Forstjóri X hættir óvænt Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 15:42 Elon Musk, eigandi X, (t.v.) með Lindu Yaccarino, fráfarandi forstjóra fyrirtækisins. AP/Rebecca Blackwell Linda Yaccarino mun óvænt stíga til hliðar sem forstjóri samfélagsmiðilsins X, sem hét reyndar Twitter þegar auðkýfingurinn Elon Musk réð hana inn árið 2023 svo hann gæti sjálfur lagt frekari áherslu á rekstur Tesla. Í hennar forstjóratíð hefur X tekist að halda velli sem vinsælasti samfélagsmiðillinn í Bandaríkjunum hvað samfélagsumræðu varðar, að því er Axios greinir frá. Á sama tíma hefur auglýsingasala dregist verulega saman frá því að Musk keypti miðilinn en Yaccarino kemur einmitt úr auglýsingabransanum. eMarketer spáir því þó að auglýsingatekjur miðilsins aukist í ár, í fyrsta sinn á fjórum árum. Afsögn Yaccarino má því teljast nokkuð óvænt. „Þegar ég og [Musk] ræddum fyrst saman um hans sýn fyrir X vissi ég að það yrði einstakt tækifæri til að ráðast í þetta sérstaka verkefni þessa fyrirtækis,“ skrifar Yaccarino á X. Kveðst hún þakklát Musk fyrir að treysta sér með „þeirri ábyrgð að vernda málfrelsi“. „Ég er ótrúlega stolt af X-teyminu - sá sögulegi viðsnúningur í viðskiptum sem okkur hefur tekist að ná er hreint út sagt eftirtektarverður,“ bætir hún við. Yaccarino var ráðin 2023 en á undan því hafði hún stýrt auglýsingaarmi NBC Universal í áratug. Musk réð hana meðal annars til að slá á áhyggjur Tesla-hluthafa sem höfðu lýst áhyggjum af því að Musk sýndi bílaframleiðandum ekki eins mikla athygli meðan hann var sjálfur forstjóri X um hríð. Musk og X vakti sviðsljós fjölmiðla í dag þar sem fyrirtæki í eigu Musks þurfti óviðeigandi færslum frá X-spjallmenninu Grok þar sem spjallmennið lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig Mecha Hitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Afsögn Yaccarino kemur á erfiðum tíma fyrir Musk þar sem sölutölur Tesla hafa dregist saman auk þess sem hann á í orðastríði við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í hennar forstjóratíð hefur X tekist að halda velli sem vinsælasti samfélagsmiðillinn í Bandaríkjunum hvað samfélagsumræðu varðar, að því er Axios greinir frá. Á sama tíma hefur auglýsingasala dregist verulega saman frá því að Musk keypti miðilinn en Yaccarino kemur einmitt úr auglýsingabransanum. eMarketer spáir því þó að auglýsingatekjur miðilsins aukist í ár, í fyrsta sinn á fjórum árum. Afsögn Yaccarino má því teljast nokkuð óvænt. „Þegar ég og [Musk] ræddum fyrst saman um hans sýn fyrir X vissi ég að það yrði einstakt tækifæri til að ráðast í þetta sérstaka verkefni þessa fyrirtækis,“ skrifar Yaccarino á X. Kveðst hún þakklát Musk fyrir að treysta sér með „þeirri ábyrgð að vernda málfrelsi“. „Ég er ótrúlega stolt af X-teyminu - sá sögulegi viðsnúningur í viðskiptum sem okkur hefur tekist að ná er hreint út sagt eftirtektarverður,“ bætir hún við. Yaccarino var ráðin 2023 en á undan því hafði hún stýrt auglýsingaarmi NBC Universal í áratug. Musk réð hana meðal annars til að slá á áhyggjur Tesla-hluthafa sem höfðu lýst áhyggjum af því að Musk sýndi bílaframleiðandum ekki eins mikla athygli meðan hann var sjálfur forstjóri X um hríð. Musk og X vakti sviðsljós fjölmiðla í dag þar sem fyrirtæki í eigu Musks þurfti óviðeigandi færslum frá X-spjallmenninu Grok þar sem spjallmennið lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig Mecha Hitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Afsögn Yaccarino kemur á erfiðum tíma fyrir Musk þar sem sölutölur Tesla hafa dregist saman auk þess sem hann á í orðastríði við Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira