Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 12:45 Sandra Toft hefur oft verið í algjöru lykilhlutverki hjá Danmörku og er nú mætt á enn eitt stórmótið. EPA-EFE/Bo Amstrup Sandra Toft var niðurbrotin eftir að hafa ekki verið valin í EM-hóp danska kvennalandsliðsins í handbolta en núna hefur þessi mikli reynslubolti skyndilega verið kallaður til. Althea Reinhardt fékk nefnilega skot í höfuðið á æfingu. „Ég var ótrúlega leið yfir þessu. Þú getur svo sannarlega notað orðið niðurbrotin. Það mun taka sinn tíma fyrir mig að ná mér aftur upp úr þessu,“ sagði Toft við TV2 í síðasta mánuði, eftir að Jesper Jensen tók þá „erfiðu og tilfinningaríku“ ákvörðun að taka hana ekki með á EM Toft hefur tekið þátt í þrettán stórmótum með danska landsliðinu og ekki misst af EM síðan 2014. Hún á að baki flesta leiki fyrir danska liðið á stórmótum, eða 101 talsins frá árinu 2011. Í kvöld mun leikur númer 102 bætast við hjá Toft sem verður með gegn Slóveníu, í næstsíðustu umferð milliriðlakeppninnar, en Danmörk er í harðri baráttu um sæti í undanúrslitum EM og mætir Hollandi á miðvikudaginn. Eina tap Dana til þessa var gegn norsku stelpunum hans Þóris Hergeirssonar. Reinhardt fékk skot í höfuðið Toft kemur inn í danska hópinn í stað Altheu Reinhardt sem fékk skot í höfuðið á æfingu í gær. „Þetta er gríðarlega svekkjandi fyrir Altheu Reinhardt og við vonum innilega að hún jafni sig fljótt. En við tökum enga sénsa. Þess vegna hefur Sandra Toft verið kölluð inn í hópinn og spilar á móti Slóveníu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Jesper Jensen. „Við erum ánægð með að hún hafi getað brugðist fljótt við og hjálpað okkur. Við getum ekki sagt til um það núna hvort að leikirnir verði fleiri í kjölfarið hjá Söndru Toft,“ sagði Jensen. Tvær breytingar á leikmannahópum eru leyfðar í milliriðlakeppninni og hafa Danir nú nýtt aðra þeirra. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
„Ég var ótrúlega leið yfir þessu. Þú getur svo sannarlega notað orðið niðurbrotin. Það mun taka sinn tíma fyrir mig að ná mér aftur upp úr þessu,“ sagði Toft við TV2 í síðasta mánuði, eftir að Jesper Jensen tók þá „erfiðu og tilfinningaríku“ ákvörðun að taka hana ekki með á EM Toft hefur tekið þátt í þrettán stórmótum með danska landsliðinu og ekki misst af EM síðan 2014. Hún á að baki flesta leiki fyrir danska liðið á stórmótum, eða 101 talsins frá árinu 2011. Í kvöld mun leikur númer 102 bætast við hjá Toft sem verður með gegn Slóveníu, í næstsíðustu umferð milliriðlakeppninnar, en Danmörk er í harðri baráttu um sæti í undanúrslitum EM og mætir Hollandi á miðvikudaginn. Eina tap Dana til þessa var gegn norsku stelpunum hans Þóris Hergeirssonar. Reinhardt fékk skot í höfuðið Toft kemur inn í danska hópinn í stað Altheu Reinhardt sem fékk skot í höfuðið á æfingu í gær. „Þetta er gríðarlega svekkjandi fyrir Altheu Reinhardt og við vonum innilega að hún jafni sig fljótt. En við tökum enga sénsa. Þess vegna hefur Sandra Toft verið kölluð inn í hópinn og spilar á móti Slóveníu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Jesper Jensen. „Við erum ánægð með að hún hafi getað brugðist fljótt við og hjálpað okkur. Við getum ekki sagt til um það núna hvort að leikirnir verði fleiri í kjölfarið hjá Söndru Toft,“ sagði Jensen. Tvær breytingar á leikmannahópum eru leyfðar í milliriðlakeppninni og hafa Danir nú nýtt aðra þeirra.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira