Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. desember 2024 21:53 Elín Rósa Magnúsdóttir í leiknum við Hollendinga, í frumraun sinni á EM. Getty/Henk Seppen Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. Aðspurð hvernig sér liði beint eftir leik hafði Elín Rósa þetta að segja. „Ekkert sérstaklega vel sko, en það er margt gott sem hægt er að taka út úr þessu og þetta er bara hörku lið og voru bara betri í dag.“ Elín Rósa segir fátt hafa komið íslenska liðinu á óvart við spilamennsku þeirra þýsku í kvöld og segir heppnina ekki hafa verið með íslenska liðinu í liði í leiknum. „Nei svo sem ekki sko. Þær náttúrulega keyra grimmt og við missum boltann svolítið. Líka bara óheppnar með skot þegar að við erum að spila sjö á sex. Elín Klara átti frábær skot, allavegana tvö, sem að hefðu alveg getað verið inni. En í staðinn fáum við mark í bakið sem er náttúrulega bara mjög súrt.“ Vörn þýska liðsins var firna sterk allan leikinn og áttu íslensku stelpurnar í erfiðleikum með að brjóta hana á bak aftur. „Þær eru mjög stórar og sterkar og góðar einn á einn og eru góðar á stóru plássi. Við náðum samt alveg að komast í gegnum þær þegar boltinn fékk að rúlla en hann kannski stoppaði of oft. Það er erfitt að segja svona beint eftir leik.“ Elín Rósa gengur sátt frá borði eftir mótið þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. „Við náðum okkar svona helsta markmiði að vinna fyrsta leikinn okkar á EM, sem er náttúrulega bara risastórt fyrir okkur. Stórt markmið sem við loksins náðum og hvað þá að vera hérna á EM. Úr því sem komið var þá langaði okkur í meira og við vorum ekkert saddar. En við erum ótrúlega stoltar af okkur og hvernig við komum inn í mótið.“ Aðspurð hvort liðið ætli sér ekki á næsta stórmót, þá stóð ekki á svörum. „Bara hundrað prósent.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira
Aðspurð hvernig sér liði beint eftir leik hafði Elín Rósa þetta að segja. „Ekkert sérstaklega vel sko, en það er margt gott sem hægt er að taka út úr þessu og þetta er bara hörku lið og voru bara betri í dag.“ Elín Rósa segir fátt hafa komið íslenska liðinu á óvart við spilamennsku þeirra þýsku í kvöld og segir heppnina ekki hafa verið með íslenska liðinu í liði í leiknum. „Nei svo sem ekki sko. Þær náttúrulega keyra grimmt og við missum boltann svolítið. Líka bara óheppnar með skot þegar að við erum að spila sjö á sex. Elín Klara átti frábær skot, allavegana tvö, sem að hefðu alveg getað verið inni. En í staðinn fáum við mark í bakið sem er náttúrulega bara mjög súrt.“ Vörn þýska liðsins var firna sterk allan leikinn og áttu íslensku stelpurnar í erfiðleikum með að brjóta hana á bak aftur. „Þær eru mjög stórar og sterkar og góðar einn á einn og eru góðar á stóru plássi. Við náðum samt alveg að komast í gegnum þær þegar boltinn fékk að rúlla en hann kannski stoppaði of oft. Það er erfitt að segja svona beint eftir leik.“ Elín Rósa gengur sátt frá borði eftir mótið þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. „Við náðum okkar svona helsta markmiði að vinna fyrsta leikinn okkar á EM, sem er náttúrulega bara risastórt fyrir okkur. Stórt markmið sem við loksins náðum og hvað þá að vera hérna á EM. Úr því sem komið var þá langaði okkur í meira og við vorum ekkert saddar. En við erum ótrúlega stoltar af okkur og hvernig við komum inn í mótið.“ Aðspurð hvort liðið ætli sér ekki á næsta stórmót, þá stóð ekki á svörum. „Bara hundrað prósent.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43
Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20