„Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2025 16:53 Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur segir forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir. Vísir Viðskiptavinir Vís sem greitt hafa fyrir ferðatryggingu með korti frá Íslandsbanka fá ferð ekki bætta vegna forfalla af völdum veikinda ef þeir sóttu sér aðstoð tengda þeim veikindum hálfu ári áður en ferðin var keypt. Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur segir vátryggingartaka greiða fyrir falsöryggi þegar þeir greiða fyrir ferðatryggingu hjá Vís. Ákvæði í skilmálum setji þeim sem telja sig tryggða stólinn fyrir dyrnar. Skyndileg veikindi ótengd gömlum veikindum Erna lýsir dæmi skjólstæðings síns í samtali við fréttastofu, en hún vakti fyrst athygli á málinu í skoðunargrein á Vísi. Fyrir fimm árum síðan hafi hann veikst skyndilega og þurft að gangast undir aðgerð. Í september í fyrra hafi hann síðan pantað sér ferð til útlanda sem farin yrði í október í ár. Viðkomandi hafi greitt fyrir ferðatrygginguna með Premium korti frá Íslandsbanka og verið með fullgilda ferðatryggingu samkvæmt skilmálum Vís. Í maí á þessu ári hafi hann veikst á ný og þurft að gangast undir aðgerð. Veikindin höfðu þær afleiðingar í för með sér að hann getur ekki farið í ferðina í september. Erna segir þó að veikindin séu ekki sama eðlis og fyrir fimm árum. Þrátt fyrir það hafi læknir ekki getað útilokað að veikindin tengdust með einhverjum hætti fyrri veikindum og því hakað við „já“ í eyðublaði sem hafi þurft að framvísa til að forfallatryggingin fengist greidd. Vegna þess að læknirinn hafi hakað við „já“ hafi Vís túlkað það svo að viðkomandi hafi þjást af sömu veikindum síðustu fimm árin, þrátt fyrir að hann væri að sögn Ernu við góða heilsu og í fullri vinnu og að veikindin væru sem fyrr segir annars eðlis en áður. Því fengist tryggingin ekki greidd. „Það er ekki gefinn neinn gluggi fyrir lækninn til að útskýra. Það er erfitt fyrir lækni að segja: Nei, þetta tengist alls ekki. En þetta er allt annars eðlis.“ Heilsuhraustur þegar hann pantaði Vís hafi vísað til ákvæðis 7.2.1 í vátryggingarskilmálum Premium-korthafa hjá Íslandsbanka, sem felur í sér að ekki séu greiddar bætur vegna slysa, veikinda og sjúkdóma sem hinn vátryggði hafi þjáðst af og fengið læknismeðferð við síðustu sex mánuði áður en ferðin var staðfest. Í því felist lyfjagjöf, viðtal, ráðgjöf, sjúkraþjálfun eða tími hjá sérfræðingi. „Það er svo margt sem getur fallið þarna undir. Segjum að þú sért að viðhalda þér vegna aðgerðar sem þú fórst í fyrir fimm árum, og þú ert reglulega hjá sjúkraþjálfara. Það virðist vera nóg til að tryggingafélagið synji þér um bætur,“ segir Erna. Þannig þurfi ekki meira til en að tryggingartaki sé til dæmis enn í sjúkraþjálfun eða að sækja sér einhvers konar sérfræðiþjónustu vegna slyss eða veikinda sem hann glímdi við fyrir mörgum árum til að viðkomandi fái trygginguna ekki bætta. Séu veikindin á einhvern hátt talin tengjast þeim veikindum viðkomandi glímdi áður við og var enn á einhvern hátt að vinna úr, falli bótaskyldan niður. Erna bendir aftur á að skjólstæðingur hennar hafi verið í fullri vinnu, við góða heilsu og ekki í neins konar meðferð þegar ferðin var pöntuð. Því sé óskiljanlegt að hann fái ekki bæturnar hafandi verið með ferðatrygginguna. „Hann hefði aldrei ákveðið að fara í einhverja ferð nema hann teldi sig vera fullkomlega heilbrigðan. Síðan getur ýmislegt gerst á tíu ellefu mánuðum,“ segir Erna. Þurfi að grípa inn í Ernu þykir ósanngjarnt að undanþágur eins og þær sem koma fram í skilmálanum séu ekki túlkaðar tryggingartakanum í hag. Þá segist hún hafa heyrt af mörgum sem telji sig tryggða en eru það ekki. „Mér finnst þetta bara vera eins og villta vestrið að tryggingafélögin geti sett svona undanþáguákvæði í sína skilmála án þess að það sé eftirlit með því,“ segir Erna. Hún kallar eftir því að þeir sem hafi eftirlit með vátryggingarfélögum grípi inn í með lagabreytingum og að samkeppniseftirliti sé aukið. „Ég held því fram að ef það er vafi um hvort þetta séu sömu veikindi eða ekki, þá ber tryggingafélaginu að túlka það vátryggingartaka í hag. Allar undanþágur ætti að túlka aðilanum í hag en vátryggingarfélög gera það ekki,“ segir Erna í samtali við fréttastofu. „Neytendur þurfa að vita hver áhættan er, áður en þeir treysta því að greiðsla með korti tryggi þeim endurgreiðslu ef eitthvað kemur upp á. Annars er öll þessi markaðssetning bara blekking.“ Ekki fengust viðbrögð frá forsvarsmönnum Vís við gerð fréttarinnar þegar eftir því var óskað. Tryggingar Ferðalög Neytendur Skagi Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira
Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur segir vátryggingartaka greiða fyrir falsöryggi þegar þeir greiða fyrir ferðatryggingu hjá Vís. Ákvæði í skilmálum setji þeim sem telja sig tryggða stólinn fyrir dyrnar. Skyndileg veikindi ótengd gömlum veikindum Erna lýsir dæmi skjólstæðings síns í samtali við fréttastofu, en hún vakti fyrst athygli á málinu í skoðunargrein á Vísi. Fyrir fimm árum síðan hafi hann veikst skyndilega og þurft að gangast undir aðgerð. Í september í fyrra hafi hann síðan pantað sér ferð til útlanda sem farin yrði í október í ár. Viðkomandi hafi greitt fyrir ferðatrygginguna með Premium korti frá Íslandsbanka og verið með fullgilda ferðatryggingu samkvæmt skilmálum Vís. Í maí á þessu ári hafi hann veikst á ný og þurft að gangast undir aðgerð. Veikindin höfðu þær afleiðingar í för með sér að hann getur ekki farið í ferðina í september. Erna segir þó að veikindin séu ekki sama eðlis og fyrir fimm árum. Þrátt fyrir það hafi læknir ekki getað útilokað að veikindin tengdust með einhverjum hætti fyrri veikindum og því hakað við „já“ í eyðublaði sem hafi þurft að framvísa til að forfallatryggingin fengist greidd. Vegna þess að læknirinn hafi hakað við „já“ hafi Vís túlkað það svo að viðkomandi hafi þjást af sömu veikindum síðustu fimm árin, þrátt fyrir að hann væri að sögn Ernu við góða heilsu og í fullri vinnu og að veikindin væru sem fyrr segir annars eðlis en áður. Því fengist tryggingin ekki greidd. „Það er ekki gefinn neinn gluggi fyrir lækninn til að útskýra. Það er erfitt fyrir lækni að segja: Nei, þetta tengist alls ekki. En þetta er allt annars eðlis.“ Heilsuhraustur þegar hann pantaði Vís hafi vísað til ákvæðis 7.2.1 í vátryggingarskilmálum Premium-korthafa hjá Íslandsbanka, sem felur í sér að ekki séu greiddar bætur vegna slysa, veikinda og sjúkdóma sem hinn vátryggði hafi þjáðst af og fengið læknismeðferð við síðustu sex mánuði áður en ferðin var staðfest. Í því felist lyfjagjöf, viðtal, ráðgjöf, sjúkraþjálfun eða tími hjá sérfræðingi. „Það er svo margt sem getur fallið þarna undir. Segjum að þú sért að viðhalda þér vegna aðgerðar sem þú fórst í fyrir fimm árum, og þú ert reglulega hjá sjúkraþjálfara. Það virðist vera nóg til að tryggingafélagið synji þér um bætur,“ segir Erna. Þannig þurfi ekki meira til en að tryggingartaki sé til dæmis enn í sjúkraþjálfun eða að sækja sér einhvers konar sérfræðiþjónustu vegna slyss eða veikinda sem hann glímdi við fyrir mörgum árum til að viðkomandi fái trygginguna ekki bætta. Séu veikindin á einhvern hátt talin tengjast þeim veikindum viðkomandi glímdi áður við og var enn á einhvern hátt að vinna úr, falli bótaskyldan niður. Erna bendir aftur á að skjólstæðingur hennar hafi verið í fullri vinnu, við góða heilsu og ekki í neins konar meðferð þegar ferðin var pöntuð. Því sé óskiljanlegt að hann fái ekki bæturnar hafandi verið með ferðatrygginguna. „Hann hefði aldrei ákveðið að fara í einhverja ferð nema hann teldi sig vera fullkomlega heilbrigðan. Síðan getur ýmislegt gerst á tíu ellefu mánuðum,“ segir Erna. Þurfi að grípa inn í Ernu þykir ósanngjarnt að undanþágur eins og þær sem koma fram í skilmálanum séu ekki túlkaðar tryggingartakanum í hag. Þá segist hún hafa heyrt af mörgum sem telji sig tryggða en eru það ekki. „Mér finnst þetta bara vera eins og villta vestrið að tryggingafélögin geti sett svona undanþáguákvæði í sína skilmála án þess að það sé eftirlit með því,“ segir Erna. Hún kallar eftir því að þeir sem hafi eftirlit með vátryggingarfélögum grípi inn í með lagabreytingum og að samkeppniseftirliti sé aukið. „Ég held því fram að ef það er vafi um hvort þetta séu sömu veikindi eða ekki, þá ber tryggingafélaginu að túlka það vátryggingartaka í hag. Allar undanþágur ætti að túlka aðilanum í hag en vátryggingarfélög gera það ekki,“ segir Erna í samtali við fréttastofu. „Neytendur þurfa að vita hver áhættan er, áður en þeir treysta því að greiðsla með korti tryggi þeim endurgreiðslu ef eitthvað kemur upp á. Annars er öll þessi markaðssetning bara blekking.“ Ekki fengust viðbrögð frá forsvarsmönnum Vís við gerð fréttarinnar þegar eftir því var óskað.
Tryggingar Ferðalög Neytendur Skagi Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira