Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 07:02 Þegar Sundar Pichai, forstjóri Google var ráðinn árið 2014, fór hann í níu atvinnuviðtöl vegna starfsins. Síðan þá, hefur Google stytt ráðningaferlið þannig að atvinnuviðtöl eru mun færri en áður. Meiri áhersla er hins vegar lögð á að spyrja um réttu lykilatriðin í viðtölunum. Vísir/Getty Stundum er vísað til „aðeins fjórir“ reglu Google, sem er tilvísun í þá niðurstöðu sem Google komst að í rannsókn árið 2016, sem sýna að mjög mörg atvinnuviðtöl skila ekki endilega betri eða annarri niðurstöðu um ráðningu en ella. Til að setja hlutina í samhengi, má benda á að almennt teljast líkurnar á því að komast inn í Harvard háskólann, meiri en að fá starf hjá Google. Enda fjöldi hæfra umsækjenda fyrir hvert auglýst starf ótrúlega mikið. Eins og gefur að skilja, þýðir þetta ógrynni viðtala við fjölda umsækjenda. Næst er síðan að kalla þá umsækjendur aftur í viðtöl, sem teljast vænlegustu kandídatarnir í starfið. Fyrir stór og ábyrgðarmikil störf, getur þetta þýtt mörg atvinnuviðtöl. Forstjórinn sjálfur, Sundar Pichai, fór til dæmis í níu atvinnuviðtöl hjá Google áður en hann var ráðinn. Ráðningaferli í stórt starf getur því tekið marga mánuði. Svo ekki sé talað um vinnuna og álagið sem ferlinu fylgir. Árið 2016 ákvað Google hins vegar að rýna aðeins betur í málin og velta því fyrir sér hvort það væri mögulega hægt að einfalda vinnuna, minnka álagið, fækka viðtölum og stytta ráðningatímann umtalsvert, án þess að það kæmi niður á val eða ákvörðun um ráðningu. Til þess að ná þessu, fór Google í gegnum gögn í ráðningum síðustu fimm árin á undan. Eftir að hafa rýnt í þau gögn, var niðurstaðan sú að það ætti alls ekki að kalla vænlega umsækjendur mjög oft í viðtöl, þótt starfið væri mikið. Því í 90% tilfella, væru fjögur atvinnuviðtöl nóg. Lykilatriðið væri hins vegar að spyrja réttu spurninganna í viðtölunum, þannig að þau atriði sem mestu skipta, kæmu vel fram í viðtölunum. Atriðin sem spyrja þarf um samkvæmt Google leiðinni eru þá atriði sem snúa að: Aðlögunarfærni viðkomandi; hæfasta fólk getur lært hratt og aðlagast vel breytingum Forystuhæfni: Fólk sem getur stigið inn í leiðtogahlutverkið þegar þess þarf, en hefur líka hæfnina til að stíga til baka úr því þegar það er æskilegt Samstarfshæfni: Hversu sterkir liðsmenn umsækjendur eru sem viðbót við teymi Google og hversu sterkt fólk er í að vinna með öðrum Reynsla, þekking: Upplýsingar sem mæta almennum kröfum fyrir tiltekið starf. Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Að sækja um starf eftir uppsögn Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að. 11. júní 2024 07:00 Eðlilegt að starfsmenn og stjórnendur skipti um vinnu reglulega Erlendis er víða talað um að þumalputtareglan sé sú að æskilegt sé að skipta um starf á eins til þriggja ára fresti. Að undanskildum stjórnendum, þar er oft talað um fimm til tíu ára starfstímabil. 7. mars 2024 07:01 Góð ráð: Í atvinnuleit eftir fimmtugt Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi. 19. febrúar 2024 07:00 Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Til að setja hlutina í samhengi, má benda á að almennt teljast líkurnar á því að komast inn í Harvard háskólann, meiri en að fá starf hjá Google. Enda fjöldi hæfra umsækjenda fyrir hvert auglýst starf ótrúlega mikið. Eins og gefur að skilja, þýðir þetta ógrynni viðtala við fjölda umsækjenda. Næst er síðan að kalla þá umsækjendur aftur í viðtöl, sem teljast vænlegustu kandídatarnir í starfið. Fyrir stór og ábyrgðarmikil störf, getur þetta þýtt mörg atvinnuviðtöl. Forstjórinn sjálfur, Sundar Pichai, fór til dæmis í níu atvinnuviðtöl hjá Google áður en hann var ráðinn. Ráðningaferli í stórt starf getur því tekið marga mánuði. Svo ekki sé talað um vinnuna og álagið sem ferlinu fylgir. Árið 2016 ákvað Google hins vegar að rýna aðeins betur í málin og velta því fyrir sér hvort það væri mögulega hægt að einfalda vinnuna, minnka álagið, fækka viðtölum og stytta ráðningatímann umtalsvert, án þess að það kæmi niður á val eða ákvörðun um ráðningu. Til þess að ná þessu, fór Google í gegnum gögn í ráðningum síðustu fimm árin á undan. Eftir að hafa rýnt í þau gögn, var niðurstaðan sú að það ætti alls ekki að kalla vænlega umsækjendur mjög oft í viðtöl, þótt starfið væri mikið. Því í 90% tilfella, væru fjögur atvinnuviðtöl nóg. Lykilatriðið væri hins vegar að spyrja réttu spurninganna í viðtölunum, þannig að þau atriði sem mestu skipta, kæmu vel fram í viðtölunum. Atriðin sem spyrja þarf um samkvæmt Google leiðinni eru þá atriði sem snúa að: Aðlögunarfærni viðkomandi; hæfasta fólk getur lært hratt og aðlagast vel breytingum Forystuhæfni: Fólk sem getur stigið inn í leiðtogahlutverkið þegar þess þarf, en hefur líka hæfnina til að stíga til baka úr því þegar það er æskilegt Samstarfshæfni: Hversu sterkir liðsmenn umsækjendur eru sem viðbót við teymi Google og hversu sterkt fólk er í að vinna með öðrum Reynsla, þekking: Upplýsingar sem mæta almennum kröfum fyrir tiltekið starf.
Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Að sækja um starf eftir uppsögn Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að. 11. júní 2024 07:00 Eðlilegt að starfsmenn og stjórnendur skipti um vinnu reglulega Erlendis er víða talað um að þumalputtareglan sé sú að æskilegt sé að skipta um starf á eins til þriggja ára fresti. Að undanskildum stjórnendum, þar er oft talað um fimm til tíu ára starfstímabil. 7. mars 2024 07:01 Góð ráð: Í atvinnuleit eftir fimmtugt Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi. 19. febrúar 2024 07:00 Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Að sækja um starf eftir uppsögn Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að. 11. júní 2024 07:00
Eðlilegt að starfsmenn og stjórnendur skipti um vinnu reglulega Erlendis er víða talað um að þumalputtareglan sé sú að æskilegt sé að skipta um starf á eins til þriggja ára fresti. Að undanskildum stjórnendum, þar er oft talað um fimm til tíu ára starfstímabil. 7. mars 2024 07:01
Góð ráð: Í atvinnuleit eftir fimmtugt Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi. 19. febrúar 2024 07:00
Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01
Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01