Stöð 2+ lækkar verð Boði Logason skrifar 19. apríl 2024 11:51 Sigurður Amlín Magnússon, rekstrarstjóri Stöðvar 2, og Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 Frá og með 1. maí næstkomandi mun streymisveitan Stöð 2+ vera aðgengileg viðskiptavinum á lægra verði. Hægt verður að velja hvort auglýsingar birtast þegar efni í veitunni er spilað eða ekki. Nýtt verð Stöð 2+ með auglýsingum verður 3.990 kr. Viðskiptavinir munu áfram geta keypt Stöð 2+ án auglýsinga en verð þeirrar þjónustu verður 5.990 kr. frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu segir að þetta sé fyrirkomulag sem þekkist víða í heimi streymisveitna og sé eðlileg þróun á vörum og þjónustu Stöð 2. „Það er gríðarleg samkeppni á markaði fyrir afþreyingu, bæði innlend og erlend. Það er okkur því mikil ánægja að geta kynnt til leiks lægri verð og vonandi gert fleirum kost á því að njóta þess gæðaefnis sem er aðgengilegt í Stöð 2+“ segir Sigurður Amlín Magnússon, rekstrarstjóri Stöðvar 2, í tilkynningu. Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er stolt af því íslenska efni sem hægt er að nálgast á efnisveitunni: „Eitt af markmiðum Stöðvar 2 er að skara frammúr þegar kemur að framleiðslu á innlendu efni en á efnisveitunni Stöð 2+ má finna á þriðja hundrað íslenskra þáttaraða og við erum með metnaðarfull markmið um að bæta í. Við erum sömuleiðis mjög meðvituð um mikilvægi þess að bjóða upp á fjölbreytt úrval af íslensku barnaefni í bland við talsett gæða barnaefni. Við erum einstaklega stolt af því að vera heimili Skoppu og Skrítlu auk þess að vera með fleiri spennandi verkefni fyrir börn í pípunum“ segir Eva í tilkynningunni. Stöð 2 og Vísir eru bæði hluti af Sýn hf. Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Hægt verður að velja hvort auglýsingar birtast þegar efni í veitunni er spilað eða ekki. Nýtt verð Stöð 2+ með auglýsingum verður 3.990 kr. Viðskiptavinir munu áfram geta keypt Stöð 2+ án auglýsinga en verð þeirrar þjónustu verður 5.990 kr. frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu segir að þetta sé fyrirkomulag sem þekkist víða í heimi streymisveitna og sé eðlileg þróun á vörum og þjónustu Stöð 2. „Það er gríðarleg samkeppni á markaði fyrir afþreyingu, bæði innlend og erlend. Það er okkur því mikil ánægja að geta kynnt til leiks lægri verð og vonandi gert fleirum kost á því að njóta þess gæðaefnis sem er aðgengilegt í Stöð 2+“ segir Sigurður Amlín Magnússon, rekstrarstjóri Stöðvar 2, í tilkynningu. Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er stolt af því íslenska efni sem hægt er að nálgast á efnisveitunni: „Eitt af markmiðum Stöðvar 2 er að skara frammúr þegar kemur að framleiðslu á innlendu efni en á efnisveitunni Stöð 2+ má finna á þriðja hundrað íslenskra þáttaraða og við erum með metnaðarfull markmið um að bæta í. Við erum sömuleiðis mjög meðvituð um mikilvægi þess að bjóða upp á fjölbreytt úrval af íslensku barnaefni í bland við talsett gæða barnaefni. Við erum einstaklega stolt af því að vera heimili Skoppu og Skrítlu auk þess að vera með fleiri spennandi verkefni fyrir börn í pípunum“ segir Eva í tilkynningunni. Stöð 2 og Vísir eru bæði hluti af Sýn hf.
Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira