Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2025 17:54 Þórunn Anna segir þörf á regluverki utan um gjaldtöku á bílastæðum. Vísir/Sara Bílastæðamál eru meðal fyrirferðarmestu málaflokkanna sem rata inn á borð Neytendastofu. Forstjóri stofnunarinnar teldi það til bóta ef skýrar reglur væru til um gjaldskyld stæði. Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hún margt hafa breyst þegar kemur að bílastæðamálum, með tilkomu tækninýjunga. „Tæknin náttúrulega á að gera okkur auðveldara fyrir, en flækist líka kannski fyrir. Það þarf að aðlaga kröfurnar að þeim,“ sagði Þórunn. Neytendastofa birti í sumar fimm ákvarðanir sínar sem beindust að fyrirtækum sem sýsla með gjaldtöku bílastæða. Með þeim segir Þórunn að markmiðið hafi verið að fá fyrirtækin til að skýra merkingar sínar og sjá til þess að ökumenn áttuðu sig á því að þeir væru að leggja í gjaldskyld stæði. Neytendur þurfi bæði að vita hvort þeir eigi að greiða, og hversu mikið. „Það eru ýmsar leiðir og ýmislegt sem þarf að skoða í þessu, og er verið að skoða líka í löndunum í kringum okkur.“ Metið eftir hverju atviki fyrir sig Þórunn segir að Neytendastofa fái fjölmargar ábendingar um brotalamir þegar komi að bílastæðamálum. Þær séu hafðar til hliðsjónar þegar ákvarðanir séu teknar. „Það eru engar sérstakar reglur sem gilda um þetta. Það eru engar reglur sem segja: Þetta á að vera svona, svona á þetta að vera merkt, þetta á að koma fram, og þess háttar. Þannig að við þurftum svolítið að skoða þetta út frá hverju bílastæði fyrir sig.“ Samræmingar sé þörf Þórunn segist telja að mjög væri til bóta ef slíkar reglur væru til, sem myndu skýra rammann sem stofnunin geti unnið eftir. „Út af því að það eru ekki til reglur þurftum við að meta þetta út frá hverju bílastæði fyrir sig. Vegna þess að á litlu bílastæði er kannski nóg að hafa svona mörg skilti og þau staðsett á þessum stöðum, en annars staðar, þar sem eru kannski fleiri en einn aðili [sem innheimta gjöld] og fleira, þá þurfi merkingarnar að vera með öðrum hætti,“ segir Þórunn. Viðtalið við Þórunni má heyra í heild ofar í fréttinni. Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hún margt hafa breyst þegar kemur að bílastæðamálum, með tilkomu tækninýjunga. „Tæknin náttúrulega á að gera okkur auðveldara fyrir, en flækist líka kannski fyrir. Það þarf að aðlaga kröfurnar að þeim,“ sagði Þórunn. Neytendastofa birti í sumar fimm ákvarðanir sínar sem beindust að fyrirtækum sem sýsla með gjaldtöku bílastæða. Með þeim segir Þórunn að markmiðið hafi verið að fá fyrirtækin til að skýra merkingar sínar og sjá til þess að ökumenn áttuðu sig á því að þeir væru að leggja í gjaldskyld stæði. Neytendur þurfi bæði að vita hvort þeir eigi að greiða, og hversu mikið. „Það eru ýmsar leiðir og ýmislegt sem þarf að skoða í þessu, og er verið að skoða líka í löndunum í kringum okkur.“ Metið eftir hverju atviki fyrir sig Þórunn segir að Neytendastofa fái fjölmargar ábendingar um brotalamir þegar komi að bílastæðamálum. Þær séu hafðar til hliðsjónar þegar ákvarðanir séu teknar. „Það eru engar sérstakar reglur sem gilda um þetta. Það eru engar reglur sem segja: Þetta á að vera svona, svona á þetta að vera merkt, þetta á að koma fram, og þess háttar. Þannig að við þurftum svolítið að skoða þetta út frá hverju bílastæði fyrir sig.“ Samræmingar sé þörf Þórunn segist telja að mjög væri til bóta ef slíkar reglur væru til, sem myndu skýra rammann sem stofnunin geti unnið eftir. „Út af því að það eru ekki til reglur þurftum við að meta þetta út frá hverju bílastæði fyrir sig. Vegna þess að á litlu bílastæði er kannski nóg að hafa svona mörg skilti og þau staðsett á þessum stöðum, en annars staðar, þar sem eru kannski fleiri en einn aðili [sem innheimta gjöld] og fleira, þá þurfi merkingarnar að vera með öðrum hætti,“ segir Þórunn. Viðtalið við Þórunni má heyra í heild ofar í fréttinni.
Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent