„Ennisbandið var slegið af honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. október 2024 21:59 Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík. „Við vorum ósáttir með snertinguna þegar Andrew [Jones] var að keyra inn tvisvar. Einu sinni steig einhver á hann þannig að hún fór úr skónum sem ég held að allir hafi séð. Síðan var ennisbandið slegið af honum. Maður er auðvitað líka að reyna að koma sínu máli á framfæri við fórum eflaust aðeins of geyst í þau mál,“ sagði Kjartan Atli um atvikin í framlengingunni. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum kafla og tryggðu sér sigurinn. Atvikin sem Kjartan talar um gerast í stöðunni 102-99 fyrir Keflavík og úr blaðamannastúkunni séð var um augljósar villur að ræða og Álftnesingar virtust hafa eitthvað til síns máls. „Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að laga hvernig við sækjum á körfuna. Við brjótum tuttugu og fimm sinnum á þeim og þeir sextán sinnum á okkur. Það er þá bara eitthvað greinilega sem við þurfum að skoða hvernig við ráðumst á körfuna til þess að dómararnir gefi okkur líka víti.“ „Stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks“ Álftnesingar voru í vandræðum í fyrri hálfleik og misstu Keflvíkinga mest tólf stigum fram úr sér. Í þriðja leikhluta náðu þeir hins vegar vopnum sínum og héldu Keflvíkingum í skefjum. „Við vorum ekki nógu góðir framan af leik. Við vorum að rembast við að grípa taktinn í leiknum og hann var þeirra megin í fyrri hálfleik. Mér fannst við gera vel í þriðja að ná taktinum yfir til okkar. Við stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks fannst mér.“ Varnarleikur heimamanna lagaðist í þriðja leikhluta þar sem þeir fengu á sig 18 stig. „Við vorum að tengjast betur í vörninni, það var það sem við ræddum um í hálfleik. Ánægður með seinni hálfleikinn í heild sinni. Svo setja þeir tvo „step back“ þrista af dripplinu. Svo sem ekkert mjög mikið að gera í því og þannig er það bara,“ en þar á Kjartan Atli við tvær þriggja stiga körfur frá Wendell Green sem komu Keflvíkingum í forystu undir lok venjulegs leiktíma. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Dúi Þór Jónsson var ekki með liði Álftnesinga í dag en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð. „Hann er bara veikur, greip umgangspest og auðvitað munaði um hann í kvöld. Við gefum honum rými til að ná sér, við eigum Njarðvík næst. Það er svolítil bið í hann og hann hefur nægan tíma til að ná fullum bata.“ Kjartan var ánægður með margt í leik síns liðs en liðið er nýlega búið að gera breytingu á leikmannahópnum og fá David Okeke til liðs við sig. „Ég er mjög ánægður með liðið, finnst við líta vel út. Þetta er fyrsti leikurinn með David Okeke og það var líka, því þú spurðir um byrjunina áðan, við erum að venjast því að hafa hann þarna inni.“ „Nýju mennirnir komu mjög vel inn og mig langar líka að nefna af þessum nýju Viktor Steffensen sem kom inn af bekknum. Hann var að þreyta frumraun sína í efstu deild en það var ekki að sjá á honum, hann var mjög öflugur. Hann gaf okkur aukna orku. Dino [Stipcic] kom líka mjög flottur af bekknum. Góð lið þurfa að hafa leikmenn sem geta stigið upp og breytt leikjum, mér fannst þeir báðir gera það.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
„Við vorum ósáttir með snertinguna þegar Andrew [Jones] var að keyra inn tvisvar. Einu sinni steig einhver á hann þannig að hún fór úr skónum sem ég held að allir hafi séð. Síðan var ennisbandið slegið af honum. Maður er auðvitað líka að reyna að koma sínu máli á framfæri við fórum eflaust aðeins of geyst í þau mál,“ sagði Kjartan Atli um atvikin í framlengingunni. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum kafla og tryggðu sér sigurinn. Atvikin sem Kjartan talar um gerast í stöðunni 102-99 fyrir Keflavík og úr blaðamannastúkunni séð var um augljósar villur að ræða og Álftnesingar virtust hafa eitthvað til síns máls. „Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að laga hvernig við sækjum á körfuna. Við brjótum tuttugu og fimm sinnum á þeim og þeir sextán sinnum á okkur. Það er þá bara eitthvað greinilega sem við þurfum að skoða hvernig við ráðumst á körfuna til þess að dómararnir gefi okkur líka víti.“ „Stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks“ Álftnesingar voru í vandræðum í fyrri hálfleik og misstu Keflvíkinga mest tólf stigum fram úr sér. Í þriðja leikhluta náðu þeir hins vegar vopnum sínum og héldu Keflvíkingum í skefjum. „Við vorum ekki nógu góðir framan af leik. Við vorum að rembast við að grípa taktinn í leiknum og hann var þeirra megin í fyrri hálfleik. Mér fannst við gera vel í þriðja að ná taktinum yfir til okkar. Við stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks fannst mér.“ Varnarleikur heimamanna lagaðist í þriðja leikhluta þar sem þeir fengu á sig 18 stig. „Við vorum að tengjast betur í vörninni, það var það sem við ræddum um í hálfleik. Ánægður með seinni hálfleikinn í heild sinni. Svo setja þeir tvo „step back“ þrista af dripplinu. Svo sem ekkert mjög mikið að gera í því og þannig er það bara,“ en þar á Kjartan Atli við tvær þriggja stiga körfur frá Wendell Green sem komu Keflvíkingum í forystu undir lok venjulegs leiktíma. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Dúi Þór Jónsson var ekki með liði Álftnesinga í dag en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð. „Hann er bara veikur, greip umgangspest og auðvitað munaði um hann í kvöld. Við gefum honum rými til að ná sér, við eigum Njarðvík næst. Það er svolítil bið í hann og hann hefur nægan tíma til að ná fullum bata.“ Kjartan var ánægður með margt í leik síns liðs en liðið er nýlega búið að gera breytingu á leikmannahópnum og fá David Okeke til liðs við sig. „Ég er mjög ánægður með liðið, finnst við líta vel út. Þetta er fyrsti leikurinn með David Okeke og það var líka, því þú spurðir um byrjunina áðan, við erum að venjast því að hafa hann þarna inni.“ „Nýju mennirnir komu mjög vel inn og mig langar líka að nefna af þessum nýju Viktor Steffensen sem kom inn af bekknum. Hann var að þreyta frumraun sína í efstu deild en það var ekki að sjá á honum, hann var mjög öflugur. Hann gaf okkur aukna orku. Dino [Stipcic] kom líka mjög flottur af bekknum. Góð lið þurfa að hafa leikmenn sem geta stigið upp og breytt leikjum, mér fannst þeir báðir gera það.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins