FÍB vill að Neytendastofa grípi til aðgerða vegna ófremdarástands í bílastæðamálum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. apríl 2024 08:29 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Arnar Félag íslenskra bifreiðaeigenda fer fram á það við Neytendastofu að gripið verði til aðgerða vegna þess sem félagið kallar ófremdarástand við gjaldtöku á bílastæðum hér á landi. FÍB telur að innheimtufyrirtæki varpi ábyrgð af óskýrleika í greiðsluöppum með ósanngjörnum hætti á herðar neytenda. Félagið segir að fjöldi félagsmanna hafi haft samband til að kvarta undan vanrækslugjöldum sem þeir fá vegna þess að bílastæði óskyldra aðila liggja hlið við hlið og auðvelt að ruglast á þeim. FÍB beinir gagnrýni sinni sérstaklega að fyrirtækinu Parka lausnum ehf, sem rekur Parka appið, og systurfyrirtæki þess Myparking ehf, sem rekur fjölmörg bílastæði í einkaeigu. Í kvörtun FÍB er fullyrt að Myparking ehf sendi kröfu um vanrækslugjöld í heimabanka bíleigenda án nokkurra skýringa eða upplýsinga um fyrirtækið. Auðvelt sé að ruglast á bílastæðum óskyldra aðila í Parka appinu og þá leggi skilmálar Parka appsins alla ábyrgð á herðar notenda og standist ekki kröfur um góða viðskiptahætti. Neytendastofa er því hvött til að kanna réttmæti þessara skilmála. Hafa áður bent á „vaxandi græðgisvæðingu“ „Áður hefur FÍB bent á vaxandi græðgisvæðingu á bílastæðum í einkaeigu, þar sem farið er að innheimta háar fjárhæðir fyrir afnot bílastæða allan sólarhringinn,“ segir ennfremur á heimasíðu FÍB. „Og eftir því sem þrengir að bílastæðum í miðborg Reykjavíkur hækka bílastæðagjöldin. Í bílakjallara Hafnartorgs kostar hver klukkutími 660 kr og vangreiðslugjald er komið í 7.500 kr. Mikill ruglingur myndast þegar bílum er ekið á milli bílakjallara Hafnartorgs og Hörpu og hafa bíleigendur fengið fjárkröfur vegna þess. Víða skortir verðupplýsingar, þrátt fyrir lagaskyldu þar um." Að auki er bent á að FÍB hafi áður gagnrýnt „frumskóg“ greiðsluleiða fyrir bílastæði. „Engin ein greiðsluleið virkar í öll bílastæði eða bílahús. Bíleigendur þurfa að hlaða niður a.m.k. fjórum mismunandi öppum og skrá greiðslukort sín í þau.“ Þetta telur FÍB vera flækjustig greiðsluleiða sem komi í veg fyrir samkeppni og gangi því gegn hagsmunum almennings. Bílastæði Neytendur Bílar Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
FÍB telur að innheimtufyrirtæki varpi ábyrgð af óskýrleika í greiðsluöppum með ósanngjörnum hætti á herðar neytenda. Félagið segir að fjöldi félagsmanna hafi haft samband til að kvarta undan vanrækslugjöldum sem þeir fá vegna þess að bílastæði óskyldra aðila liggja hlið við hlið og auðvelt að ruglast á þeim. FÍB beinir gagnrýni sinni sérstaklega að fyrirtækinu Parka lausnum ehf, sem rekur Parka appið, og systurfyrirtæki þess Myparking ehf, sem rekur fjölmörg bílastæði í einkaeigu. Í kvörtun FÍB er fullyrt að Myparking ehf sendi kröfu um vanrækslugjöld í heimabanka bíleigenda án nokkurra skýringa eða upplýsinga um fyrirtækið. Auðvelt sé að ruglast á bílastæðum óskyldra aðila í Parka appinu og þá leggi skilmálar Parka appsins alla ábyrgð á herðar notenda og standist ekki kröfur um góða viðskiptahætti. Neytendastofa er því hvött til að kanna réttmæti þessara skilmála. Hafa áður bent á „vaxandi græðgisvæðingu“ „Áður hefur FÍB bent á vaxandi græðgisvæðingu á bílastæðum í einkaeigu, þar sem farið er að innheimta háar fjárhæðir fyrir afnot bílastæða allan sólarhringinn,“ segir ennfremur á heimasíðu FÍB. „Og eftir því sem þrengir að bílastæðum í miðborg Reykjavíkur hækka bílastæðagjöldin. Í bílakjallara Hafnartorgs kostar hver klukkutími 660 kr og vangreiðslugjald er komið í 7.500 kr. Mikill ruglingur myndast þegar bílum er ekið á milli bílakjallara Hafnartorgs og Hörpu og hafa bíleigendur fengið fjárkröfur vegna þess. Víða skortir verðupplýsingar, þrátt fyrir lagaskyldu þar um." Að auki er bent á að FÍB hafi áður gagnrýnt „frumskóg“ greiðsluleiða fyrir bílastæði. „Engin ein greiðsluleið virkar í öll bílastæði eða bílahús. Bíleigendur þurfa að hlaða niður a.m.k. fjórum mismunandi öppum og skrá greiðslukort sín í þau.“ Þetta telur FÍB vera flækjustig greiðsluleiða sem komi í veg fyrir samkeppni og gangi því gegn hagsmunum almennings.
Bílastæði Neytendur Bílar Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira