Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Jón Þór Stefánsson skrifar 22. febrúar 2025 11:51 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Kona sem fór í fegrunaraðgerð til að losna við svokallaðan „fýlusvip“ en sá ekki mun á andliti sínu eftir aðgerðina fær ekki endurgreitt. Þetta er niðurstaða Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Í úrskurði nefndarinnar er málinu lýst með þeim hætti að konan hafi í lok maímánuðar á síðasta ári sent skeyti á aðra konu, sem rekur snyrtistofu og verður hér eftir kölluð snyrtifræðingur til einföldunar. Í þessu skeyti var skjáskot af mynd sem var birt á samfélagsmiðlum snyrtifræðingsins. Þessi mynd mun að öllum líkindum hafa sýnt árangur meðferðar hjá snyrtistofunni, en konan vildi sambærilegan árangur. Snyrtifræðingurinn veitti upplýsingar um þá meðferð, sem og um aðrar andlitsmeðferðir ásamt verðlista. Vildi láta eiga við „fýlusvip“ Að sögn snyrtifræðingsins óskaði konan eftir 6,6 millilítra andlitsfyllingu, en ekki kemur fram hvaða efni er mælt í millilítrum. Verð þeirrar meðferðar hafi verið 559 þúsund krónur, en konunni verið boðið að fá hana á tilboðsverði, 409 þúsund. Konan hafi hins vegar hafnað því, en samþykkt að fara í meðferð með tveggja millilítra fyllingu, sem hún greiddi 135 þúsund krónur fyrir. Þegar sú meðferð hófst hafi hún hins vegar líka óskað eftir fyllingu í varir og því lítið farið í að eiga við umræddan „fýlusvip“. Í kvörtun konunnar segir að hún hafi óskað eftir fyllingum í neflínur, munnvik, og smávegis í varir. Snyrtifræðingurinn sagt að það væri hægt fyrir 130 þúsund. Sá engan mun Eftir meðferðina hafi konan ekki sé mun á andliti sínu og telur því að þjónustan hafi ekki borið árangur. Konan gaf snyrtifræðingnum færi á að bæta úr þjónustunni eða endurgreiða sér, en ekki hafi verið fallist á það. Fram kemur að það er mat snyrtifræðingsins að þrátt fyrir það litla efni sem var notað hafi meðferðin skilað árangri, og vísaði hún til mynda því til stuðnings. Eðlilegt að árangurinn hafi ekki verið sá sami Í niðurstöðu úrskurðar kærunefndarinnar er bent á að í byrjun hafi konurnar talast við í stafrænu formi. Ákvörðunin um að fara í meðferðina hafi hins vegar farið fram á starfsstöð snyrtifræðingsins og ekki liggi fyrir gögn um samskipti þeirra þar. Þá hafi snyrtifræðingurinn verið búinn að tala um aðrar meðferðir með fleiri millilítrum myndu skila árangrinum sem konan væri að vonast eftir. Það er því eðlilegt að mati nefndarinnar að árangurinn hafi ekki verið sá sami. Því var ekki fallist á kröfu konunnar sem vildi fá annað hvort endurgreitt fyrir alla meðferðina eða til vara fyrir hluta hennar. Lýtalækningar Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar er málinu lýst með þeim hætti að konan hafi í lok maímánuðar á síðasta ári sent skeyti á aðra konu, sem rekur snyrtistofu og verður hér eftir kölluð snyrtifræðingur til einföldunar. Í þessu skeyti var skjáskot af mynd sem var birt á samfélagsmiðlum snyrtifræðingsins. Þessi mynd mun að öllum líkindum hafa sýnt árangur meðferðar hjá snyrtistofunni, en konan vildi sambærilegan árangur. Snyrtifræðingurinn veitti upplýsingar um þá meðferð, sem og um aðrar andlitsmeðferðir ásamt verðlista. Vildi láta eiga við „fýlusvip“ Að sögn snyrtifræðingsins óskaði konan eftir 6,6 millilítra andlitsfyllingu, en ekki kemur fram hvaða efni er mælt í millilítrum. Verð þeirrar meðferðar hafi verið 559 þúsund krónur, en konunni verið boðið að fá hana á tilboðsverði, 409 þúsund. Konan hafi hins vegar hafnað því, en samþykkt að fara í meðferð með tveggja millilítra fyllingu, sem hún greiddi 135 þúsund krónur fyrir. Þegar sú meðferð hófst hafi hún hins vegar líka óskað eftir fyllingu í varir og því lítið farið í að eiga við umræddan „fýlusvip“. Í kvörtun konunnar segir að hún hafi óskað eftir fyllingum í neflínur, munnvik, og smávegis í varir. Snyrtifræðingurinn sagt að það væri hægt fyrir 130 þúsund. Sá engan mun Eftir meðferðina hafi konan ekki sé mun á andliti sínu og telur því að þjónustan hafi ekki borið árangur. Konan gaf snyrtifræðingnum færi á að bæta úr þjónustunni eða endurgreiða sér, en ekki hafi verið fallist á það. Fram kemur að það er mat snyrtifræðingsins að þrátt fyrir það litla efni sem var notað hafi meðferðin skilað árangri, og vísaði hún til mynda því til stuðnings. Eðlilegt að árangurinn hafi ekki verið sá sami Í niðurstöðu úrskurðar kærunefndarinnar er bent á að í byrjun hafi konurnar talast við í stafrænu formi. Ákvörðunin um að fara í meðferðina hafi hins vegar farið fram á starfsstöð snyrtifræðingsins og ekki liggi fyrir gögn um samskipti þeirra þar. Þá hafi snyrtifræðingurinn verið búinn að tala um aðrar meðferðir með fleiri millilítrum myndu skila árangrinum sem konan væri að vonast eftir. Það er því eðlilegt að mati nefndarinnar að árangurinn hafi ekki verið sá sami. Því var ekki fallist á kröfu konunnar sem vildi fá annað hvort endurgreitt fyrir alla meðferðina eða til vara fyrir hluta hennar.
Lýtalækningar Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent