Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Tækniskólanum í úrslitum Arnar Gauti Bjarkason skrifar 11. apríl 2024 19:03 Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Tækniskólanum í úrslitum FRÍS, Framhaldsskólaleika Rafíþróttasambands Íslands, næsta miðvikudag 17. apríl kl. 19:30 eftir sigur gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær, miðvikudaginn 10. apríl. FG og FSu voru í 2. og 3. sæti hvort fyrir sig í undankeppni leikanna. Keppt var í Valorant, Counter-Strike 2 og síðan Rocket League að lokum. Viðureignin hófst með sigri FSu í Valorant á kortinu ,,Ascent” en fór leikurinn 13-7 fyrir Framhaldsskóla Suðurlands þar sem FG valdi varnarhelming. Mikið var í húfi fyrir FG þar sem að skólinn þurfti að vinna Counter-Strike til þess að halda sér í viðureigninni en Fjölbrautaskólanum í Garðabæ tókst að klóra sig í gegnum Counter-Strike leikinn 13-11 eftir harða baráttu. Valdi FG einnig varnarhelming í þeim leik. Valt því sigur viðureignarinnar á niðurstöðu Rocket League leikjanna. Fyrsta leikinn unnu FSu með naumindum 3-2 en FG harðneituðu að láta senda sig heim og svöruðu mótherjum sínum með tæpum 2-1 sigri í öðrum leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að FSu unnu þriðja leikinn 3-1 og með sigrinum tryggði skólinn sig í úrslit gegn Tækniskólanum með 2-1 sigri í viðureigninni. Tækniskólinn og FSu hafa lagt alla andstæðina að velli hingað til. Úrslitin munu eiga sér stað næstkomandi miðvikudag, 17. apríl kl. 19:30 en hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á streymisrás Rafíþróttasambands Íslands og á Stöð 2 Esports. Þar að auki verður hægt að mæta á Arena, þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi, til þess að horfa á leikina í eigin persónu þar sem að úrslitaliðin munu spila leiki sína. Arena er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Framhaldsskólar Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn
FG og FSu voru í 2. og 3. sæti hvort fyrir sig í undankeppni leikanna. Keppt var í Valorant, Counter-Strike 2 og síðan Rocket League að lokum. Viðureignin hófst með sigri FSu í Valorant á kortinu ,,Ascent” en fór leikurinn 13-7 fyrir Framhaldsskóla Suðurlands þar sem FG valdi varnarhelming. Mikið var í húfi fyrir FG þar sem að skólinn þurfti að vinna Counter-Strike til þess að halda sér í viðureigninni en Fjölbrautaskólanum í Garðabæ tókst að klóra sig í gegnum Counter-Strike leikinn 13-11 eftir harða baráttu. Valdi FG einnig varnarhelming í þeim leik. Valt því sigur viðureignarinnar á niðurstöðu Rocket League leikjanna. Fyrsta leikinn unnu FSu með naumindum 3-2 en FG harðneituðu að láta senda sig heim og svöruðu mótherjum sínum með tæpum 2-1 sigri í öðrum leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að FSu unnu þriðja leikinn 3-1 og með sigrinum tryggði skólinn sig í úrslit gegn Tækniskólanum með 2-1 sigri í viðureigninni. Tækniskólinn og FSu hafa lagt alla andstæðina að velli hingað til. Úrslitin munu eiga sér stað næstkomandi miðvikudag, 17. apríl kl. 19:30 en hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á streymisrás Rafíþróttasambands Íslands og á Stöð 2 Esports. Þar að auki verður hægt að mæta á Arena, þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi, til þess að horfa á leikina í eigin persónu þar sem að úrslitaliðin munu spila leiki sína. Arena er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Framhaldsskólar Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn