Innherji

Inn­lán heim­il­a vaxa sem sýn­ir að „pen­ing­a­stefn­an er að virk­a“

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Íslendingar hafa dregið úr neyslu og aukið sparnað að undanförnu. Það styttist í að fastvaxtatímabil húsnæðislána margra heimila, sem tekin voru þegar stýrivextir voru lágir, ljúki og mun greiðslubyrði aukast nú þegar vextir eru mun hærri.
Íslendingar hafa dregið úr neyslu og aukið sparnað að undanförnu. Það styttist í að fastvaxtatímabil húsnæðislána margra heimila, sem tekin voru þegar stýrivextir voru lágir, ljúki og mun greiðslubyrði aukast nú þegar vextir eru mun hærri. Vísir/Vilhelm

Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár.  Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 


Tengdar fréttir

Um­fangs­mik­il hlut­afjár­út­boð drag­a „töl­u­vert mátt­inn“ úr mark­aðn­um

Hlutabréfamarkaðurinn hérlendis hefur verið þungur á meðan flestir markaðir sem horft er til hafa hækkað töluvert. Sjóðstjórar og aðrir markaðsaðilar segja að hlutabréfaverð hérlendis sé almennt nokkuð hagstætt en mikið fjármagn hefur leitað í frumútboð sem hefur dregið kraft úr markaðnum. Viðmælendur Innherja eiga ekki von á því að markaðurinn taki við sér fyrr en verðbólga hjaðnar og stýrivextir fara að lækka.

Virkir sjóðstjórar lutu í lægra hald fyrir vísitölum í krefjandi aðstæðum

Að baki er krefjandi ár fyrir stjórnendur hlutabréfasjóða í virkri stýringu. Slíkir sjóðir, fyrir utan einn, skiluðu lakari ávöxtun fyrir sjóðsfélaga sína í samanburði við Úrvalsvísitöluna. Kjarna má árið 2023 fyrir sjóðstjóra að landslagið hafi breyst nokkuð oft með fjölda stórra atburða og ýktum sveiflum á stöku hlutabréfum og markaðnum í heild.

Léttir fyrir markaðinn en „erfiði kaflinn“ við að ná niður verðbólgu að hefjast

Það var léttir fyrir skuldabréfamarkaðinn að sjá mælda verðbólgu í apríl í lægri mörkum væntinga, segir fjárfestingastjóri, og verðbólguálag lækkaði um 0,15 til 0,2 prósentustig. Sérfræðingar telja að stýrivextir Seðlabankans verði ekki lækkaðir í maí en líkur hafi aukist á að þeir lækki í ágúst. Erfiði kaflinn í baráttunni við verðbólguna sé fram undan. „Við þurfum því að sjá meiri hjöðnun verðbólgu til að vextir geti lækkað eitthvað að ráði,“ að mati sjóðstjóra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×