Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 16:24 Drekinn og King Kong þurfa að greiða stjórnvaldssekt upp á 400 þúsund krónur innan þriggja mánaða. Vilhelm/Facebook Neytendastofa hefur sektað tvö fyrirtæki fyrir að auglýsa neyslu og meðferð á nikótínvörum, og fyrir að auglýsa einstaka vörumerki framleiðenda slíkra vara. Sektirnar nema 400 þúsund krónum hvor. Í frétt á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þá hefur Neytendastofa birt ákvarðanir gagnvart tveimur fyrirtækjum vegna brota gegn auglýsingabanni, King Kong ehf. og Urriðafoss ehf., sem rekur Drekann. Í þeim kemur fram að það sé óheimilt að auglýsa vörurnar á samfélagsmiðlum. Undir auglýsingar falli allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta eigi við óháð því hvort fyrirtæki hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki. Fram kemur að Neytendastofa hafi jafnframt lagt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun. Þá er það mat stofnunarinnar að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Má ekki standa „VAPE SHOP“ utan á sjoppunum Í ákvörðun Neytendastofu vegna King Kong ehf. segir að utan á verslunum fyrirtækisins mætti finna beinar tilvísanir til nikótínvara, rafretta og áfyllingar fyrir þær, en heiti verslunarinnar væri umkringt orðunum „VAPE SHOP“ auk auglýsingar þar sem fram kæmi „10 dósir að eigin vali á 6.500 kr.“ ásamt teiknaðri mynd af því sem virðist vera nikótíndós og nikótínpúði. Utan á verslun Drekans var sömuleiðis að finna orðin „VAPE SHOP“, að því er kemur fram í ákvörðun Neytendastofu vegna Urriðafoss ehf. Í báðum tilvikum taldi stofnunin ljóst að um væri að ræða beina tilvísun rafretta og áfyllingar fyrir þær. Með því væru fyrirtækin að brjóta gegn auglýsingabanni. Þá segir í báðum ákvörðununum að fyrirtækin hafi brotið gegn auglýsingabanni með því að hafa birt auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðla sína, Facebook og Instagram. Sem fyrr segir lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á fyrirtækin tvö. Stofnunin taldi tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málunum þþat sem skýrt bann við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum eru í lögum. Nikótínpúðar Neytendur Verslun Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í frétt á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þá hefur Neytendastofa birt ákvarðanir gagnvart tveimur fyrirtækjum vegna brota gegn auglýsingabanni, King Kong ehf. og Urriðafoss ehf., sem rekur Drekann. Í þeim kemur fram að það sé óheimilt að auglýsa vörurnar á samfélagsmiðlum. Undir auglýsingar falli allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta eigi við óháð því hvort fyrirtæki hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki. Fram kemur að Neytendastofa hafi jafnframt lagt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun. Þá er það mat stofnunarinnar að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Má ekki standa „VAPE SHOP“ utan á sjoppunum Í ákvörðun Neytendastofu vegna King Kong ehf. segir að utan á verslunum fyrirtækisins mætti finna beinar tilvísanir til nikótínvara, rafretta og áfyllingar fyrir þær, en heiti verslunarinnar væri umkringt orðunum „VAPE SHOP“ auk auglýsingar þar sem fram kæmi „10 dósir að eigin vali á 6.500 kr.“ ásamt teiknaðri mynd af því sem virðist vera nikótíndós og nikótínpúði. Utan á verslun Drekans var sömuleiðis að finna orðin „VAPE SHOP“, að því er kemur fram í ákvörðun Neytendastofu vegna Urriðafoss ehf. Í báðum tilvikum taldi stofnunin ljóst að um væri að ræða beina tilvísun rafretta og áfyllingar fyrir þær. Með því væru fyrirtækin að brjóta gegn auglýsingabanni. Þá segir í báðum ákvörðununum að fyrirtækin hafi brotið gegn auglýsingabanni með því að hafa birt auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðla sína, Facebook og Instagram. Sem fyrr segir lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á fyrirtækin tvö. Stofnunin taldi tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málunum þþat sem skýrt bann við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum eru í lögum.
Nikótínpúðar Neytendur Verslun Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira