Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 15:00 Samkeppniseftirlitið vísar meðal annars til þess að stjórnendur dagvörukeðja hafi verið í viðtölum um að þeir ætluðu að hækka verð verulega á næstunni. Vísir/Vilhelm Nýlegar yfirlýsingar stjórnenda fyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra í fjölmiðlum um væntalegar verðhækkanir gætu talist brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið segist ætla að taka vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi til alvarlegrar athugunar. Tilefni tilkynningar sem var birt á vef Samkeppniseftirlitsins í dag er umfjöllun í fjölmiðlum um verðhækkanir sem kunni að vera framundan og neytendur muni finna fyrir, til dæmis á matvælum og raforku. Vísar stofnunin meðal annars til þess að starfsmenn tveggja fyrirtækja sem séu keppinautar í framleiðslu tiltekins vöruflokks hafi mætt saman í umræðuþátt og rætt verðhækkanir. Þeir hafi fært rök fyrir því að hækkandi hráefnisverð hefði leitt til verðhækkunar á vörum þeirra og þeir boðað frekari hækkanir. Í öðru tilviki hafi verið tekin viðtöl við stjórnendur dagvörukeðju og haft eftir þeim að verulegar verðhækkanir væru framundan. Einnig væru nýleg dæmi um að forsvarsmenn hagsmunafyrirtækja fyrirtækju hefðu tjáð sig opinberlega um væntanlegar verðhækkanir á ýmsum nauðsynjavörum. Bendir Samkeppniseftirlitið á að það geti talist til ólögmæts samráðs á milli fyrirtækja ef keppinautar ræða saman um væntanlegar verðhækkanir eða miðla upplýsingum um það hver til annars, þar með talið í fjölmiðlum. „Fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra mega vænta þess að Samkeppniseftirlitið taki vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi sem hér er lýst til alvarlegrar athugunar. Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum,“ segir í tilkynningunni. Miðli upplýsingum um verðbreytingar hvorki opinberlega né á annan hátt Til að samkeppni geti þrifist segir Samkeppniseftirlitið að fyrirtæki þurfi að búa við ákveðna óvissu um hvernig keppinautar hyggist bregðast við utanaðkomandi aðstæðum, þar á meðal verðhækkunum frá birgjum. Búi fyrirtæki yfir vitneskju um viðbrögð keppinauta dragi það úr hvötum til að keppa og halda verði niðri. Af þessum sökum banni samkeppnislög hvers kyns samkeppnishindranir af hálfu hagsmunasamtaka fyrirtækja. Undir það falli upplýsingamiðlun samtaka um væntanlegar hækkanir eða sameiginlegur rökstuðningur fyrir þeim. Brýnir Samkeppniseftirlitið fyrir fyrirtækjum og samtökum þeirra að miðla ekki upplýsinga um fyrirhugaðar eða líklegar breytingar á verði til keppinauta, hvorki opinberlega, á vettvangi hagsmunasamtaka, milliliðalaust né með öðrum hætti. Öll þátttaka hagsmunasamtaka sé umræðu um verð og verðlagningu sé sérstaklega varhugarverð og ætti ekki að eiga sér stað nema tryggt sé að hún sé innan löglegra marka. Fréttin verður uppfærð. Samkeppnismál Matvöruverslun Neytendur Fjölmiðlar Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Tilefni tilkynningar sem var birt á vef Samkeppniseftirlitsins í dag er umfjöllun í fjölmiðlum um verðhækkanir sem kunni að vera framundan og neytendur muni finna fyrir, til dæmis á matvælum og raforku. Vísar stofnunin meðal annars til þess að starfsmenn tveggja fyrirtækja sem séu keppinautar í framleiðslu tiltekins vöruflokks hafi mætt saman í umræðuþátt og rætt verðhækkanir. Þeir hafi fært rök fyrir því að hækkandi hráefnisverð hefði leitt til verðhækkunar á vörum þeirra og þeir boðað frekari hækkanir. Í öðru tilviki hafi verið tekin viðtöl við stjórnendur dagvörukeðju og haft eftir þeim að verulegar verðhækkanir væru framundan. Einnig væru nýleg dæmi um að forsvarsmenn hagsmunafyrirtækja fyrirtækju hefðu tjáð sig opinberlega um væntanlegar verðhækkanir á ýmsum nauðsynjavörum. Bendir Samkeppniseftirlitið á að það geti talist til ólögmæts samráðs á milli fyrirtækja ef keppinautar ræða saman um væntanlegar verðhækkanir eða miðla upplýsingum um það hver til annars, þar með talið í fjölmiðlum. „Fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra mega vænta þess að Samkeppniseftirlitið taki vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi sem hér er lýst til alvarlegrar athugunar. Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum,“ segir í tilkynningunni. Miðli upplýsingum um verðbreytingar hvorki opinberlega né á annan hátt Til að samkeppni geti þrifist segir Samkeppniseftirlitið að fyrirtæki þurfi að búa við ákveðna óvissu um hvernig keppinautar hyggist bregðast við utanaðkomandi aðstæðum, þar á meðal verðhækkunum frá birgjum. Búi fyrirtæki yfir vitneskju um viðbrögð keppinauta dragi það úr hvötum til að keppa og halda verði niðri. Af þessum sökum banni samkeppnislög hvers kyns samkeppnishindranir af hálfu hagsmunasamtaka fyrirtækja. Undir það falli upplýsingamiðlun samtaka um væntanlegar hækkanir eða sameiginlegur rökstuðningur fyrir þeim. Brýnir Samkeppniseftirlitið fyrir fyrirtækjum og samtökum þeirra að miðla ekki upplýsinga um fyrirhugaðar eða líklegar breytingar á verði til keppinauta, hvorki opinberlega, á vettvangi hagsmunasamtaka, milliliðalaust né með öðrum hætti. Öll þátttaka hagsmunasamtaka sé umræðu um verð og verðlagningu sé sérstaklega varhugarverð og ætti ekki að eiga sér stað nema tryggt sé að hún sé innan löglegra marka. Fréttin verður uppfærð.
Samkeppnismál Matvöruverslun Neytendur Fjölmiðlar Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira