Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 23:16 Laugavegshlaupið er ómissandi hluti af hlaupasumri margra. vísir Kona, sem hafði skráð sig í Laugavegshlaupið svokallaða, en forfallast vegna rifbeins- og upphaldleggsbrot, fær enga endurgreiðslu frá skipuleggjendum. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kvað upp úrskurð í vikunni. Laugavegshlaupið er ekki nafngreint en af dagsetningu má ráða að umrætt hlaup sé hið 55 kílómetra langa hlaup frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi skráð sig í hlaupið þann 6. nóvember 2023 í hlaupið sem fara átti fram 13. júlí ári síðar. Greiddi hún 51 þúsund krónur fyrir, en innifalið í gjaldinu er hlaupanúmer, tímatökuflaga, drykkjarstöðvar í hlaupi, öryggisvarsla, móttaka í marki auk merktrar hlaupapeysu. Undirbúningurinn gekk ekki betur en svo að konan upphandleggs- og rifbeinsbrotnaði í lok júní og gat því ekki tekið þátt. Bað hún mótshaldara um að koma til móts við sig en því var hafnað. Samkvæmt skilmálum mótsins fæst nefnilega engin endurgreiðsla á þátttökugjaldi eftir 1. mars. Þetta taldi konan ósanngjarnt og leitaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún skilmálana ósanngjarna og í ósamræmi við venju í almenningshlaupum þar sem hlaupurum væri ýmist gefið færi á endurgreiðslu eða nafnabreytingu. Hún krafðist þess að fá endurgreitt eða að fá að nýta skráninguna fyrir sama hlaup á næsta ári. Þá krafðist hún þess að skilmálum yrði breytt í þágu neytenda. Skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, sögðu skilmálabreytingu myndu hafa verulegt tekjutap í för með sér, nafnabreyting væri ekki leyfð af öryggisástæðum, meðal annars vegna ákveðinnar stigasöfnunar keppenda. Niðurstaða nefndarinnar var einföld. Konan hafði samþykkt fyrrgreinda skilmála um endurgreiðslu og skýran tímaramma. Ekki væri séð að samningur aðilia væri ósanngjarn eð stríði gegn góðum viðskiptaháttum og var kröfu konunnar því hafnað. Hér fyrir neðan má horfa á heimildarmyndina Laugavegurinn eftir Garp I. Elísabetarson. Myndin fjallar um Laugavegshlaupið og þar er hlaupurunum Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur fylgt eftir. Laugavegshlaupið Hlaup Neytendur Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kvað upp úrskurð í vikunni. Laugavegshlaupið er ekki nafngreint en af dagsetningu má ráða að umrætt hlaup sé hið 55 kílómetra langa hlaup frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi skráð sig í hlaupið þann 6. nóvember 2023 í hlaupið sem fara átti fram 13. júlí ári síðar. Greiddi hún 51 þúsund krónur fyrir, en innifalið í gjaldinu er hlaupanúmer, tímatökuflaga, drykkjarstöðvar í hlaupi, öryggisvarsla, móttaka í marki auk merktrar hlaupapeysu. Undirbúningurinn gekk ekki betur en svo að konan upphandleggs- og rifbeinsbrotnaði í lok júní og gat því ekki tekið þátt. Bað hún mótshaldara um að koma til móts við sig en því var hafnað. Samkvæmt skilmálum mótsins fæst nefnilega engin endurgreiðsla á þátttökugjaldi eftir 1. mars. Þetta taldi konan ósanngjarnt og leitaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún skilmálana ósanngjarna og í ósamræmi við venju í almenningshlaupum þar sem hlaupurum væri ýmist gefið færi á endurgreiðslu eða nafnabreytingu. Hún krafðist þess að fá endurgreitt eða að fá að nýta skráninguna fyrir sama hlaup á næsta ári. Þá krafðist hún þess að skilmálum yrði breytt í þágu neytenda. Skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, sögðu skilmálabreytingu myndu hafa verulegt tekjutap í för með sér, nafnabreyting væri ekki leyfð af öryggisástæðum, meðal annars vegna ákveðinnar stigasöfnunar keppenda. Niðurstaða nefndarinnar var einföld. Konan hafði samþykkt fyrrgreinda skilmála um endurgreiðslu og skýran tímaramma. Ekki væri séð að samningur aðilia væri ósanngjarn eð stríði gegn góðum viðskiptaháttum og var kröfu konunnar því hafnað. Hér fyrir neðan má horfa á heimildarmyndina Laugavegurinn eftir Garp I. Elísabetarson. Myndin fjallar um Laugavegshlaupið og þar er hlaupurunum Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur fylgt eftir.
Laugavegshlaupið Hlaup Neytendur Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira