Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2025 09:01 Baldur með aðstoðarþjálfurum sínum eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Vísir/Hulda Margrét Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Stjörnunnar í körfubolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „algjört andlegt rugl“ í úrslitakeppni deildarinnar. „Þessu fylgir bara ólýsanleg tilfinning,“ segir Baldur er hann sest niður með fréttamanni degi eftir að Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir sigur gegn Tindastól í oddaleik úrslitaeinvígis Bónus deildarinnar. „Ég finn fyrir miklum létti gagnvart því að þetta sé búið og hafi endað svona. Gleði, ánægður með alla sem koma að þessu.“ Þetta var fyrsta tímabil Stjörnunnar undir stjórn Baldurs sem tók við liðinu af Arnari Guðjónssyni eftir að hafa verið á mála hjá Ratiopharm Ulm í Þýskalandi árin áður. Baldur stefndi strax að titli með lið Stjörnunnar en það er hægara sagt en gert að láta þá sýn raungerast. „Þetta er ekki auðvelt, að vinna titil. Ég held að það sé öllum alveg ljóst sem hafa tekið þátt í þessu. Við Ægir Þór höfum verið í þessu yfir langan tíma en þetta er okkar fyrsti Íslandsmeistaratitill, það er gaman að upplifa það. Maður er eiginlega bara smá orðlaus yfir öllu. ÍR serían var erfið, Grindavíkur serían enn þá erfiðari. Þetta eru svo mikil gæði sem þú ert að spila á móti, hrikalega erfitt og bara geggjað að hafa náð svona erfiðu takmarki.“ Baldur hefur á sínum þjálfaraferli lengi verið á höttunum eftir Íslandsmeistaratitli, hann hefur verið grálega nálægt því en einnig horft á eftirmenn sína í starfi ná því takmarki. „Fyrir mig er þetta persónulega stórt. Ég var grátlega nálægt því að sækja Íslandsmeistaratitil með Tindastól árið 2022, fer þaðan út í atvinnumennsku og horfi á þá vinna titilinn árið eftir. Ég er uppalinn í Þorlákshöfn, var þjálfari liðsins á einum tímapunkti, fer þaðan og horfi á þá taka titil. Það var erfitt í bæði skiptin en auðvitað samgleðst maður þeim sem að tókst að gera þetta. En auðvitað var maður meðvitaður um þetta í baráttunni. Manni langaði þetta alveg rosalega mikið. Þetta er ákveðinn léttir, að hafa náð að gera þetta.“ Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. 22. maí 2025 14:02 „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ 22. maí 2025 10:30 „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35 Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00 Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00 Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Þessu fylgir bara ólýsanleg tilfinning,“ segir Baldur er hann sest niður með fréttamanni degi eftir að Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir sigur gegn Tindastól í oddaleik úrslitaeinvígis Bónus deildarinnar. „Ég finn fyrir miklum létti gagnvart því að þetta sé búið og hafi endað svona. Gleði, ánægður með alla sem koma að þessu.“ Þetta var fyrsta tímabil Stjörnunnar undir stjórn Baldurs sem tók við liðinu af Arnari Guðjónssyni eftir að hafa verið á mála hjá Ratiopharm Ulm í Þýskalandi árin áður. Baldur stefndi strax að titli með lið Stjörnunnar en það er hægara sagt en gert að láta þá sýn raungerast. „Þetta er ekki auðvelt, að vinna titil. Ég held að það sé öllum alveg ljóst sem hafa tekið þátt í þessu. Við Ægir Þór höfum verið í þessu yfir langan tíma en þetta er okkar fyrsti Íslandsmeistaratitill, það er gaman að upplifa það. Maður er eiginlega bara smá orðlaus yfir öllu. ÍR serían var erfið, Grindavíkur serían enn þá erfiðari. Þetta eru svo mikil gæði sem þú ert að spila á móti, hrikalega erfitt og bara geggjað að hafa náð svona erfiðu takmarki.“ Baldur hefur á sínum þjálfaraferli lengi verið á höttunum eftir Íslandsmeistaratitli, hann hefur verið grálega nálægt því en einnig horft á eftirmenn sína í starfi ná því takmarki. „Fyrir mig er þetta persónulega stórt. Ég var grátlega nálægt því að sækja Íslandsmeistaratitil með Tindastól árið 2022, fer þaðan út í atvinnumennsku og horfi á þá vinna titilinn árið eftir. Ég er uppalinn í Þorlákshöfn, var þjálfari liðsins á einum tímapunkti, fer þaðan og horfi á þá taka titil. Það var erfitt í bæði skiptin en auðvitað samgleðst maður þeim sem að tókst að gera þetta. En auðvitað var maður meðvitaður um þetta í baráttunni. Manni langaði þetta alveg rosalega mikið. Þetta er ákveðinn léttir, að hafa náð að gera þetta.“
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. 22. maí 2025 14:02 „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ 22. maí 2025 10:30 „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35 Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00 Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00 Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. 22. maí 2025 14:02
„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ 22. maí 2025 10:30
„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00
Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00
Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09