Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Arnar Skúli Atlason skrifar 15. janúar 2026 18:32 ÍR - Tindastóll Bónus Deild Karla Haust 2025 vísir/Diego Tindastóll vann 101-90 gegn ÍR í 14. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Dedrick Basile fór mestan fyrir heimamenn á Sauðárkróki en hann stimplaði þrefalda tvenna á tölfræðiblaðið í þessum örugga sigri. Tindastóll byrjaði betur í kvöld og Dedrick Basile var vel tengdur hann skoraði af vild fyrir lið Tindastól sem fljótlega tóku forystuna. ÍR vaknaði aðeins en Dimitrios Klonaras og fyrrum leikmaður Tindastóls Björgvin Hafþór Ríkharðsson voru sleipir hjá ÍRingum. Tindastóll leiddi að loknum fyrsta leikhluta 26-20. ÍR sótti í sig veðrið í upphafi annars leikhluta. Með krafti og dugnaði jöfnuðu þeir leikinn og komust yfir og leiddu 39-37 þegar um fjórar mínútur lifðu fjórðungsins. Tindastóll spýtti í lófana og skoraði ellefu stig í röð og kom sér yfir og leiddu þægilega í hálfleik 50-41. Tindastóll komur sterkari út í seinni hálfleikinn og jók muninn jafnt þétt. Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði Tindastóls var öflugur og setti átta stig í fjórðungnum og var einnig að stjórna leiknum vel. Þegar munurinn var kominn í 18 stig komu átta stig í röð frá Hákoni Erni Hjálmarssyni og minnkaði hann muninn fyrir ÍR áður en leikhlutinn var allur. Tindastóll fór með tíu stiga mun inn í seinasta fjórðunginn. Staðan 77-67. Fjórði leikhlutinn leið án þess að verða spennandi. Allan fjórðunginn skiptust liðin á körfum og fór munurinn aldrei undir sjö stiga mun. Tindastóll sigldi þessu þægilega heim en lokatölur leiksins voru 101-90. Atvik leiksins Spretturinn hjá Tindastól í lok annars leikhluta sem bjó til muninn sem hélst út allan leikinn. Stjörnur Dedrick Basile var gjörsamlega frábær í kvöld með þrefalda tvennu. 17 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar. Davis Geks og Júlíus Orri settu tóninn varnarlega. Hjá ÍR var Jacob Falko bestur í kvöld með 23 stig. Mikið fór fyrir Björgvin Hafþórssyni og Hákoni Erni. Þeir voru að skila flottu framlagi. Dómararnir Þeir stóðu sig með prýði í kvöld. Ekkert út á þá að setja. Stemning og umgjörð Það hefur verið betri mæting í Síkið en það er risaleikur á þriðjudaginn þegar Tindastóll taka á móti Dinamo Zagreb og eftirvæntingin mikil fyrir hann. Arnar: Óvenju stressaður fyrirfram en feginn eftirá Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls var sáttur að leik loknum í kvöld. „Bara gott að vinna. Síðasti heimaleikur var tap í framlengingu á móti Val. Þar sem okkur fannst við ekki loka leiknum nógu vel. Seinasti leikur var svo úti leikur á móti Snæfell þar sem mér fannst við ekkert sérstaklega mikið on. Þannig að ég var óvenju stressaður fyrir þessum leik og feginn að hann vann.“ ÍR náði aldrei að ógna Tindastól í seinni hálfleiknum en Arnari fannst þetta aldrei þægilegt. „Mér þótti þetta ekki þægilegt. Mér leið ekkert sérstaklega vel með þetta. Mér fannst ÍR spila vel. Mér fannst þeir vera að gera vel. Björgvin var að gera okkur mjög erfitt með sóknarfráköstum og köttum. Þegar við ætluðum að skilja hann eftir. Hann var örugglega plús 20 í leiknum. Við vorum í tómu basli með hann en gott að þetta hafðist.“ Það hafa verið flökku sögur að Tindastóll væri að gera breytingar á sínum hópi en Arnar svaraði því frekar pent. „Nei það er það ekki.“ Borche: Tindastóll refsaði, sem kom ekki á óvart Borce Ilievski þjálfari ÍR var sáttur við frammistöðuna og liðsheildina þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur hvernig liðið mitt spilaði í kvöld. Við komum hingað til að vinna í kvöld það var markmiðið okkar. Þrátt fyrir að við töpuðum illa í fyrri umferðinni. Mér finnst liðið mitt sýna að þeir geti spilað öll lið í deildinni. Ég er ánægður hvernig liðið mitt barðist og spilaði í kvöld. Tindastóll er mjög gott lið. Þegar við missum fókus þá kunna þeir að refsa fyrir það. Við þurftum á að eyða meiri orku í að koma til baka í leiknum. I heildina er ég mjög sáttur með strákana í kvöld.“ Alltaf þegar ÍR komu með nokkrar körfur í röð náðu Tindastóll alltaf að svara og munurinn minnkaði aldrei. „Tindastóll spilar hlaupa og skjóta (run and gun) bolta og ef þú klikkar nokkrum sóknum í röð ná þeir að refsa þér. Við vissum það fyrir leikinn og reyndum að undirbúa okkur undir það fyrir leikinn. Þeir spila svona í Evrópukeppninni og deildinni. Þannig þetta kom okkur ekkert á óvart hvernig þeir spiluðu.“ Bónus-deild karla Tindastóll ÍR
Tindastóll vann 101-90 gegn ÍR í 14. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Dedrick Basile fór mestan fyrir heimamenn á Sauðárkróki en hann stimplaði þrefalda tvenna á tölfræðiblaðið í þessum örugga sigri. Tindastóll byrjaði betur í kvöld og Dedrick Basile var vel tengdur hann skoraði af vild fyrir lið Tindastól sem fljótlega tóku forystuna. ÍR vaknaði aðeins en Dimitrios Klonaras og fyrrum leikmaður Tindastóls Björgvin Hafþór Ríkharðsson voru sleipir hjá ÍRingum. Tindastóll leiddi að loknum fyrsta leikhluta 26-20. ÍR sótti í sig veðrið í upphafi annars leikhluta. Með krafti og dugnaði jöfnuðu þeir leikinn og komust yfir og leiddu 39-37 þegar um fjórar mínútur lifðu fjórðungsins. Tindastóll spýtti í lófana og skoraði ellefu stig í röð og kom sér yfir og leiddu þægilega í hálfleik 50-41. Tindastóll komur sterkari út í seinni hálfleikinn og jók muninn jafnt þétt. Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði Tindastóls var öflugur og setti átta stig í fjórðungnum og var einnig að stjórna leiknum vel. Þegar munurinn var kominn í 18 stig komu átta stig í röð frá Hákoni Erni Hjálmarssyni og minnkaði hann muninn fyrir ÍR áður en leikhlutinn var allur. Tindastóll fór með tíu stiga mun inn í seinasta fjórðunginn. Staðan 77-67. Fjórði leikhlutinn leið án þess að verða spennandi. Allan fjórðunginn skiptust liðin á körfum og fór munurinn aldrei undir sjö stiga mun. Tindastóll sigldi þessu þægilega heim en lokatölur leiksins voru 101-90. Atvik leiksins Spretturinn hjá Tindastól í lok annars leikhluta sem bjó til muninn sem hélst út allan leikinn. Stjörnur Dedrick Basile var gjörsamlega frábær í kvöld með þrefalda tvennu. 17 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar. Davis Geks og Júlíus Orri settu tóninn varnarlega. Hjá ÍR var Jacob Falko bestur í kvöld með 23 stig. Mikið fór fyrir Björgvin Hafþórssyni og Hákoni Erni. Þeir voru að skila flottu framlagi. Dómararnir Þeir stóðu sig með prýði í kvöld. Ekkert út á þá að setja. Stemning og umgjörð Það hefur verið betri mæting í Síkið en það er risaleikur á þriðjudaginn þegar Tindastóll taka á móti Dinamo Zagreb og eftirvæntingin mikil fyrir hann. Arnar: Óvenju stressaður fyrirfram en feginn eftirá Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls var sáttur að leik loknum í kvöld. „Bara gott að vinna. Síðasti heimaleikur var tap í framlengingu á móti Val. Þar sem okkur fannst við ekki loka leiknum nógu vel. Seinasti leikur var svo úti leikur á móti Snæfell þar sem mér fannst við ekkert sérstaklega mikið on. Þannig að ég var óvenju stressaður fyrir þessum leik og feginn að hann vann.“ ÍR náði aldrei að ógna Tindastól í seinni hálfleiknum en Arnari fannst þetta aldrei þægilegt. „Mér þótti þetta ekki þægilegt. Mér leið ekkert sérstaklega vel með þetta. Mér fannst ÍR spila vel. Mér fannst þeir vera að gera vel. Björgvin var að gera okkur mjög erfitt með sóknarfráköstum og köttum. Þegar við ætluðum að skilja hann eftir. Hann var örugglega plús 20 í leiknum. Við vorum í tómu basli með hann en gott að þetta hafðist.“ Það hafa verið flökku sögur að Tindastóll væri að gera breytingar á sínum hópi en Arnar svaraði því frekar pent. „Nei það er það ekki.“ Borche: Tindastóll refsaði, sem kom ekki á óvart Borce Ilievski þjálfari ÍR var sáttur við frammistöðuna og liðsheildina þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur hvernig liðið mitt spilaði í kvöld. Við komum hingað til að vinna í kvöld það var markmiðið okkar. Þrátt fyrir að við töpuðum illa í fyrri umferðinni. Mér finnst liðið mitt sýna að þeir geti spilað öll lið í deildinni. Ég er ánægður hvernig liðið mitt barðist og spilaði í kvöld. Tindastóll er mjög gott lið. Þegar við missum fókus þá kunna þeir að refsa fyrir það. Við þurftum á að eyða meiri orku í að koma til baka í leiknum. I heildina er ég mjög sáttur með strákana í kvöld.“ Alltaf þegar ÍR komu með nokkrar körfur í röð náðu Tindastóll alltaf að svara og munurinn minnkaði aldrei. „Tindastóll spilar hlaupa og skjóta (run and gun) bolta og ef þú klikkar nokkrum sóknum í röð ná þeir að refsa þér. Við vissum það fyrir leikinn og reyndum að undirbúa okkur undir það fyrir leikinn. Þeir spila svona í Evrópukeppninni og deildinni. Þannig þetta kom okkur ekkert á óvart hvernig þeir spiluðu.“