Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 22:46 Þetta mót er nú að baki. Fer í reynslubankann og er hluti af vegferðinni. Áfram gakk. Marco Wolf/picture alliance via Getty Images Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. Ísland byrjaði feiknavel gegn sterku þýsku liði í kvöld. Liðið er meðal þeirra allra sterkustu í öðrum styrkleikaflokki en jafnræði var í byrjun. Eftir að Elín Klara kom okkur 5-4 yfir lenti Ísland hins vegar á varnarmúr. Þær þýsku reistu nýjan Berlínarmúr og ekki fannst leið í gegnum hann. Við tóku tólf mínútur án marks þar sem múrinn stóð keikur. Það virtist draga sjálfstraust úr liðinu. Stelpurnar ósannfærandi og sóttu vart að marki. Það kom svo að því að Perla Ruth skoraði sjötta mark Íslands af vítalínunni en skaðinn var skeður. Staðan 10-6. Þetta var brekka. Andrea Jacobsen skoraði sitt fyrsta mark í byrjun seinni hálfleiks en í kjölfarið lenti Ísland aftur á múrnum. Rúmar tíu mínútur án marks. Aftur var það Perla sem felldi múrinn af vítalínunni. Þetta þýska lið sýndi styrk sinn í kvöld eftir að hafa sætt gagnrýni og á roð í hvaða lið sem er með slíkum varnarleik. Það virtist ekki nást að kveikja von eða trú aftur hjá íslenska liðinu eftir fyrsta markalausa kaflann og sanngjarn sigur þeirra þýsku staðreynd. Hundleiðinlegt að enda á þessum nótum en staðreyndin er sú að Þýskaland er á meðal bestu landsliða heims. Það er erfitt að gera kröfu um sigur gegn slíku liði og stelpurnar sýndu fína spretti á lokakaflanum. Mótinu því lokið en frábær vika í Innsbruck að baki. Þetta lið sýndi að það á heima á stóra sviðinu með frammistöðunni gegn Hollandi og sá leikur hefði hæglega geta farið á annan veg. Það vannst stór áfangi með sigrinum á Úkraínu, sá fyrsti á EM, og blessuð vegferðin, hún heldur áfram þrátt fyrir að liðið hafi lent á þýskum múrvegg í kvöld. Það sló mig aðeins að Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir voru strax komnar með hugann við næsta mót. Þær rifu sig úr svekkelsinu og og sögðu bara áfram gakk. Nú eru þessi mót nefnilega orðinn fasti sem þessar stelpur vilja ekki missa. Þórey Rósa hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik og ekki er útilokað að það sama sé hægt að segja um Steinunni Björnsdóttur á miðað við þeirra ummæli eftir leik. Þá er spurning hvað Sunna Jónsdóttir og Rut Jónsdóttur hyggjast gera. Hvort sem þær hætta nú eða síðar er ljóst að það styttist í síðasta leikinn. Það verða sjónarsviptir af þessum goðsögnum í íslenskum handbolta en allt tekur sinn enda og næsta kynslóð tekur við. Elín Rósa sýndi frábæra takta í kvöld og nafna hennar Elín Klara átti glimrandi spretti á sínu fyrsta stórmóti. Berglind frábær í vörninni og markverðirnir tveir öflugir. Aðrar af þeim sem yngri eru hafa nú fengið smjörþefinn af stórmóti í annað sinn og allt skilar þetta sér í blessaðan reynslubankann. Þórir Hergeirsson hafði orð á því hversu gríðarlegar bætur hefðu orðið á leik íslenska liðsins frá því á HM í fyrra. Það er oft gott að hlusta þegar hann tjáir sig um handbolta og klárlega hægt að taka undir það. Klisjan um reynslubankann byggir nefnilega á sannleika og þroskinn er meiri eftir reynsluna í fyrra. Enn meiri núna. Þessu móti er lokið en vegferðin. Hún heldur áfram. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Ísland byrjaði feiknavel gegn sterku þýsku liði í kvöld. Liðið er meðal þeirra allra sterkustu í öðrum styrkleikaflokki en jafnræði var í byrjun. Eftir að Elín Klara kom okkur 5-4 yfir lenti Ísland hins vegar á varnarmúr. Þær þýsku reistu nýjan Berlínarmúr og ekki fannst leið í gegnum hann. Við tóku tólf mínútur án marks þar sem múrinn stóð keikur. Það virtist draga sjálfstraust úr liðinu. Stelpurnar ósannfærandi og sóttu vart að marki. Það kom svo að því að Perla Ruth skoraði sjötta mark Íslands af vítalínunni en skaðinn var skeður. Staðan 10-6. Þetta var brekka. Andrea Jacobsen skoraði sitt fyrsta mark í byrjun seinni hálfleiks en í kjölfarið lenti Ísland aftur á múrnum. Rúmar tíu mínútur án marks. Aftur var það Perla sem felldi múrinn af vítalínunni. Þetta þýska lið sýndi styrk sinn í kvöld eftir að hafa sætt gagnrýni og á roð í hvaða lið sem er með slíkum varnarleik. Það virtist ekki nást að kveikja von eða trú aftur hjá íslenska liðinu eftir fyrsta markalausa kaflann og sanngjarn sigur þeirra þýsku staðreynd. Hundleiðinlegt að enda á þessum nótum en staðreyndin er sú að Þýskaland er á meðal bestu landsliða heims. Það er erfitt að gera kröfu um sigur gegn slíku liði og stelpurnar sýndu fína spretti á lokakaflanum. Mótinu því lokið en frábær vika í Innsbruck að baki. Þetta lið sýndi að það á heima á stóra sviðinu með frammistöðunni gegn Hollandi og sá leikur hefði hæglega geta farið á annan veg. Það vannst stór áfangi með sigrinum á Úkraínu, sá fyrsti á EM, og blessuð vegferðin, hún heldur áfram þrátt fyrir að liðið hafi lent á þýskum múrvegg í kvöld. Það sló mig aðeins að Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir voru strax komnar með hugann við næsta mót. Þær rifu sig úr svekkelsinu og og sögðu bara áfram gakk. Nú eru þessi mót nefnilega orðinn fasti sem þessar stelpur vilja ekki missa. Þórey Rósa hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik og ekki er útilokað að það sama sé hægt að segja um Steinunni Björnsdóttur á miðað við þeirra ummæli eftir leik. Þá er spurning hvað Sunna Jónsdóttir og Rut Jónsdóttur hyggjast gera. Hvort sem þær hætta nú eða síðar er ljóst að það styttist í síðasta leikinn. Það verða sjónarsviptir af þessum goðsögnum í íslenskum handbolta en allt tekur sinn enda og næsta kynslóð tekur við. Elín Rósa sýndi frábæra takta í kvöld og nafna hennar Elín Klara átti glimrandi spretti á sínu fyrsta stórmóti. Berglind frábær í vörninni og markverðirnir tveir öflugir. Aðrar af þeim sem yngri eru hafa nú fengið smjörþefinn af stórmóti í annað sinn og allt skilar þetta sér í blessaðan reynslubankann. Þórir Hergeirsson hafði orð á því hversu gríðarlegar bætur hefðu orðið á leik íslenska liðsins frá því á HM í fyrra. Það er oft gott að hlusta þegar hann tjáir sig um handbolta og klárlega hægt að taka undir það. Klisjan um reynslubankann byggir nefnilega á sannleika og þroskinn er meiri eftir reynsluna í fyrra. Enn meiri núna. Þessu móti er lokið en vegferðin. Hún heldur áfram.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira