Viðskipti innlent

Tveir stjórnar­­menn og for­­stjóri lögðu til milljarð

Árni Sæberg skrifar
Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess, lagði því til hálfan milljarð nýlega.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess, lagði því til hálfan milljarð nýlega. Einar Árnason

Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár.

Þetta kemur fram í tilkynningum Play til Kauphallar um viðskipti félaga tengdum meðlimum stjórnar Fly Play hf. með bréf félagsins. Þar segir að um sé að ræða þátttöku í hlutafjárútboði félagsins.

Einar Örn Ólafsson, sem lét nýverið af stjórnarformennsku í Play og gerðist forstjóri, var stórtækastur í útboðinu. Gnitanes ehf. keypti hluti fyrir 250 milljónir króna en Einar Örn er stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og hluthafi í Gnitanesi. Einir ehf., sem Einar Örn á í heild sinni, keypti sömuleiðis fyrir 250 milljónir króna.

Fea ehf., sem er í eigu Elíasar Skúla Skúlasonar, stjórnarformanns Play, keypti fyrir 300 milljónir króna. Rea ehf. keypti fyrir 150 milljónir króna en Elías Skúli er stjórnarformaður og hluthafi í félaginu.

Loks var það KG eignarhald ehf. sem keypti fyrir 36 milljónir króna. Eiginmaður Guðnýjar Hansdóttur, stjórnarmanns í Play, á KG eignarhald.


Tengdar fréttir

Lítil eftirspurn eftir hlutum Play

Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða.

Segir Play með 45 prósent íslenskra farþega í Keflavík

Nýr forstjóri Play segir flugfélagið komið með 45 prósent íslenskra farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Hann segir vísbendingar um að ferðamannafjöldi til Íslands í ár verði svipaður og í fyrra, jafnvel meiri.

Bein útsending: Hlutafjárútboð Play hefst í dag

Hlutafjárútboð Fly Play hf. hefst klukkan 10 í dag og lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 klukkan 16. Opinn kynningarfundur hefst klukkan 10 á skrifstofum Play að Suðurlandsbraut 14. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×