Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 15:00 Samkeppniseftirlitið vísar meðal annars til þess að stjórnendur dagvörukeðja hafi verið í viðtölum um að þeir ætluðu að hækka verð verulega á næstunni. Vísir/Vilhelm Nýlegar yfirlýsingar stjórnenda fyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra í fjölmiðlum um væntalegar verðhækkanir gætu talist brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið segist ætla að taka vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi til alvarlegrar athugunar. Tilefni tilkynningar sem var birt á vef Samkeppniseftirlitsins í dag er umfjöllun í fjölmiðlum um verðhækkanir sem kunni að vera framundan og neytendur muni finna fyrir, til dæmis á matvælum og raforku. Vísar stofnunin meðal annars til þess að starfsmenn tveggja fyrirtækja sem séu keppinautar í framleiðslu tiltekins vöruflokks hafi mætt saman í umræðuþátt og rætt verðhækkanir. Þeir hafi fært rök fyrir því að hækkandi hráefnisverð hefði leitt til verðhækkunar á vörum þeirra og þeir boðað frekari hækkanir. Í öðru tilviki hafi verið tekin viðtöl við stjórnendur dagvörukeðju og haft eftir þeim að verulegar verðhækkanir væru framundan. Einnig væru nýleg dæmi um að forsvarsmenn hagsmunafyrirtækja fyrirtækju hefðu tjáð sig opinberlega um væntanlegar verðhækkanir á ýmsum nauðsynjavörum. Bendir Samkeppniseftirlitið á að það geti talist til ólögmæts samráðs á milli fyrirtækja ef keppinautar ræða saman um væntanlegar verðhækkanir eða miðla upplýsingum um það hver til annars, þar með talið í fjölmiðlum. „Fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra mega vænta þess að Samkeppniseftirlitið taki vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi sem hér er lýst til alvarlegrar athugunar. Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum,“ segir í tilkynningunni. Miðli upplýsingum um verðbreytingar hvorki opinberlega né á annan hátt Til að samkeppni geti þrifist segir Samkeppniseftirlitið að fyrirtæki þurfi að búa við ákveðna óvissu um hvernig keppinautar hyggist bregðast við utanaðkomandi aðstæðum, þar á meðal verðhækkunum frá birgjum. Búi fyrirtæki yfir vitneskju um viðbrögð keppinauta dragi það úr hvötum til að keppa og halda verði niðri. Af þessum sökum banni samkeppnislög hvers kyns samkeppnishindranir af hálfu hagsmunasamtaka fyrirtækja. Undir það falli upplýsingamiðlun samtaka um væntanlegar hækkanir eða sameiginlegur rökstuðningur fyrir þeim. Brýnir Samkeppniseftirlitið fyrir fyrirtækjum og samtökum þeirra að miðla ekki upplýsinga um fyrirhugaðar eða líklegar breytingar á verði til keppinauta, hvorki opinberlega, á vettvangi hagsmunasamtaka, milliliðalaust né með öðrum hætti. Öll þátttaka hagsmunasamtaka sé umræðu um verð og verðlagningu sé sérstaklega varhugarverð og ætti ekki að eiga sér stað nema tryggt sé að hún sé innan löglegra marka. Fréttin verður uppfærð. Samkeppnismál Matvöruverslun Neytendur Fjölmiðlar Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Tilefni tilkynningar sem var birt á vef Samkeppniseftirlitsins í dag er umfjöllun í fjölmiðlum um verðhækkanir sem kunni að vera framundan og neytendur muni finna fyrir, til dæmis á matvælum og raforku. Vísar stofnunin meðal annars til þess að starfsmenn tveggja fyrirtækja sem séu keppinautar í framleiðslu tiltekins vöruflokks hafi mætt saman í umræðuþátt og rætt verðhækkanir. Þeir hafi fært rök fyrir því að hækkandi hráefnisverð hefði leitt til verðhækkunar á vörum þeirra og þeir boðað frekari hækkanir. Í öðru tilviki hafi verið tekin viðtöl við stjórnendur dagvörukeðju og haft eftir þeim að verulegar verðhækkanir væru framundan. Einnig væru nýleg dæmi um að forsvarsmenn hagsmunafyrirtækja fyrirtækju hefðu tjáð sig opinberlega um væntanlegar verðhækkanir á ýmsum nauðsynjavörum. Bendir Samkeppniseftirlitið á að það geti talist til ólögmæts samráðs á milli fyrirtækja ef keppinautar ræða saman um væntanlegar verðhækkanir eða miðla upplýsingum um það hver til annars, þar með talið í fjölmiðlum. „Fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra mega vænta þess að Samkeppniseftirlitið taki vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi sem hér er lýst til alvarlegrar athugunar. Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum,“ segir í tilkynningunni. Miðli upplýsingum um verðbreytingar hvorki opinberlega né á annan hátt Til að samkeppni geti þrifist segir Samkeppniseftirlitið að fyrirtæki þurfi að búa við ákveðna óvissu um hvernig keppinautar hyggist bregðast við utanaðkomandi aðstæðum, þar á meðal verðhækkunum frá birgjum. Búi fyrirtæki yfir vitneskju um viðbrögð keppinauta dragi það úr hvötum til að keppa og halda verði niðri. Af þessum sökum banni samkeppnislög hvers kyns samkeppnishindranir af hálfu hagsmunasamtaka fyrirtækja. Undir það falli upplýsingamiðlun samtaka um væntanlegar hækkanir eða sameiginlegur rökstuðningur fyrir þeim. Brýnir Samkeppniseftirlitið fyrir fyrirtækjum og samtökum þeirra að miðla ekki upplýsinga um fyrirhugaðar eða líklegar breytingar á verði til keppinauta, hvorki opinberlega, á vettvangi hagsmunasamtaka, milliliðalaust né með öðrum hætti. Öll þátttaka hagsmunasamtaka sé umræðu um verð og verðlagningu sé sérstaklega varhugarverð og ætti ekki að eiga sér stað nema tryggt sé að hún sé innan löglegra marka. Fréttin verður uppfærð.
Samkeppnismál Matvöruverslun Neytendur Fjölmiðlar Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira