„Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2024 15:27 Nýi landsliðsbúningurinn. hsí Búningasamningur HSÍ við Adidas er sá langstærsti sem sambandið hefur gert. Þetta segir framkvæmdastjóri HSÍ. Ekki liggur enn fyrir hvar og hvenær verður hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna en ólíkt fyrri samningum er ekki jafn nauðsynlegt fyrir HSÍ fjárhagslega að treyjan seljist sem mest. Í dag var greint frá því að íslensku handboltalandsliðin myndu leika í treyjum frá Adidas næstu fjögur árin. Í síðustu viku lauk tuttugu ára samstarfi HSÍ og Kempa. Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku en þá var ekkert minnst á samstarf við þýska íþróttavöruframleiðandann. En í dag var loks staðfest að Adidas og HSÍ væru komin í samstarf. Róbert Geir Gíslason segir að það komi von bráðar í ljós hvar og hvenær verði hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna. „Það er í fullum undirbúningi eins og staðan er. Við vonum að við getum tilkynnt í næstu viku hvar hún fæst. Við leggjum gríðarlega áherslu á að hún fari sem fyrst í sölu og sem víðast,“ sagði Róbert í samtali við Vísi. „Ólíkt því sem hefur verið erum við ekki einkasöluaðili að treyjunni heldur er Adidas fyrst og fremst söluaðilinn. Vonandi fer hún í sölu sem víðast.“ En er fjárhagslega mikilvægt fyrir HSÍ að treyjan fari í sölu sem fyrst? „Nei, það er bara mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á treyjuna okkar sem við erum stoltir af og fyrir aðdáendur okkar. Ólíkt fyrri samningum er ekki það ekki úrslitaatriði fjárhagslega fyrir okkur að hún seljist sem mest en það er að sjálfsögðu von okkar. Það er munur á eðli samningsins,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með samninginn við Adidas.vísir/arnar Að hans sögn hefur samningaferlið tekið marga mánuði og verið flókið. Fleiri kostir en Adidas voru í stöðunni. „Vissulega. Það var mikill áhugi hjá búningaframleiðendum að semja við okkur, bæði hjá öðrum aðilum og Kempa sem sýndi mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. En niðurstaða okkar var að semja við Adidas,“ sagði Róbert en forráðamenn HSÍ eru afar ánægðir með nýja samninginn. „Samningurinn við Adidas er mjög góður fyrir sambandið á alla kanta og langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert frá upphafi. Það er fagnaðarefni að jafn stórt fyrirtæki og Adidas sýni okkur þennan áhuga.“ Nýi búningurinn verður frumsýndur þegar kvennalandsliðið mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Sjá meira
Í dag var greint frá því að íslensku handboltalandsliðin myndu leika í treyjum frá Adidas næstu fjögur árin. Í síðustu viku lauk tuttugu ára samstarfi HSÍ og Kempa. Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku en þá var ekkert minnst á samstarf við þýska íþróttavöruframleiðandann. En í dag var loks staðfest að Adidas og HSÍ væru komin í samstarf. Róbert Geir Gíslason segir að það komi von bráðar í ljós hvar og hvenær verði hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna. „Það er í fullum undirbúningi eins og staðan er. Við vonum að við getum tilkynnt í næstu viku hvar hún fæst. Við leggjum gríðarlega áherslu á að hún fari sem fyrst í sölu og sem víðast,“ sagði Róbert í samtali við Vísi. „Ólíkt því sem hefur verið erum við ekki einkasöluaðili að treyjunni heldur er Adidas fyrst og fremst söluaðilinn. Vonandi fer hún í sölu sem víðast.“ En er fjárhagslega mikilvægt fyrir HSÍ að treyjan fari í sölu sem fyrst? „Nei, það er bara mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á treyjuna okkar sem við erum stoltir af og fyrir aðdáendur okkar. Ólíkt fyrri samningum er ekki það ekki úrslitaatriði fjárhagslega fyrir okkur að hún seljist sem mest en það er að sjálfsögðu von okkar. Það er munur á eðli samningsins,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með samninginn við Adidas.vísir/arnar Að hans sögn hefur samningaferlið tekið marga mánuði og verið flókið. Fleiri kostir en Adidas voru í stöðunni. „Vissulega. Það var mikill áhugi hjá búningaframleiðendum að semja við okkur, bæði hjá öðrum aðilum og Kempa sem sýndi mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. En niðurstaða okkar var að semja við Adidas,“ sagði Róbert en forráðamenn HSÍ eru afar ánægðir með nýja samninginn. „Samningurinn við Adidas er mjög góður fyrir sambandið á alla kanta og langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert frá upphafi. Það er fagnaðarefni að jafn stórt fyrirtæki og Adidas sýni okkur þennan áhuga.“ Nýi búningurinn verður frumsýndur þegar kvennalandsliðið mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Sjá meira