Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Árni Sæberg skrifar 19. mars 2025 13:43 Verslunarstjóri Melabúðarinnar vísar gagnrýni ASÍ á bug. Vísir/Vilhelm Verslunarstjóri Melabúðarinnar segir verðsamanburð án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals draga upp skakka mynd og ekki taka tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Því sé óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ hnýti í verslunina frekar en þá sem öllu ráða á dagvörumarkaði. Í morgun barst fjölmiðlum fréttatilkynning frá verðlagseftirliti ASÍ þess efnis að Melabúðin hefði hafnað þáttöku í verðlagseftirlitinu. Áður en sú afstaða hefði orðið ljós hefði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun hafi Melabúðin verið 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Dýrleif Birna Sveinsdóttir, verslunarstjóri Melabúðarinnar, hefur nú svarað ASÍ fyrir hönd verslunarinnar með yfirlýsingu. „Melabúðin er sérverslun með sælkeravörur og hefur í gegnum tíðina ekki verið hluti af verðlagseftirliti ASÍ, enda er rekstur einnar hverfisverslunar í vesturbæ Reykjavíkur allt annars eðlis en stórra verslanakeðja.“ Eftirlitið teikni upp skakka mynd Í yfirlýsingunni segir að Melabúðin sérhæfi sig í fjölbreyttri matvöru, þar á meðal kjöti og fiski, sem unnin sé á staðnum af fagfólki og eftir óskum viðskiptavina. Ferskleiki, gæði og persónuleg þjónusta séu í forgrunni og geri Melabúðina einstaka í íslensku verslunarumhverfi, sem samhliða bjóði upp á dagvörur sem spari fjölskyldum sporin í innkaupum fyrir heimilin. „Samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals dregur upp skakka mynd og tekur ekki tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Stórmarkaðir geta í krafti stærðar sinnar keypt vörur í miklu magni á lægra verði. Melabúðin keppir á hinn bóginn á grundvelli mikillar útsjónarsemi, miklum gæðum og persónulegrar þjónustu. Viðskiptavinir okkar kjósa að versla í sínu nærumhverfi og hefur búðin verið hluti af líflegri hverfismenningu, sem teygir anga sína jafnvel um allt höfuðborgarsvæðið.“ Vegi að hagsmunum starfsfólks og viðskiptavina Rétt sé að taka fram að starfsfólki ASÍ hafi aldrei verið vísað á dyr og um þetta fyrirkomulag hafi ríkt gagnkvæmur skilningur. Þessi háttur sé þekktur í öðrum geirum atvinnulífsins, eins og fjölmiðlum, sem sumir kjósi að taka ekki þátt í samræmdum mælingum á notkun miðlanna þar sem stjórnendur þeirra telji mælingarnar gefa skakka mynd af markmiðum rekstrarins. „Það er því óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík, vega að hagsmunum starfsfólks og þjónustu við fjölskyldur í stað þess að beina spjótum sínum að þeim sem öllu ráða á dagvörumarkaði.“ Stjórnendur og starfsfólk Melabúðarinnar sé gríðarlega þakklátt viðskiptavinum fyrir traustið og stuðninginn í gegnum tíðina og muni halda áfram að leggja áherslu á gæði, góða þjónustu og þá einstöku stemningu sem hafi laðað að sér trygga viðskiptavini í áraraðir. Verðlag Reykjavík Verslun Neytendur ASÍ Matvöruverslun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Í morgun barst fjölmiðlum fréttatilkynning frá verðlagseftirliti ASÍ þess efnis að Melabúðin hefði hafnað þáttöku í verðlagseftirlitinu. Áður en sú afstaða hefði orðið ljós hefði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun hafi Melabúðin verið 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Dýrleif Birna Sveinsdóttir, verslunarstjóri Melabúðarinnar, hefur nú svarað ASÍ fyrir hönd verslunarinnar með yfirlýsingu. „Melabúðin er sérverslun með sælkeravörur og hefur í gegnum tíðina ekki verið hluti af verðlagseftirliti ASÍ, enda er rekstur einnar hverfisverslunar í vesturbæ Reykjavíkur allt annars eðlis en stórra verslanakeðja.“ Eftirlitið teikni upp skakka mynd Í yfirlýsingunni segir að Melabúðin sérhæfi sig í fjölbreyttri matvöru, þar á meðal kjöti og fiski, sem unnin sé á staðnum af fagfólki og eftir óskum viðskiptavina. Ferskleiki, gæði og persónuleg þjónusta séu í forgrunni og geri Melabúðina einstaka í íslensku verslunarumhverfi, sem samhliða bjóði upp á dagvörur sem spari fjölskyldum sporin í innkaupum fyrir heimilin. „Samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals dregur upp skakka mynd og tekur ekki tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Stórmarkaðir geta í krafti stærðar sinnar keypt vörur í miklu magni á lægra verði. Melabúðin keppir á hinn bóginn á grundvelli mikillar útsjónarsemi, miklum gæðum og persónulegrar þjónustu. Viðskiptavinir okkar kjósa að versla í sínu nærumhverfi og hefur búðin verið hluti af líflegri hverfismenningu, sem teygir anga sína jafnvel um allt höfuðborgarsvæðið.“ Vegi að hagsmunum starfsfólks og viðskiptavina Rétt sé að taka fram að starfsfólki ASÍ hafi aldrei verið vísað á dyr og um þetta fyrirkomulag hafi ríkt gagnkvæmur skilningur. Þessi háttur sé þekktur í öðrum geirum atvinnulífsins, eins og fjölmiðlum, sem sumir kjósi að taka ekki þátt í samræmdum mælingum á notkun miðlanna þar sem stjórnendur þeirra telji mælingarnar gefa skakka mynd af markmiðum rekstrarins. „Það er því óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík, vega að hagsmunum starfsfólks og þjónustu við fjölskyldur í stað þess að beina spjótum sínum að þeim sem öllu ráða á dagvörumarkaði.“ Stjórnendur og starfsfólk Melabúðarinnar sé gríðarlega þakklátt viðskiptavinum fyrir traustið og stuðninginn í gegnum tíðina og muni halda áfram að leggja áherslu á gæði, góða þjónustu og þá einstöku stemningu sem hafi laðað að sér trygga viðskiptavini í áraraðir.
Verðlag Reykjavík Verslun Neytendur ASÍ Matvöruverslun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira