Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. júní 2025 07:02 Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir að líða alls konar í kjölfar mikilla breytinga í vinnunni. Því rannsóknir sýna að miklum breytingum fylgir alls konar rússibani þar sem flestir fara með einhverjum hætti í gegnum sorgarstigin fimm. Gott er að átta sig á þessu og bera líka virðingu fyrir því að fólki getur liðið mismunandi og í mislangan tíma. Vísir/Getty Það er mannlegt að líða best í því umhverfi sem við þekkjum. Og alveg jafn mannlegt að finna til óöryggis eða uppnáms þegar miklar breytingar eru boðaðar. Samt eru breytingar í atvinnulífinu hinn eðlilegasti hlutur og í raun nauðsynlegur fyrir alla framþróun. Þegar við tökumst á við miklar breytingar, er hins vegar mikilvægt fyrir okkur að vita að breytingum getur fylgt ákveðinn tilfinningarússibani. Sem þýðir að okkur getur liðið alls konar í kjölfarið. Sumir fara í mikið uppnám, aðrir minna, enginn er eins. Sumum líður skringilega í langan tíma, öðrum í aðeins nokkra daga. Því já; Það er enginn eins og engar reglur um hversu lengi eða fljót við eigum að vera að aðlagast breytingunum. Það sem þó er einkennandi er að í kjölfar mikilla breytinga er algengt að fólk fari í gegnum það sem kallað eru sorgarstigin fimm. Þessi fimm sorgarstig eru: Afneitun, reiði, samningar, sorg og samþykki. Í grein sem Atvinnulífið birti á tímum Covid, var hvert stig skýrt nánar. En það sem þessar tilfinningar þýða eru einmitt alls konar tilfinningar; við getum upplifað uppnám, verið svekkt, pirruð, hálf reið, spennt, í tilhlökkun, óttaslegin og svo framvegis. Jafnvel allt þarna á milli. Og það sem meira er: Við getum verið að upplifa margar ólíkar tilfinningar nánast á sama tíma, því sorgarstigin eru ekki þannig að þau komi til okkar í marvissri röð þar sem eitt tekur við af öðru; Stundum blandast allt saman. Aðalmálið er að viðurkenna fyrir okkur hversu eðlilegt það er að okkur líði alls konar. Og bera virðingu fyrir því að okkur líður ekki öllum eins. Það getur samt hjálpað okkur að kryfja tilfinningarnar okkar með því að máta þær við sorgarstigin fimm: Að vera svekkt og vonsvikin gæti verið það stig sem kallað er reiði og það að vera döpur og finna til söknuðar eða missis yfir einhverju er tegund af sorg. Samþykki er hins vegar stigið sem við viljum komast á en það er þegar okkur finnst við loks vera orðin fullkomlega sátt og sæl með breytingarnar og öllu því sem þeim fylgja. Þá geta alls kyns atriði hjálpað okkur í gegnum þennan rússibana tilfinninga; Til dæmis að vera dugleg að fá upplýsingar ef okkur finnst eitthvað óljóst, að reyna að vera jákvæð og trúa því að breytingunum fylgi ýmiss frábær tækifæri og að ræða við fólkið sem stendur okkur næst um það hvernig okkur líður. Til dæmis okkar besta vin í vinnunni. Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Það er ekki ólíklegt að kvíði sé sú tegund vanlíðunar sem flest fólk þekkir á eigin skinni. Því það er enginn, nákvæmlega enginn í heiminum, sem getur sagt að hann/hún hafi aldrei upplifað kvíða yfir einhverju. 16. maí 2025 07:02 „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Það er allt upp á borðum. Við ræðum allt. Og auðvitað hafa þetta verið krefjandi tímar, ekki síst fyrir starfsfólkið ,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu um tímabilið síðan rýmingin var í Grindavík þann 10.nóvember árið 2023. 3. október 2024 07:00 Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01 Upplýsingamiðlun er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórn við Háskóla Íslands. 22. apríl 2020 09:00 Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Samt eru breytingar í atvinnulífinu hinn eðlilegasti hlutur og í raun nauðsynlegur fyrir alla framþróun. Þegar við tökumst á við miklar breytingar, er hins vegar mikilvægt fyrir okkur að vita að breytingum getur fylgt ákveðinn tilfinningarússibani. Sem þýðir að okkur getur liðið alls konar í kjölfarið. Sumir fara í mikið uppnám, aðrir minna, enginn er eins. Sumum líður skringilega í langan tíma, öðrum í aðeins nokkra daga. Því já; Það er enginn eins og engar reglur um hversu lengi eða fljót við eigum að vera að aðlagast breytingunum. Það sem þó er einkennandi er að í kjölfar mikilla breytinga er algengt að fólk fari í gegnum það sem kallað eru sorgarstigin fimm. Þessi fimm sorgarstig eru: Afneitun, reiði, samningar, sorg og samþykki. Í grein sem Atvinnulífið birti á tímum Covid, var hvert stig skýrt nánar. En það sem þessar tilfinningar þýða eru einmitt alls konar tilfinningar; við getum upplifað uppnám, verið svekkt, pirruð, hálf reið, spennt, í tilhlökkun, óttaslegin og svo framvegis. Jafnvel allt þarna á milli. Og það sem meira er: Við getum verið að upplifa margar ólíkar tilfinningar nánast á sama tíma, því sorgarstigin eru ekki þannig að þau komi til okkar í marvissri röð þar sem eitt tekur við af öðru; Stundum blandast allt saman. Aðalmálið er að viðurkenna fyrir okkur hversu eðlilegt það er að okkur líði alls konar. Og bera virðingu fyrir því að okkur líður ekki öllum eins. Það getur samt hjálpað okkur að kryfja tilfinningarnar okkar með því að máta þær við sorgarstigin fimm: Að vera svekkt og vonsvikin gæti verið það stig sem kallað er reiði og það að vera döpur og finna til söknuðar eða missis yfir einhverju er tegund af sorg. Samþykki er hins vegar stigið sem við viljum komast á en það er þegar okkur finnst við loks vera orðin fullkomlega sátt og sæl með breytingarnar og öllu því sem þeim fylgja. Þá geta alls kyns atriði hjálpað okkur í gegnum þennan rússibana tilfinninga; Til dæmis að vera dugleg að fá upplýsingar ef okkur finnst eitthvað óljóst, að reyna að vera jákvæð og trúa því að breytingunum fylgi ýmiss frábær tækifæri og að ræða við fólkið sem stendur okkur næst um það hvernig okkur líður. Til dæmis okkar besta vin í vinnunni.
Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Það er ekki ólíklegt að kvíði sé sú tegund vanlíðunar sem flest fólk þekkir á eigin skinni. Því það er enginn, nákvæmlega enginn í heiminum, sem getur sagt að hann/hún hafi aldrei upplifað kvíða yfir einhverju. 16. maí 2025 07:02 „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Það er allt upp á borðum. Við ræðum allt. Og auðvitað hafa þetta verið krefjandi tímar, ekki síst fyrir starfsfólkið ,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu um tímabilið síðan rýmingin var í Grindavík þann 10.nóvember árið 2023. 3. október 2024 07:00 Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01 Upplýsingamiðlun er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórn við Háskóla Íslands. 22. apríl 2020 09:00 Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Það er ekki ólíklegt að kvíði sé sú tegund vanlíðunar sem flest fólk þekkir á eigin skinni. Því það er enginn, nákvæmlega enginn í heiminum, sem getur sagt að hann/hún hafi aldrei upplifað kvíða yfir einhverju. 16. maí 2025 07:02
„En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Það er allt upp á borðum. Við ræðum allt. Og auðvitað hafa þetta verið krefjandi tímar, ekki síst fyrir starfsfólkið ,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu um tímabilið síðan rýmingin var í Grindavík þann 10.nóvember árið 2023. 3. október 2024 07:00
Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. 20. apríl 2022 07:01
Upplýsingamiðlun er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórn við Háskóla Íslands. 22. apríl 2020 09:00
Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Langar þig að stofna þinn eiginn rekstur? Eða ertu með einhverja góða hugmynd fyrir vinnuna, sem þú þorir ekki að velta í framkvæmd? Hér rýnum við í það hvað getur verið að aftra fólki frá því að fylgja hugmyndum eftir. 6. febrúar 2020 12:00