður í eitt mark. Stuttu síðar varð íslenska liðið þó fyrir áfalli þegar Haukur Þrastarson fékk eitt stykki olnboga af fullum þunga í kjálkann er hann reyndi að verjast Zvonimir Srna. Haukur fékk langa aðhlynningu á blóðugu gólfinu, en gekk að lokum óstuddur af velli. Hann kom sér þó inn í klefa áður en fyrri hálfleik lauk, en mætti aftur út í sal eftir hálfleikshléið. Haukur Þrastarson fékk þungt högg á kjálkann í fyrri hálfleik.Vísir/Vilhelm Áfram voru Króatar með yfirhöndina og strákarnir okkar að elta. Króatíska liðið náði þriggja marka forskoti á ný þegar rétt tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og misnotað víti í næstu sókn Íslands leiddi til þess að Króatar náðu fjögurra marka forskoti fyrir hlé. Íslenska liðið tapaði reyndar boltanum í sinni síðustu sókn í fyrri hálfleik og Króatar fengu tækifæri til að auka muninn enn frekar, en þá var heppnin með okkur og staðan var 15-19 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Janus Daði Smárason fórnar höndum í leik dagsins.Vísir/Vilhelm Líklega var varnarleikur íslenska liðsins umræðuefnið í hálfleiksræðu Snorra Steins, enda erfitt að vinna handboltaleiki þegar liðið fær á sig 19 mörk á hverjum 30 mínútum. Hálfleikshléið virtist hafa gert íslensku strákunum gott því Króatar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu rúmu átta mínútum seinni hálfleiks. Á sama tíma skoraði íslenska liðið fjögur mörk og minnkaði muninn aftur niður í eitt. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sínum mörkum.Vísir/Vilhelm Tapaðir boltar í tveimur sóknum í röð hjá íslenska liðinu hleyptu Króötum þó aftur þremur mörkum yfir. Íslenska liðið minnkaði niður í tvö áður en Dagur Sigurðsson tók leikhlé fyrir Króata þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Áfram voru strákarnir okkar að elta og næstu mínútur hélst munurinn í tveimur til þremur mörkum. Ómari Inga Magnússyni tókst þó loksins að minnka muninn í eitt mark á 51. mínútu með marki úr vítakasti og við tóku æsispennandi lokamínútur. Þegar um sjö og hálf mínúta var eftir af leiknum tók Snorri Steinn leikhlé fyrir íslenska liðið til að stilla upp í skot fyrir Þorstein Leó Gunnarsson, en skot hans fór yfir markið. Snorri Steinn fylgist með af hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Íslenska liðið þurfti því að halda eltingaleik sínum áfram, en eins og fyrr í leiknum brást okkur bogalistinn þegar mest á reyndi. Skot af íslensku vörninni sem endaði í netinu kom Króötum í þriggja marka forskot þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka og miðað við hvað var búið að skora lítið í seinni hálfleik virtist fjallið vera orðið óklífandi fyrir íslenska liðið. Óðinn Þór Ríkharðsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúm mínúta var eftir og aftur þegar tæp mínúta var eftir. Hann minnkaði svo muninn niður í eitt mark þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en þá var það orðið of seint og Króatar fögnuðu að lokum eins marks sigri, 29-30. Ísland og Króatía eru því jöfn að stigum í milliriðli II, með tvö stig eftir tvo leiki. Liðin sitja í 1.-4. sæti riðilsins, ásamt Svíum og Slóvenum.