Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 16:39 Vilhjálmur er ekki ánægður með Benedikt Gíslason og hans menn í Arion banka. Vísir Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. Arion banki tilkynnti í morgun að vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækkuðu frá og með deginum í dag um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir fimmtán prósent hækkun á breytilegum vöxtum og tólf prósent á föstum. Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Verðtryggingarjöfnuður jákvæður um tæpa 500 milljarða „Það er náttúrulega algjörlega með ólíkindum að horfa upp á gríðarlega hækkun á verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka, um 0,50 punkta og upp í 0,60. Þetta lýsir bara, á góðri íslensku, þessari taumlausu græðgi sem hefur fengið að viðgangast í fjármálakerfinu hér á landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Í þessu samhengi sé mjög mikilvægt á því að átta sig á því að verðtryggingarjöfnuður viðskiptabankanna þriggja er jákvæður um 490 milljarða króna, sem sé sögulegt hámark. Verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum. Með öðrum orðum eiga viðskiptabankarnir 490 milljörðum meira í verðtryggðum eignum en þeir skulda. Munurinn hefur stóraukist undanfarin misseri þar sem fólk flýr hækkandi afborganir í hlýjan faðm verðtryggingarinnar í síauknum mæli. Það gerir það að verkum að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa hækkað og munu að öllum líkindum halda áfram að hækka. „Með öðrum orðum, þeir hagnast til dæmis á því, ef verðbólga hækkar um eitt prósent, viðskiptabankarnir þrír um 4,9 milljarða,“ segir Vilhjálmur. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Vilhjálmi að hagnaðurinn væri 49 milljarðar en rétt er að hann væri 4,9 milljarðar. Fimm prósent raunvextir óboðlegir Þá segir Vilhjálmur að það sé með ólíkindum að raunvextir á verðtryggðu húsnæðisláni séu tæplega fimm prósent. „Ég vil í þessu samhengi minna á að þegar Ólafslögin voru sett, þegar verðtryggingin var sett á árið 1979, kom fram í rökstuðningi að það myndi þýða að vextir yrðu ekki hærri en eitt til tvö prósent af verðtryggðum lánum. Núna eru þeir að detta í fimm prósent. Þetta var rökstuðningurinn á sínum tíma þegar verið var að réttlæta verðtrygginguna. En þetta er segin saga, svona er farið með íslenska neytendur og það er löngutímabært að íslenskir stjórnmálamenn fari að axla ábyrgð á því hvernig er farið með íslenska neytendur, íslensk heimili. Og ekki bara íslensk heimili heldur líka lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Af því að þetta okurvaxtaumhverfi sem hér ríkir verður að fara að linna í eitt skipti fyrir öll, af því að það gengur ekki upp að við séum með tvöfalt til þrefalt vaxtastig miðað við löndin sem við viljum bera okkur saman við.“ Fjármálafyrirtæki Arion banki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Arion banki tilkynnti í morgun að vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækkuðu frá og með deginum í dag um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir fimmtán prósent hækkun á breytilegum vöxtum og tólf prósent á föstum. Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Verðtryggingarjöfnuður jákvæður um tæpa 500 milljarða „Það er náttúrulega algjörlega með ólíkindum að horfa upp á gríðarlega hækkun á verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka, um 0,50 punkta og upp í 0,60. Þetta lýsir bara, á góðri íslensku, þessari taumlausu græðgi sem hefur fengið að viðgangast í fjármálakerfinu hér á landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Í þessu samhengi sé mjög mikilvægt á því að átta sig á því að verðtryggingarjöfnuður viðskiptabankanna þriggja er jákvæður um 490 milljarða króna, sem sé sögulegt hámark. Verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum. Með öðrum orðum eiga viðskiptabankarnir 490 milljörðum meira í verðtryggðum eignum en þeir skulda. Munurinn hefur stóraukist undanfarin misseri þar sem fólk flýr hækkandi afborganir í hlýjan faðm verðtryggingarinnar í síauknum mæli. Það gerir það að verkum að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa hækkað og munu að öllum líkindum halda áfram að hækka. „Með öðrum orðum, þeir hagnast til dæmis á því, ef verðbólga hækkar um eitt prósent, viðskiptabankarnir þrír um 4,9 milljarða,“ segir Vilhjálmur. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Vilhjálmi að hagnaðurinn væri 49 milljarðar en rétt er að hann væri 4,9 milljarðar. Fimm prósent raunvextir óboðlegir Þá segir Vilhjálmur að það sé með ólíkindum að raunvextir á verðtryggðu húsnæðisláni séu tæplega fimm prósent. „Ég vil í þessu samhengi minna á að þegar Ólafslögin voru sett, þegar verðtryggingin var sett á árið 1979, kom fram í rökstuðningi að það myndi þýða að vextir yrðu ekki hærri en eitt til tvö prósent af verðtryggðum lánum. Núna eru þeir að detta í fimm prósent. Þetta var rökstuðningurinn á sínum tíma þegar verið var að réttlæta verðtrygginguna. En þetta er segin saga, svona er farið með íslenska neytendur og það er löngutímabært að íslenskir stjórnmálamenn fari að axla ábyrgð á því hvernig er farið með íslenska neytendur, íslensk heimili. Og ekki bara íslensk heimili heldur líka lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Af því að þetta okurvaxtaumhverfi sem hér ríkir verður að fara að linna í eitt skipti fyrir öll, af því að það gengur ekki upp að við séum með tvöfalt til þrefalt vaxtastig miðað við löndin sem við viljum bera okkur saman við.“
Fjármálafyrirtæki Arion banki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent