Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 23:16 Laugavegshlaupið er ómissandi hluti af hlaupasumri margra. vísir Kona, sem hafði skráð sig í Laugavegshlaupið svokallaða, en forfallast vegna rifbeins- og upphaldleggsbrot, fær enga endurgreiðslu frá skipuleggjendum. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kvað upp úrskurð í vikunni. Laugavegshlaupið er ekki nafngreint en af dagsetningu má ráða að umrætt hlaup sé hið 55 kílómetra langa hlaup frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi skráð sig í hlaupið þann 6. nóvember 2023 í hlaupið sem fara átti fram 13. júlí ári síðar. Greiddi hún 51 þúsund krónur fyrir, en innifalið í gjaldinu er hlaupanúmer, tímatökuflaga, drykkjarstöðvar í hlaupi, öryggisvarsla, móttaka í marki auk merktrar hlaupapeysu. Undirbúningurinn gekk ekki betur en svo að konan upphandleggs- og rifbeinsbrotnaði í lok júní og gat því ekki tekið þátt. Bað hún mótshaldara um að koma til móts við sig en því var hafnað. Samkvæmt skilmálum mótsins fæst nefnilega engin endurgreiðsla á þátttökugjaldi eftir 1. mars. Þetta taldi konan ósanngjarnt og leitaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún skilmálana ósanngjarna og í ósamræmi við venju í almenningshlaupum þar sem hlaupurum væri ýmist gefið færi á endurgreiðslu eða nafnabreytingu. Hún krafðist þess að fá endurgreitt eða að fá að nýta skráninguna fyrir sama hlaup á næsta ári. Þá krafðist hún þess að skilmálum yrði breytt í þágu neytenda. Skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, sögðu skilmálabreytingu myndu hafa verulegt tekjutap í för með sér, nafnabreyting væri ekki leyfð af öryggisástæðum, meðal annars vegna ákveðinnar stigasöfnunar keppenda. Niðurstaða nefndarinnar var einföld. Konan hafði samþykkt fyrrgreinda skilmála um endurgreiðslu og skýran tímaramma. Ekki væri séð að samningur aðilia væri ósanngjarn eð stríði gegn góðum viðskiptaháttum og var kröfu konunnar því hafnað. Hér fyrir neðan má horfa á heimildarmyndina Laugavegurinn eftir Garp I. Elísabetarson. Myndin fjallar um Laugavegshlaupið og þar er hlaupurunum Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur fylgt eftir. Laugavegshlaupið Hlaup Neytendur Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kvað upp úrskurð í vikunni. Laugavegshlaupið er ekki nafngreint en af dagsetningu má ráða að umrætt hlaup sé hið 55 kílómetra langa hlaup frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi skráð sig í hlaupið þann 6. nóvember 2023 í hlaupið sem fara átti fram 13. júlí ári síðar. Greiddi hún 51 þúsund krónur fyrir, en innifalið í gjaldinu er hlaupanúmer, tímatökuflaga, drykkjarstöðvar í hlaupi, öryggisvarsla, móttaka í marki auk merktrar hlaupapeysu. Undirbúningurinn gekk ekki betur en svo að konan upphandleggs- og rifbeinsbrotnaði í lok júní og gat því ekki tekið þátt. Bað hún mótshaldara um að koma til móts við sig en því var hafnað. Samkvæmt skilmálum mótsins fæst nefnilega engin endurgreiðsla á þátttökugjaldi eftir 1. mars. Þetta taldi konan ósanngjarnt og leitaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún skilmálana ósanngjarna og í ósamræmi við venju í almenningshlaupum þar sem hlaupurum væri ýmist gefið færi á endurgreiðslu eða nafnabreytingu. Hún krafðist þess að fá endurgreitt eða að fá að nýta skráninguna fyrir sama hlaup á næsta ári. Þá krafðist hún þess að skilmálum yrði breytt í þágu neytenda. Skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, sögðu skilmálabreytingu myndu hafa verulegt tekjutap í för með sér, nafnabreyting væri ekki leyfð af öryggisástæðum, meðal annars vegna ákveðinnar stigasöfnunar keppenda. Niðurstaða nefndarinnar var einföld. Konan hafði samþykkt fyrrgreinda skilmála um endurgreiðslu og skýran tímaramma. Ekki væri séð að samningur aðilia væri ósanngjarn eð stríði gegn góðum viðskiptaháttum og var kröfu konunnar því hafnað. Hér fyrir neðan má horfa á heimildarmyndina Laugavegurinn eftir Garp I. Elísabetarson. Myndin fjallar um Laugavegshlaupið og þar er hlaupurunum Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur fylgt eftir.
Laugavegshlaupið Hlaup Neytendur Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira