Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 14:54 Sandra Erlingsdóttir varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt. IHF Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir því hafa fylgt jákvæður hausverkur að velja hópinn sem fer á Evrópumótið í Austurríki síðar í þessum mánuði. Lilja Ágústsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru meðal þeirra sem ekki verða með á mótinu að þessu sinni. Sandra varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt, og Lilja var yngsti leikmaður HM-hópsins. Lilja meiddist hins vegar í landsliðsverkefni í lok september og Sandra eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. Þrátt fyrir að vera komin aftur af stað með sínu félagsliði, og að hafa verið valin í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina við Pólland á dögunum, þá fer Sandra ekki á EM. „Lilja er búin að vera hjá okkur í vinstra horninu í nokkur ár. Hún því miður meiddist í verkefninu í septemberlok og hefur lítið spilað,“ sagði Arnar á blaðamannafundi HSÍ í dag. „Við kölluðum Söndru inn í síðasta verkefni til að tékka á stöðunni. Hún leit mjög vel út og er á réttri leið en við hefðum hugsanlega þurft 1-2 mánuði í viðbót. Það eru ekki nema rétt um fjórir mánuðir síðan að Martin Leo kom í heiminn,“ sagði Arnar. Átján manna hópinn hans má sjá í fréttinni hér að neðan. „Þetta var hausverkur og það eru þarna leikmenn sem við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir með,“ sagði Arnar á blaðamannafundinum en nánari viðbrögð frá honum birtast á Vísi síðar í dag. Arnar segir það hafa verið markmiðið síðustu fjögur ár að spila á EM í ár, en þar að auki fékk Ísland svo sæti á HM fyrir ári síðan og stelpurnar okkar mæta því reynslunni ríkari á sitt annað stórmót í röð. Íslenski hópurinn kemur saman til æfinga á Íslandi á mánudaginn og æfir hér í þrjá daga. Á fimmtudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til Sviss og spilað við heimakonur í vináttulandsleikjum, föstudaginn 22. nóvember og sunnudaginn 24. nóvember. Þriðjudaginn 26. nóvember ferðast íslenska liðið svo til Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur á EM er gegn Hollandi 29. nóvember. Liðið mætir svo Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Lilja Ágústsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru meðal þeirra sem ekki verða með á mótinu að þessu sinni. Sandra varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt, og Lilja var yngsti leikmaður HM-hópsins. Lilja meiddist hins vegar í landsliðsverkefni í lok september og Sandra eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. Þrátt fyrir að vera komin aftur af stað með sínu félagsliði, og að hafa verið valin í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina við Pólland á dögunum, þá fer Sandra ekki á EM. „Lilja er búin að vera hjá okkur í vinstra horninu í nokkur ár. Hún því miður meiddist í verkefninu í septemberlok og hefur lítið spilað,“ sagði Arnar á blaðamannafundi HSÍ í dag. „Við kölluðum Söndru inn í síðasta verkefni til að tékka á stöðunni. Hún leit mjög vel út og er á réttri leið en við hefðum hugsanlega þurft 1-2 mánuði í viðbót. Það eru ekki nema rétt um fjórir mánuðir síðan að Martin Leo kom í heiminn,“ sagði Arnar. Átján manna hópinn hans má sjá í fréttinni hér að neðan. „Þetta var hausverkur og það eru þarna leikmenn sem við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir með,“ sagði Arnar á blaðamannafundinum en nánari viðbrögð frá honum birtast á Vísi síðar í dag. Arnar segir það hafa verið markmiðið síðustu fjögur ár að spila á EM í ár, en þar að auki fékk Ísland svo sæti á HM fyrir ári síðan og stelpurnar okkar mæta því reynslunni ríkari á sitt annað stórmót í röð. Íslenski hópurinn kemur saman til æfinga á Íslandi á mánudaginn og æfir hér í þrjá daga. Á fimmtudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til Sviss og spilað við heimakonur í vináttulandsleikjum, föstudaginn 22. nóvember og sunnudaginn 24. nóvember. Þriðjudaginn 26. nóvember ferðast íslenska liðið svo til Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur á EM er gegn Hollandi 29. nóvember. Liðið mætir svo Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30