Hægir á verðhækkunum matvöru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 22:40 Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. vísir/vilhelm Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands. „Verðlag í Heimkaupum hækkaði mest milli mánaða, en langmest verðhækkun þar var í snyrti- og hreingerningarvörum, rúmlega 10%. Er það til dæmis vegna 20-25% hækkunar á Elvital vörum,“ segir í tilkynningu ASÍ. Hvað aðrar markverðar hækkanir varðar er ýmislegt nefnt: Nettó: Filippo Berio ólífuolía hækkar um 21%. Hagkaup: Omnom súkkulaði hækkar um 17%. Krónan: 4stk laukur og rauðlaukur í neti hækkar um 15%. Bónus: Omnom súkkulaði hækkar um 10% og Milka plötur um 19%. Iceland: Ýmsir gosdrykkir hækka eftir afslætti í apríl. Krambúðin: Filippo Berio ólífuolía hækkar um rúm 20%. 10-11: Hvítlaukur hækkar um 35%. Kjörbúðin: Maarud snakk hækkar um 25% eftir afslætti í apríl. Extra: Hvítlaukur hækkar um 54%. Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. Verðlag stóð í stað eða lækkaði milli mánaða í Iceland, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Fjarðarkaupum. Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 0,52% frá undirritun kjarasamninga, samkvæmt vörukörfu verðlagseftirlitsins. Þetta jafngildir 2,6% hækkun á ársgrundvelli. Mest hefur verðlag hækkað í Iceland (0,9%), Heimkaupum (0,8%) og Bónus (0,8%) en minnst í 10-11. Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðaðar verðmælingar frá hverju viðmiðunartímabili fyrir sig – meðalverð í hverjum mánuði, eða meðalverð tímabilsins 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga. Þessi verð eru borin saman við nýjustu verð sem verðlagseftirlitið hefur aflað, sem eru að jafnaði frá 21. maí 2024. Verðlag Verslun ASÍ Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands. „Verðlag í Heimkaupum hækkaði mest milli mánaða, en langmest verðhækkun þar var í snyrti- og hreingerningarvörum, rúmlega 10%. Er það til dæmis vegna 20-25% hækkunar á Elvital vörum,“ segir í tilkynningu ASÍ. Hvað aðrar markverðar hækkanir varðar er ýmislegt nefnt: Nettó: Filippo Berio ólífuolía hækkar um 21%. Hagkaup: Omnom súkkulaði hækkar um 17%. Krónan: 4stk laukur og rauðlaukur í neti hækkar um 15%. Bónus: Omnom súkkulaði hækkar um 10% og Milka plötur um 19%. Iceland: Ýmsir gosdrykkir hækka eftir afslætti í apríl. Krambúðin: Filippo Berio ólífuolía hækkar um rúm 20%. 10-11: Hvítlaukur hækkar um 35%. Kjörbúðin: Maarud snakk hækkar um 25% eftir afslætti í apríl. Extra: Hvítlaukur hækkar um 54%. Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. Verðlag stóð í stað eða lækkaði milli mánaða í Iceland, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Fjarðarkaupum. Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 0,52% frá undirritun kjarasamninga, samkvæmt vörukörfu verðlagseftirlitsins. Þetta jafngildir 2,6% hækkun á ársgrundvelli. Mest hefur verðlag hækkað í Iceland (0,9%), Heimkaupum (0,8%) og Bónus (0,8%) en minnst í 10-11. Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðaðar verðmælingar frá hverju viðmiðunartímabili fyrir sig – meðalverð í hverjum mánuði, eða meðalverð tímabilsins 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga. Þessi verð eru borin saman við nýjustu verð sem verðlagseftirlitið hefur aflað, sem eru að jafnaði frá 21. maí 2024.
Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðaðar verðmælingar frá hverju viðmiðunartímabili fyrir sig – meðalverð í hverjum mánuði, eða meðalverð tímabilsins 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga. Þessi verð eru borin saman við nýjustu verð sem verðlagseftirlitið hefur aflað, sem eru að jafnaði frá 21. maí 2024.
Verðlag Verslun ASÍ Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira