Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 22:46 Þetta mót er nú að baki. Fer í reynslubankann og er hluti af vegferðinni. Áfram gakk. Marco Wolf/picture alliance via Getty Images Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. Ísland byrjaði feiknavel gegn sterku þýsku liði í kvöld. Liðið er meðal þeirra allra sterkustu í öðrum styrkleikaflokki en jafnræði var í byrjun. Eftir að Elín Klara kom okkur 5-4 yfir lenti Ísland hins vegar á varnarmúr. Þær þýsku reistu nýjan Berlínarmúr og ekki fannst leið í gegnum hann. Við tóku tólf mínútur án marks þar sem múrinn stóð keikur. Það virtist draga sjálfstraust úr liðinu. Stelpurnar ósannfærandi og sóttu vart að marki. Það kom svo að því að Perla Ruth skoraði sjötta mark Íslands af vítalínunni en skaðinn var skeður. Staðan 10-6. Þetta var brekka. Andrea Jacobsen skoraði sitt fyrsta mark í byrjun seinni hálfleiks en í kjölfarið lenti Ísland aftur á múrnum. Rúmar tíu mínútur án marks. Aftur var það Perla sem felldi múrinn af vítalínunni. Þetta þýska lið sýndi styrk sinn í kvöld eftir að hafa sætt gagnrýni og á roð í hvaða lið sem er með slíkum varnarleik. Það virtist ekki nást að kveikja von eða trú aftur hjá íslenska liðinu eftir fyrsta markalausa kaflann og sanngjarn sigur þeirra þýsku staðreynd. Hundleiðinlegt að enda á þessum nótum en staðreyndin er sú að Þýskaland er á meðal bestu landsliða heims. Það er erfitt að gera kröfu um sigur gegn slíku liði og stelpurnar sýndu fína spretti á lokakaflanum. Mótinu því lokið en frábær vika í Innsbruck að baki. Þetta lið sýndi að það á heima á stóra sviðinu með frammistöðunni gegn Hollandi og sá leikur hefði hæglega geta farið á annan veg. Það vannst stór áfangi með sigrinum á Úkraínu, sá fyrsti á EM, og blessuð vegferðin, hún heldur áfram þrátt fyrir að liðið hafi lent á þýskum múrvegg í kvöld. Það sló mig aðeins að Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir voru strax komnar með hugann við næsta mót. Þær rifu sig úr svekkelsinu og og sögðu bara áfram gakk. Nú eru þessi mót nefnilega orðinn fasti sem þessar stelpur vilja ekki missa. Þórey Rósa hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik og ekki er útilokað að það sama sé hægt að segja um Steinunni Björnsdóttur á miðað við þeirra ummæli eftir leik. Þá er spurning hvað Sunna Jónsdóttir og Rut Jónsdóttur hyggjast gera. Hvort sem þær hætta nú eða síðar er ljóst að það styttist í síðasta leikinn. Það verða sjónarsviptir af þessum goðsögnum í íslenskum handbolta en allt tekur sinn enda og næsta kynslóð tekur við. Elín Rósa sýndi frábæra takta í kvöld og nafna hennar Elín Klara átti glimrandi spretti á sínu fyrsta stórmóti. Berglind frábær í vörninni og markverðirnir tveir öflugir. Aðrar af þeim sem yngri eru hafa nú fengið smjörþefinn af stórmóti í annað sinn og allt skilar þetta sér í blessaðan reynslubankann. Þórir Hergeirsson hafði orð á því hversu gríðarlegar bætur hefðu orðið á leik íslenska liðsins frá því á HM í fyrra. Það er oft gott að hlusta þegar hann tjáir sig um handbolta og klárlega hægt að taka undir það. Klisjan um reynslubankann byggir nefnilega á sannleika og þroskinn er meiri eftir reynsluna í fyrra. Enn meiri núna. Þessu móti er lokið en vegferðin. Hún heldur áfram. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Ísland byrjaði feiknavel gegn sterku þýsku liði í kvöld. Liðið er meðal þeirra allra sterkustu í öðrum styrkleikaflokki en jafnræði var í byrjun. Eftir að Elín Klara kom okkur 5-4 yfir lenti Ísland hins vegar á varnarmúr. Þær þýsku reistu nýjan Berlínarmúr og ekki fannst leið í gegnum hann. Við tóku tólf mínútur án marks þar sem múrinn stóð keikur. Það virtist draga sjálfstraust úr liðinu. Stelpurnar ósannfærandi og sóttu vart að marki. Það kom svo að því að Perla Ruth skoraði sjötta mark Íslands af vítalínunni en skaðinn var skeður. Staðan 10-6. Þetta var brekka. Andrea Jacobsen skoraði sitt fyrsta mark í byrjun seinni hálfleiks en í kjölfarið lenti Ísland aftur á múrnum. Rúmar tíu mínútur án marks. Aftur var það Perla sem felldi múrinn af vítalínunni. Þetta þýska lið sýndi styrk sinn í kvöld eftir að hafa sætt gagnrýni og á roð í hvaða lið sem er með slíkum varnarleik. Það virtist ekki nást að kveikja von eða trú aftur hjá íslenska liðinu eftir fyrsta markalausa kaflann og sanngjarn sigur þeirra þýsku staðreynd. Hundleiðinlegt að enda á þessum nótum en staðreyndin er sú að Þýskaland er á meðal bestu landsliða heims. Það er erfitt að gera kröfu um sigur gegn slíku liði og stelpurnar sýndu fína spretti á lokakaflanum. Mótinu því lokið en frábær vika í Innsbruck að baki. Þetta lið sýndi að það á heima á stóra sviðinu með frammistöðunni gegn Hollandi og sá leikur hefði hæglega geta farið á annan veg. Það vannst stór áfangi með sigrinum á Úkraínu, sá fyrsti á EM, og blessuð vegferðin, hún heldur áfram þrátt fyrir að liðið hafi lent á þýskum múrvegg í kvöld. Það sló mig aðeins að Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir voru strax komnar með hugann við næsta mót. Þær rifu sig úr svekkelsinu og og sögðu bara áfram gakk. Nú eru þessi mót nefnilega orðinn fasti sem þessar stelpur vilja ekki missa. Þórey Rósa hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik og ekki er útilokað að það sama sé hægt að segja um Steinunni Björnsdóttur á miðað við þeirra ummæli eftir leik. Þá er spurning hvað Sunna Jónsdóttir og Rut Jónsdóttur hyggjast gera. Hvort sem þær hætta nú eða síðar er ljóst að það styttist í síðasta leikinn. Það verða sjónarsviptir af þessum goðsögnum í íslenskum handbolta en allt tekur sinn enda og næsta kynslóð tekur við. Elín Rósa sýndi frábæra takta í kvöld og nafna hennar Elín Klara átti glimrandi spretti á sínu fyrsta stórmóti. Berglind frábær í vörninni og markverðirnir tveir öflugir. Aðrar af þeim sem yngri eru hafa nú fengið smjörþefinn af stórmóti í annað sinn og allt skilar þetta sér í blessaðan reynslubankann. Þórir Hergeirsson hafði orð á því hversu gríðarlegar bætur hefðu orðið á leik íslenska liðsins frá því á HM í fyrra. Það er oft gott að hlusta þegar hann tjáir sig um handbolta og klárlega hægt að taka undir það. Klisjan um reynslubankann byggir nefnilega á sannleika og þroskinn er meiri eftir reynsluna í fyrra. Enn meiri núna. Þessu móti er lokið en vegferðin. Hún heldur áfram.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira