„Við viljum að þetta verði ævintýri“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. nóvember 2024 21:57 Borce Ilievski þegar hann þjálfaði ÍR hér um árið. Vísir/Andri Marinó Endurkoma Borce Ilievski til ÍR fékk heldur betur draumabyrjun í kvöld þegar nýliðarnir lögðu Íslandsmeistara Vals í dramatískum leik 84-83. Borce sagði sjálfur að þetta yrði ævintýri og það verður að segjast eins og er að það var ævintýrabragur yfir þessum fyrsta leik. „Þetta var frábær leikur. Virkilega erfiður leikur. Við vorum yfir, svo vorum við undir en við komum alltaf til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft vorum við eflaust heppnari. En við unnum og það var magnað. Ég er ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Minnir mig á gamla tíma. Ég hef saknað þessara stuðningsmanna síðustu þrjú ár.“ Það hefur loðað við leik ÍR-inga í vetur að liðið hefur ekki náð að spila af fullum krafti í 40 mínútur. Liðið byrjaði leikinn af krafti í kvöld en virtist svo ætla að missa hann frá sér í þriðja leikhluta. „Þeir fóru greinilega yfir málin í klefanum í hálfleik. Þeir opnuðu þriðja leikhluta mjög vel en við svöruðum með litlu áhlaupi eftir það. Þegar leikurinn varð svo jafn á ný gat þetta fallið hvoru megin sem var. En þráin eftir þessum sigri var risastór hjá mínu liði.“ „Við erum búnir að vera að tala mikið um það í landsleikjahléinu að við verðum að hafa trú, sama hver staðan er. Við gáfumst ekki upp þó við værum fjórum stigum undir og mínúta tæp eftir af leiknum. Við héldum í trúna og lönduðum þessum sigri.“ Mörg lið hefðu eflaust brotnað í stöðunni 77-81, en þá setti Kristinn Pálsson ótrúlegan þrist og kom Valsmönnum í þægilega stöðu með tæpar þrjár mínútur á klukkunni. „Við tókum leikhlé og fórum yfir stöðuna og vorum sammála um hvað við þyrftum að gera. Sóknin okkar var mjög flöt og hikandi á köflum og staðsetningar ekki réttar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta í næstu leikjum. En þessir strákar kunna að berjast.“ Borce skortir ekki trú á sínu liði, en lagði áherslu á að allir verði að hafa trú á verkefninu á næstu mánuðum. „Þegar ég kom hérna og tók nokkrar æfingar með liðinu sá ég strax að ástandið var alls ekki jafn slæmt og margir vildu láta í veðri vaka. Þetta er mjög efnilegt lið og ég er mjög meðvitaður um þá stöðu sem ég er að ganga inn í hjá mínu liði ÍR. Ég kom hingað til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar ef ég mögulega get. Við lofum því að við munum berjast í öllum leikjum. Við höfum engu að tapa. Við viljum að þetta verði ævintýri. Við þurfum að hafa trú. Strákarnir hafa trú, ég hef trú og aðdáendur okkar eru farnir að hafa trú.“ Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 16 stig af bekknum og tók ellefu fráköst en hann gekk til liðs við ÍR á dögunum frá Grindavík og virðist falla eins og flís við rass við liðið. „Algjörlega. Við unnum saman hér hjá ÍR fyrir margt löngu. Nú erum við báðir að koma heim aftur. Hann er frábær viðbót við liðið. Hann er ekki búinn að koma sér alveg inn í öll kerfin en þegar það kemur held ég að hann verði enn betri. Hann er stór viðbót fyrir okkar lið.“ Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
„Þetta var frábær leikur. Virkilega erfiður leikur. Við vorum yfir, svo vorum við undir en við komum alltaf til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft vorum við eflaust heppnari. En við unnum og það var magnað. Ég er ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Minnir mig á gamla tíma. Ég hef saknað þessara stuðningsmanna síðustu þrjú ár.“ Það hefur loðað við leik ÍR-inga í vetur að liðið hefur ekki náð að spila af fullum krafti í 40 mínútur. Liðið byrjaði leikinn af krafti í kvöld en virtist svo ætla að missa hann frá sér í þriðja leikhluta. „Þeir fóru greinilega yfir málin í klefanum í hálfleik. Þeir opnuðu þriðja leikhluta mjög vel en við svöruðum með litlu áhlaupi eftir það. Þegar leikurinn varð svo jafn á ný gat þetta fallið hvoru megin sem var. En þráin eftir þessum sigri var risastór hjá mínu liði.“ „Við erum búnir að vera að tala mikið um það í landsleikjahléinu að við verðum að hafa trú, sama hver staðan er. Við gáfumst ekki upp þó við værum fjórum stigum undir og mínúta tæp eftir af leiknum. Við héldum í trúna og lönduðum þessum sigri.“ Mörg lið hefðu eflaust brotnað í stöðunni 77-81, en þá setti Kristinn Pálsson ótrúlegan þrist og kom Valsmönnum í þægilega stöðu með tæpar þrjár mínútur á klukkunni. „Við tókum leikhlé og fórum yfir stöðuna og vorum sammála um hvað við þyrftum að gera. Sóknin okkar var mjög flöt og hikandi á köflum og staðsetningar ekki réttar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta í næstu leikjum. En þessir strákar kunna að berjast.“ Borce skortir ekki trú á sínu liði, en lagði áherslu á að allir verði að hafa trú á verkefninu á næstu mánuðum. „Þegar ég kom hérna og tók nokkrar æfingar með liðinu sá ég strax að ástandið var alls ekki jafn slæmt og margir vildu láta í veðri vaka. Þetta er mjög efnilegt lið og ég er mjög meðvitaður um þá stöðu sem ég er að ganga inn í hjá mínu liði ÍR. Ég kom hingað til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar ef ég mögulega get. Við lofum því að við munum berjast í öllum leikjum. Við höfum engu að tapa. Við viljum að þetta verði ævintýri. Við þurfum að hafa trú. Strákarnir hafa trú, ég hef trú og aðdáendur okkar eru farnir að hafa trú.“ Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 16 stig af bekknum og tók ellefu fráköst en hann gekk til liðs við ÍR á dögunum frá Grindavík og virðist falla eins og flís við rass við liðið. „Algjörlega. Við unnum saman hér hjá ÍR fyrir margt löngu. Nú erum við báðir að koma heim aftur. Hann er frábær viðbót við liðið. Hann er ekki búinn að koma sér alveg inn í öll kerfin en þegar það kemur held ég að hann verði enn betri. Hann er stór viðbót fyrir okkar lið.“
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira