Tollar á ál og stál hækka Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2025 06:48 Donald Trump í bandarískri stálvinnslu í síðustu viku. AP/David Dermer Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tvöfaldað almenna tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Hann segir fyrri tolla ekki hafa gert nóg til að vernda bandarískan iðnað og hefur því hækkað tollana í fimmtíu prósent, úr 25 prósentum. Trump tilkynnti hækkunina í heimsókn til stálvinnslu í Bandaríkjunum í síðustu viku en þeir tóku gildi í nótt. Í forsetatilskipun frá Trump segir hann að tollarnir muni vinna gegn ríkjum sem selja ódýrt stál og ál til Bandaríkjanna og grafi þannig undan iðnaði í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Tvöfaldar tolla á innflutt stál og ál Kanada, Kína og Evrópusambandið eru meðal þeirra sem selja Bandaríkjamönnum hvað mest stál og ál en New York Times segir tollana ekki hafa fallið í kramið þar. Þá segir miðillinn að tollarnir hafi kveikt viðvörunarbjöllur hjá forsvarsmönnum bílaframleiðenda, flugvéla og annarra fyrirtækja sem kaupa ál og stál í miklu magni. Tollarnir eru sagðir muna auka framleiðslukostnað þessara fyrirtækja og þannig koma niður á bandarískum kaupendum. Hagfræðingar vara við því að tollar á þessa málma gætu hægt á bandarískri framleiðslu. Frá því hann tók við embætti forseta í janúar hefur Trump beitt umfangsmiklum tollum gegn ríkjum um allan heim, á alls kyns vörur og þjónustu, og einnig fellt nýopinberaða tolla sína niður ítrekað eða frestað gildisfestingu þeirra. Þessum aðgerðum hefur fylgt mikil óreiða og fjöldi lögsókna. Alþjóðaviðskiptadómstóll Bandaríkjanna hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Trump hafi farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hann beitt flestöll ríki heims tollum fyrr á árinu. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Trump tilkynnti hækkunina í heimsókn til stálvinnslu í Bandaríkjunum í síðustu viku en þeir tóku gildi í nótt. Í forsetatilskipun frá Trump segir hann að tollarnir muni vinna gegn ríkjum sem selja ódýrt stál og ál til Bandaríkjanna og grafi þannig undan iðnaði í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Tvöfaldar tolla á innflutt stál og ál Kanada, Kína og Evrópusambandið eru meðal þeirra sem selja Bandaríkjamönnum hvað mest stál og ál en New York Times segir tollana ekki hafa fallið í kramið þar. Þá segir miðillinn að tollarnir hafi kveikt viðvörunarbjöllur hjá forsvarsmönnum bílaframleiðenda, flugvéla og annarra fyrirtækja sem kaupa ál og stál í miklu magni. Tollarnir eru sagðir muna auka framleiðslukostnað þessara fyrirtækja og þannig koma niður á bandarískum kaupendum. Hagfræðingar vara við því að tollar á þessa málma gætu hægt á bandarískri framleiðslu. Frá því hann tók við embætti forseta í janúar hefur Trump beitt umfangsmiklum tollum gegn ríkjum um allan heim, á alls kyns vörur og þjónustu, og einnig fellt nýopinberaða tolla sína niður ítrekað eða frestað gildisfestingu þeirra. Þessum aðgerðum hefur fylgt mikil óreiða og fjöldi lögsókna. Alþjóðaviðskiptadómstóll Bandaríkjanna hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Trump hafi farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hann beitt flestöll ríki heims tollum fyrr á árinu.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira