Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Árni Sæberg skrifar 22. október 2024 14:44 Verðhækkanir á kjöti vega þyngst í mælingu á verðlagi matvöru. Sumt kjöt hefur þó lækkað í verði hjá Nettó, þar sem þessi mynd er tekin. Vísir/Vilhelm Eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hækkar það nú með nokkrum rykk. Hækkunin milli september og október nemur einni prósentu, að mestu leyti vegna hækkunar á kjötvöru. Í fréttatilkynningu þess efnis frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands. Þar segir að aðrir flokkar hækki þó meira, til að mynda súkkulaði, sem hækki mest hjá Nóa Síríus, en kjötið vegi þyngst í mælingunni. „Þetta er fyrsti mánuðurinn frá því í mars þar sem verðlagseftirlitið mælir ekki lækkun verðlags í neinni verslun milli mánaða.“ Goði og SS hækka mest Í tilkynningu segir að verðlagseftirlitið hafi greint frá því nýverið að verð á vörum SS hafi víða hækkað fyrir tveimur vikum. Vörur frá Goða hafi einnig hækkað, en lítilla breytinga verði vart á verði Ali og Stjörnugríss, þar sem verð lækki í Nettó. Þá hafi súkkulaðiverð hækkað mikið á árinu og hækkunin haldi áfram þennan mánuðinn hjá Nóa Síríus og Freyju. Langmesta hækkunin sé á vörum frá Nóa Síríus í Bónus. Í Nettó lækki meðalverðið á vörum allra framleiðenda nema Nóa Síríus. Prís enn ódýrast Prís sé enn ódýrasta matvöruverslunin sem verðlagseftirlitið skoðar reglulega, en verð þar sé að meðaltali 0,8 prósent hærra en þar sem það er lægst. Bónus sé nú að meðaltali 3,42 prósent yfir lægsta verði og Krónan 4,30 prósent. Þá segir að verslanir Samkaupa, Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland hafi verið á miklu ferðalagi í verðlagningu síðan í sumar. Verð þar hafi hækkað verulega í júlí og lækkað svo um munaði í ágúst, sem hafi átt nokkurn þátt í sveiflum verðlagsvísitölu matvöru þá mánuði. „Nettó-breytingin, ef svo má segja, er að röðun verslana á matvörumarkaði er nú önnur en áður. Nettó, sem áður var tíðum um 12% yfir lægsta verði, eða 11% hærra en Bónus, er nú 6,4% yfir lægsta verði að meðaltali – aðeins um 3% yfir Bónus. Fjarðarkaup, sem áður voru rétt undir Nettó, eru nú 14,7% yfir lægsta verði að meðaltali. Kjörbúðin hefur einnig færst til og er nú að jafnaði ódýrari en Extra, öfugt við það sem áður var. Hins vegar hafa Iceland og Krambúðin tekið kipp og eru nú sjónarmun lengra frá lægsta verði en þær voru fyrir verðhækkanir og -lækkanir í sumar.“ Gamla krónumynstrið sést aftur Loks segir að sjá megi að verð í Nettó sé orðið það sama og í Krónunni á mörgum vörum. Þegar 1363 vörur hafi verið skoðaðar, sem finna megi í bæði Nettó og Krónunni, hafi 939, eða 69 prósent, verið á sama verði. „Þegar skoðaðar eru vörur sem fundust í Nettó, Bónus og Krónunni er gamalt mynstur sjáanlegt: Krónan er einni krónu dýrari en Bónus í 556 tilfellum af 617, eða í 90% tilfella. Nýlundan er að Nettó er nú líka einni krónu dýrari en Bónus í 72% tilfella. Nettó og Krónan voru á sama verði í 79% tilfella í þessum síðari samanburði.“ Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Verslun Neytendur Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands. Þar segir að aðrir flokkar hækki þó meira, til að mynda súkkulaði, sem hækki mest hjá Nóa Síríus, en kjötið vegi þyngst í mælingunni. „Þetta er fyrsti mánuðurinn frá því í mars þar sem verðlagseftirlitið mælir ekki lækkun verðlags í neinni verslun milli mánaða.“ Goði og SS hækka mest Í tilkynningu segir að verðlagseftirlitið hafi greint frá því nýverið að verð á vörum SS hafi víða hækkað fyrir tveimur vikum. Vörur frá Goða hafi einnig hækkað, en lítilla breytinga verði vart á verði Ali og Stjörnugríss, þar sem verð lækki í Nettó. Þá hafi súkkulaðiverð hækkað mikið á árinu og hækkunin haldi áfram þennan mánuðinn hjá Nóa Síríus og Freyju. Langmesta hækkunin sé á vörum frá Nóa Síríus í Bónus. Í Nettó lækki meðalverðið á vörum allra framleiðenda nema Nóa Síríus. Prís enn ódýrast Prís sé enn ódýrasta matvöruverslunin sem verðlagseftirlitið skoðar reglulega, en verð þar sé að meðaltali 0,8 prósent hærra en þar sem það er lægst. Bónus sé nú að meðaltali 3,42 prósent yfir lægsta verði og Krónan 4,30 prósent. Þá segir að verslanir Samkaupa, Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland hafi verið á miklu ferðalagi í verðlagningu síðan í sumar. Verð þar hafi hækkað verulega í júlí og lækkað svo um munaði í ágúst, sem hafi átt nokkurn þátt í sveiflum verðlagsvísitölu matvöru þá mánuði. „Nettó-breytingin, ef svo má segja, er að röðun verslana á matvörumarkaði er nú önnur en áður. Nettó, sem áður var tíðum um 12% yfir lægsta verði, eða 11% hærra en Bónus, er nú 6,4% yfir lægsta verði að meðaltali – aðeins um 3% yfir Bónus. Fjarðarkaup, sem áður voru rétt undir Nettó, eru nú 14,7% yfir lægsta verði að meðaltali. Kjörbúðin hefur einnig færst til og er nú að jafnaði ódýrari en Extra, öfugt við það sem áður var. Hins vegar hafa Iceland og Krambúðin tekið kipp og eru nú sjónarmun lengra frá lægsta verði en þær voru fyrir verðhækkanir og -lækkanir í sumar.“ Gamla krónumynstrið sést aftur Loks segir að sjá megi að verð í Nettó sé orðið það sama og í Krónunni á mörgum vörum. Þegar 1363 vörur hafi verið skoðaðar, sem finna megi í bæði Nettó og Krónunni, hafi 939, eða 69 prósent, verið á sama verði. „Þegar skoðaðar eru vörur sem fundust í Nettó, Bónus og Krónunni er gamalt mynstur sjáanlegt: Krónan er einni krónu dýrari en Bónus í 556 tilfellum af 617, eða í 90% tilfella. Nýlundan er að Nettó er nú líka einni krónu dýrari en Bónus í 72% tilfella. Nettó og Krónan voru á sama verði í 79% tilfella í þessum síðari samanburði.“
Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Verslun Neytendur Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira