Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya BL 9. október 2025 11:30 Nissan Ariya er bíll sem sameinar japanskan einfaldleika og evrópsk þægindi í fallegri heild. Sannarlega bíll sem hentar vel fjölskyldufólki sem vill auk þess gott pláss fyrir farangur og útivistardót. Blaðamaður Vísis reynsluók bílinn fyrir skemmstu. Vísir/Anton Brink. Síðustu dagar septembermánaðar voru sögulegir fyrir blaðamann Vísis að tvennu leyti. Þá keyrði hann í fyrsta sinn bíl frá Nissan og um leið í fyrsta sinn rafmagnsbíl. Um var að ræða reynsluakstur á Nissan Ariya og er óhætt að segja að þessi tvöföldu fyrstu kynni hafi verið afar ánægjuleg. Nissan Ariya er glæsilegur sportjeppi sem er jafnvígur á innanbæjarakstur og lengri ferðalög um landið. Bíllinn kom fyrst á markað árið 2022 og hefur síðan verið að festa sig í sessi sem stílhreinn og áreiðanlegur rafbíll með ríkulegan staðalbúnað og þægindi í hæsta gæðaflokki. Það fyrsta sem vekur athygli er einföld og nútímaleg hönnun bílsins. Hann beið mín við höfuðstöðvar BL við Sævarhöfða í Reykjavík, hreinn, glansandi og með yfirbragði öryggis og krafts. Þetta er stæltur sportjeppi og ég var heldur betur tilbúinn í fjörið. 12,3” stafrænt mælaborð inniheldur allar helstu upplýsingar í skýru og einföldu uppsettu formi, stílhreint og smekklegt.Vísir/Anton Brink. Ariya kemur í þremur útgáfum; Advance, Evolve (framhjóladrifinn) og Evolve fjórhjóladrifinn sem var sá bíll sem ég fékk að prófa. Vísir/Anton Brink. Ariya býr yfir e-4ORCE aldrifskerfi með tvöföldum rafmótor sem skilar meira hámarkstogi, stöðugleika og snerpu á nánast hvaða undirlagi sem er. Rafhlaðan er 87 kWh með allt að 530 km drægni og með hraðhleðslu má bæta við 300 km á um 30 mínútum. Bókaðu reynsluakstur hér. Plássið fyrir ökumann er mjög gott og ég sest inn í rafdrifið og upphitað ökumannssæti með stillanlegum mjóhryggsstuðningi – smáatriði sem skipta miklu máli fyrir langar vegalengdir. Leðurklætt stýrið er sportlegt og þétt í hendi, ekki of stórt og gefur góða tilfinningu í akstri. Það er góð tilfinning fyrir nettar hendur að handleika svona þétt stýri við aksturinn. Fyrir framan mig blasir við 12,3” stafrænt mælaborð þar sem allar helstu upplýsingar eru í skýru og einföldu uppsettu formi, stílhreint og smekklegt. LED-stemningslýsingin setur smá diskó í bíltúrinn.Vísir/Anton Brink. LED-stemningslýsingin undir mælaborðinu og í hurðum setur skemmtilegan svip á innra rýmið. Gott dæmi um eiginleika bíls sem skiptir í sjálfu sér litlu máli en setur mjög skemmtilegan svip á innra rýmið og eykur aðeins stemninguna. Í Evolve-útgáfunni bætist svo við Bose-hljómkerfi með 10 hátölurum og sérstökum bassahátalara. Hljómburðurinn er frábær, hvort sem hlustað er á Sálumessu Mozarts, rifjaðar upp eldri plötur Oasis í tilefni endurkomu bræðranna óstýrlátu eða nýjustu plötu Páls Óskars og Benn Hemm Hemm. Þetta er bíll sem gerir góðan dag enn betri – og mögulega heyrnina aðeins verri! Eitthvað sem miðaldra og aðeins heyrnaskertur bílstjórinn mátti nú varla við. Nettur miðjustokkurinn setur skemmtilegan svip á innra rýmið. Vísir/Anton Brink. Miðjustokkurinn er hreyfanlegur og hægt að færa hann fram og aftur eftir þörfum. Hann er einfaldur í hönnun en úthugsaður, með litla gírstöng, þráðlausa farsímahleðslu og snyrtileg geymsluhólf sem rúmar vatnsflösku, kaffimál eða ýmsa nauðsynlega smáhluti. Geymsluhólfinu er svo hægt að loka með fallegu viðarloki. Það er smá „Zen“ í þessari japönsku hönnun. Aftursætin eru rúmgóð og þægileg.Vísir/Anton Brink. Það fer mjög vel um farþega í aftursætunum, fótarýmið er rúmt og sætin eru bæði falleg og þægileg. Hægt er að hita aftursætin og tengja síma í gegnum USB-tengi. Armpúði með glasahöldum bætir við þægindin og með 60:40 niðurfellanlegum sætisbökum er auðvelt að stækka farangursrýmið án þess að fella niður öll sætin. Þannig er hægt að koma skíðum eða brettum með í ferðina en samt halda einu sæti lausu fyrir farþega. Intelligent-baksýnisspegillinn getur komið að góðum notum ef skyggnið bak við bílinn er slæmt.Vísir/Anton Brink. Baksýnisspegillinn í Nissan ARIYA er svokallaður Intelligent-baksýnisspegill. Hann er þeim kostum búinn að ef eitthvað byrgir fyrir útsýni úr honum, t.d. hávaxnir farþegar eða mjög mikill farangur, er hægt að skipta yfir á innbyggða LCD-skjáinn og fá þar með góða yfirsýn úr bakkmyndavélinni. Farangursrýmið er rúmgott og þægilegt.Vísir/Anton Brink. Farangursrýmið sjálft er 468 lítrar sem tekur fjórar meðalstórar ferðatöskur. Séu aftursætin lögð niður stækkar rýmið í 1431 lítra sem er mjög gott fyrir lengri fjölskylduferðir eða útivistina. Einn af mörgum kostum bílsins er síðan opnanlega glerþakið sem mér finnst hrikalega töff og nánast virði einnar auka stjörnu. Ekki bara er það frekar svalt heldur stækkar glerþakið rýmið fyrir utan að gefa enn meira aukabirtu. Það líður öllum betur í svona bíl. Vísir/Anton Brink. Ytra útlit bílsins er glæsilegt og inniheldur skarpar línur, kraftmikið grill og er jafnvæginu stillt smekklega á milli sportlegs og fágaðs útlits með t.d. 19” álfelgum, LED aðalljós og LED afturljósum. Ariya er ekki bíll sem þarf að öskra á eftir athygli en fær hana samt. Nissan Ariya er með skarpar línur, kraftmikið grill og er jafnvæginu stillt smekklega á milli sportlegs og fágaðs útlits.Vísir/Anton Brink.Vísir/Anton Brink Bílstjórar Nissan Ariya eru í góðum höndum þegar kemur að öryggisbúnaði og akstursaðstoð. Bíllinn er m.a. búinn neyðarhemlunarkerfi sem greinir gangandi vegfarendur bæði framan og aftan, auk fjarlægðar- og umferðarskynjara allan hringinn. Ariya býður einnig upp á blindhornsviðvörun með stýrisaðstoð, hraðatakmarkara og ISOFIX barnastólafestingar. Skemmtilegasta nýjungin sem ég prófaði var ProPilot-akstursaðstoðarkerfið sem býður m.a. upp á að bakka sjálfkrafa í stæði fyrir bílstjórann. Og þvílík upplifun! Ég hafði aldrei prófað svona áður og viðurkenni að ég var hálf efins í fyrstu en þetta virkaði fullkomlega. Bíllinn tók yfir stýrið, inngjöfina og hemlana og bakkaði snyrtilega inn í þröngt stæði og á milli tveggja bíla við umferðargötu. Ég gæti vel vanist þessu. Stutt samantekt Nissan Ariya er bíll sem sameinar japanskan einfaldleika og evrópsk þægindi í fallegri heild. Hann er öflugur, hljóðlátur og fullur af tæknilegum þægindum sem gera aksturinn afslappaðan og öruggan. Bíll sem hentar vel fjölskyldufólki sem vill auk þess gott pláss fyrir farangur og útivistardót. Nissan Ariya kostar frá 6.990.000 kr. til 7.990.000 kr. með orkusjóðsstyrk. Bíllinn verður til sýnis í Kringlunni um helgina, dagana 10. - 12. október, og verður staðsettur á 1. hæð fyrir framan verslunina Timberland. Við hvetjum fólk til að kíkja á bílinn, taka þátt í leik og eiga möguleika á að vinna gjafabréf í Kringluna. Landsmönnum er svo að sjálfsögðu alltaf velkomið að kíkja á Sævarhöfða 2 og reynsluaka bílnum og fá sér kaffisopa. Allar nánari upplýsingar á vef BL og á vef Nissan. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Nissan Ariya er glæsilegur sportjeppi sem er jafnvígur á innanbæjarakstur og lengri ferðalög um landið. Bíllinn kom fyrst á markað árið 2022 og hefur síðan verið að festa sig í sessi sem stílhreinn og áreiðanlegur rafbíll með ríkulegan staðalbúnað og þægindi í hæsta gæðaflokki. Það fyrsta sem vekur athygli er einföld og nútímaleg hönnun bílsins. Hann beið mín við höfuðstöðvar BL við Sævarhöfða í Reykjavík, hreinn, glansandi og með yfirbragði öryggis og krafts. Þetta er stæltur sportjeppi og ég var heldur betur tilbúinn í fjörið. 12,3” stafrænt mælaborð inniheldur allar helstu upplýsingar í skýru og einföldu uppsettu formi, stílhreint og smekklegt.Vísir/Anton Brink. Ariya kemur í þremur útgáfum; Advance, Evolve (framhjóladrifinn) og Evolve fjórhjóladrifinn sem var sá bíll sem ég fékk að prófa. Vísir/Anton Brink. Ariya býr yfir e-4ORCE aldrifskerfi með tvöföldum rafmótor sem skilar meira hámarkstogi, stöðugleika og snerpu á nánast hvaða undirlagi sem er. Rafhlaðan er 87 kWh með allt að 530 km drægni og með hraðhleðslu má bæta við 300 km á um 30 mínútum. Bókaðu reynsluakstur hér. Plássið fyrir ökumann er mjög gott og ég sest inn í rafdrifið og upphitað ökumannssæti með stillanlegum mjóhryggsstuðningi – smáatriði sem skipta miklu máli fyrir langar vegalengdir. Leðurklætt stýrið er sportlegt og þétt í hendi, ekki of stórt og gefur góða tilfinningu í akstri. Það er góð tilfinning fyrir nettar hendur að handleika svona þétt stýri við aksturinn. Fyrir framan mig blasir við 12,3” stafrænt mælaborð þar sem allar helstu upplýsingar eru í skýru og einföldu uppsettu formi, stílhreint og smekklegt. LED-stemningslýsingin setur smá diskó í bíltúrinn.Vísir/Anton Brink. LED-stemningslýsingin undir mælaborðinu og í hurðum setur skemmtilegan svip á innra rýmið. Gott dæmi um eiginleika bíls sem skiptir í sjálfu sér litlu máli en setur mjög skemmtilegan svip á innra rýmið og eykur aðeins stemninguna. Í Evolve-útgáfunni bætist svo við Bose-hljómkerfi með 10 hátölurum og sérstökum bassahátalara. Hljómburðurinn er frábær, hvort sem hlustað er á Sálumessu Mozarts, rifjaðar upp eldri plötur Oasis í tilefni endurkomu bræðranna óstýrlátu eða nýjustu plötu Páls Óskars og Benn Hemm Hemm. Þetta er bíll sem gerir góðan dag enn betri – og mögulega heyrnina aðeins verri! Eitthvað sem miðaldra og aðeins heyrnaskertur bílstjórinn mátti nú varla við. Nettur miðjustokkurinn setur skemmtilegan svip á innra rýmið. Vísir/Anton Brink. Miðjustokkurinn er hreyfanlegur og hægt að færa hann fram og aftur eftir þörfum. Hann er einfaldur í hönnun en úthugsaður, með litla gírstöng, þráðlausa farsímahleðslu og snyrtileg geymsluhólf sem rúmar vatnsflösku, kaffimál eða ýmsa nauðsynlega smáhluti. Geymsluhólfinu er svo hægt að loka með fallegu viðarloki. Það er smá „Zen“ í þessari japönsku hönnun. Aftursætin eru rúmgóð og þægileg.Vísir/Anton Brink. Það fer mjög vel um farþega í aftursætunum, fótarýmið er rúmt og sætin eru bæði falleg og þægileg. Hægt er að hita aftursætin og tengja síma í gegnum USB-tengi. Armpúði með glasahöldum bætir við þægindin og með 60:40 niðurfellanlegum sætisbökum er auðvelt að stækka farangursrýmið án þess að fella niður öll sætin. Þannig er hægt að koma skíðum eða brettum með í ferðina en samt halda einu sæti lausu fyrir farþega. Intelligent-baksýnisspegillinn getur komið að góðum notum ef skyggnið bak við bílinn er slæmt.Vísir/Anton Brink. Baksýnisspegillinn í Nissan ARIYA er svokallaður Intelligent-baksýnisspegill. Hann er þeim kostum búinn að ef eitthvað byrgir fyrir útsýni úr honum, t.d. hávaxnir farþegar eða mjög mikill farangur, er hægt að skipta yfir á innbyggða LCD-skjáinn og fá þar með góða yfirsýn úr bakkmyndavélinni. Farangursrýmið er rúmgott og þægilegt.Vísir/Anton Brink. Farangursrýmið sjálft er 468 lítrar sem tekur fjórar meðalstórar ferðatöskur. Séu aftursætin lögð niður stækkar rýmið í 1431 lítra sem er mjög gott fyrir lengri fjölskylduferðir eða útivistina. Einn af mörgum kostum bílsins er síðan opnanlega glerþakið sem mér finnst hrikalega töff og nánast virði einnar auka stjörnu. Ekki bara er það frekar svalt heldur stækkar glerþakið rýmið fyrir utan að gefa enn meira aukabirtu. Það líður öllum betur í svona bíl. Vísir/Anton Brink. Ytra útlit bílsins er glæsilegt og inniheldur skarpar línur, kraftmikið grill og er jafnvæginu stillt smekklega á milli sportlegs og fágaðs útlits með t.d. 19” álfelgum, LED aðalljós og LED afturljósum. Ariya er ekki bíll sem þarf að öskra á eftir athygli en fær hana samt. Nissan Ariya er með skarpar línur, kraftmikið grill og er jafnvæginu stillt smekklega á milli sportlegs og fágaðs útlits.Vísir/Anton Brink.Vísir/Anton Brink Bílstjórar Nissan Ariya eru í góðum höndum þegar kemur að öryggisbúnaði og akstursaðstoð. Bíllinn er m.a. búinn neyðarhemlunarkerfi sem greinir gangandi vegfarendur bæði framan og aftan, auk fjarlægðar- og umferðarskynjara allan hringinn. Ariya býður einnig upp á blindhornsviðvörun með stýrisaðstoð, hraðatakmarkara og ISOFIX barnastólafestingar. Skemmtilegasta nýjungin sem ég prófaði var ProPilot-akstursaðstoðarkerfið sem býður m.a. upp á að bakka sjálfkrafa í stæði fyrir bílstjórann. Og þvílík upplifun! Ég hafði aldrei prófað svona áður og viðurkenni að ég var hálf efins í fyrstu en þetta virkaði fullkomlega. Bíllinn tók yfir stýrið, inngjöfina og hemlana og bakkaði snyrtilega inn í þröngt stæði og á milli tveggja bíla við umferðargötu. Ég gæti vel vanist þessu. Stutt samantekt Nissan Ariya er bíll sem sameinar japanskan einfaldleika og evrópsk þægindi í fallegri heild. Hann er öflugur, hljóðlátur og fullur af tæknilegum þægindum sem gera aksturinn afslappaðan og öruggan. Bíll sem hentar vel fjölskyldufólki sem vill auk þess gott pláss fyrir farangur og útivistardót. Nissan Ariya kostar frá 6.990.000 kr. til 7.990.000 kr. með orkusjóðsstyrk. Bíllinn verður til sýnis í Kringlunni um helgina, dagana 10. - 12. október, og verður staðsettur á 1. hæð fyrir framan verslunina Timberland. Við hvetjum fólk til að kíkja á bílinn, taka þátt í leik og eiga möguleika á að vinna gjafabréf í Kringluna. Landsmönnum er svo að sjálfsögðu alltaf velkomið að kíkja á Sævarhöfða 2 og reynsluaka bílnum og fá sér kaffisopa. Allar nánari upplýsingar á vef BL og á vef Nissan.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira