Innlent

Fluttur slasaður frá Sel­fossi með þyrlu Land­helgis­gæslunnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þyrlan var kölluð út um klukkan tíu í kvöld.
Þyrlan var kölluð út um klukkan tíu í kvöld. vísir/vilhelm

Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Selfossi að Landspítalanum í Fossvogi í kvöld. Ekki er um að ræða umferðarslys og ekkert er vitað um líðan mannsins.

Mbl.is hefur eftir aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi að ekki sé vitað hvað nákvæmlega hafi átt sér stað. Málið sé til rannsóknar hjá lögreglu.

Þyrlan lenti á ellefta tímanum við Landspítalann í Fossvogi. Ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar var einn lögreglubíll og sjúkrabíll sendir á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×