Þetta kemur fram í tilkynningu frá KR-ingum sem þakka Dani fyrir hans framlag og óska honum velfarnaðar.
Samkvæmt frétt Karfan.is hefur Dani nú samið við ÍR.
Hans síðasti leikur fyrir KR var því 88-85 útisigurinn gegn Hetti á föstudagskvöld, þar sem Dani lék 19 mínútur, skoraði þrjú stig og gaf tvær stoðsendingar.
Dani lék fyrst með KR tímabilið 2021-22, þá í efstu deild, og sneri svo aftur til félagsins fyrir síðustu leiktíð.
Dani átti ríkan þátt í að koma KR upp í Bónus-deildina á síðustu leiktíð þegar hann skoraði að meðaltali 15,6 stig í leik í 1. deildinni, tók 7,9 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Í átta leikjum í Bónus-deildinni í vetur skoraði hann að meðaltali 6,6 stig, tók 5 fráköst og gaf eina stoðsendingu.