Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 10:57 Elon Musk hefur sagt að niðurfelling skattaívilnana vegna rafmagnsbílakaupa muni reynast Tesla vel til lengri tíma. AP/Alex Brandon Teymi Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur lagt línurnar að því að binda enda á 7.500 dala skattaívilnun fyrir fólk sem kaupir rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Er það sagt vera liður í umfangsmeiri breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum meðal Trump-liða en talið er að breytingin muni koma verulega niður á rafmagnsbílavæðingu í Bandaríkjunum, sem hægt hefur verulega á. Forsvarsmenn Tesla, stærsta rafmagnsbílaframleiðanda Bandaríkjanna, hafa sagst styðja þessar ætlanir en Joe Biden, núverandi forseti, hóf þessar skattaívilnanir. Elon Musk, eigandi Tesla og auðugasti maður heims, sagði í sumar að niðurfelling skattaívilnana myndi koma niður á sölu fyrirtækisins til skamms tíma en hann væri þó hlynntur slíkum aðgerðum. Það væri vegna þess að það myndi koma mun verr niður á samkeppnisaðilum Tesla eins og General Motors og þannig hagnast Tesla til lengri tíma. Musk tók virkan þátt í kosningabaráttu Trumps og er sagður vinna náið með teymi Trumps. Þá hefur Trump gert Musk að sérstökum ráðgjafa sínum um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Í frétt Reuters segir að Tesla hafi selt tæplega helming allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi þessa árs. Aðrir bandarískir bílaframleiðendur séu þar langt á eftir. Þessi fyrirtæki hafa þó saxað verulega á forskot Tesla á undanförnum árum. Það sést á því að árið 2020 seldi Tesla rúm áttatíu prósent allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja niðurfellingu skattaívilnana þýða að samkeppnisaðilar Tesla eigi erfiðara með að halda í við fyrirtækið til lengri tíma. Mike Murphy, Repúblikani sem stýrir hagsmunahópi rafmagnsbílaframleiðenda, segir í samtali við Reuters að ætlanir teymis Trumps muni koma verulega niður á bandarískum bílaframleiðendum, sem séu ekki bara að berjast við Tesla heldur einnig kínverska framleiðendur sem fá verulegar niðurgreiðslur frá yfirvöldum í Kína og hafa verið að auka markaðshlutdeild sína um heiminn allan. „Trump-liðar eru að sýna að þeir hafa engan áhuga á að hjálpa bandarískum bílaframleiðendum að lifa af hina væntanlegu kínversku innrás,“ sagði Murphy. Bandaríkin Donald Trump Tesla Joe Biden Kína Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum meðal Trump-liða en talið er að breytingin muni koma verulega niður á rafmagnsbílavæðingu í Bandaríkjunum, sem hægt hefur verulega á. Forsvarsmenn Tesla, stærsta rafmagnsbílaframleiðanda Bandaríkjanna, hafa sagst styðja þessar ætlanir en Joe Biden, núverandi forseti, hóf þessar skattaívilnanir. Elon Musk, eigandi Tesla og auðugasti maður heims, sagði í sumar að niðurfelling skattaívilnana myndi koma niður á sölu fyrirtækisins til skamms tíma en hann væri þó hlynntur slíkum aðgerðum. Það væri vegna þess að það myndi koma mun verr niður á samkeppnisaðilum Tesla eins og General Motors og þannig hagnast Tesla til lengri tíma. Musk tók virkan þátt í kosningabaráttu Trumps og er sagður vinna náið með teymi Trumps. Þá hefur Trump gert Musk að sérstökum ráðgjafa sínum um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Í frétt Reuters segir að Tesla hafi selt tæplega helming allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi þessa árs. Aðrir bandarískir bílaframleiðendur séu þar langt á eftir. Þessi fyrirtæki hafa þó saxað verulega á forskot Tesla á undanförnum árum. Það sést á því að árið 2020 seldi Tesla rúm áttatíu prósent allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja niðurfellingu skattaívilnana þýða að samkeppnisaðilar Tesla eigi erfiðara með að halda í við fyrirtækið til lengri tíma. Mike Murphy, Repúblikani sem stýrir hagsmunahópi rafmagnsbílaframleiðenda, segir í samtali við Reuters að ætlanir teymis Trumps muni koma verulega niður á bandarískum bílaframleiðendum, sem séu ekki bara að berjast við Tesla heldur einnig kínverska framleiðendur sem fá verulegar niðurgreiðslur frá yfirvöldum í Kína og hafa verið að auka markaðshlutdeild sína um heiminn allan. „Trump-liðar eru að sýna að þeir hafa engan áhuga á að hjálpa bandarískum bílaframleiðendum að lifa af hina væntanlegu kínversku innrás,“ sagði Murphy.
Bandaríkin Donald Trump Tesla Joe Biden Kína Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira