Atvinnulíf

Að vera bestur í teyminu er allt annað en að vera góður stjórnandi

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það er ekki óalgengt að fólk fái stöðuhækkun út á frábæra frammistöðu. Það að vera bestur í teyminu, segir hins vegar ekkert um það hvort viðkomandi kunni að vera stjórnandi.
Það er ekki óalgengt að fólk fái stöðuhækkun út á frábæra frammistöðu. Það að vera bestur í teyminu, segir hins vegar ekkert um það hvort viðkomandi kunni að vera stjórnandi. Vísir/Getty

Eitt af því sem fólk gerir nánast eins og ósjálfrátt er að tala um yfirmenn sína. Svona eins og það sé partur af því að gefa vinnustaðnum góða eða slæma einkunn.

Enda kannski skiljanlegt, því yfirmaður hefur almennt mikið um það að segja hversu ánægt fólk er í starfi.

Í grein sem birt er á Fastcompany segir þó að niðurstöður rannsókna gefi til kynna að allt að helmingur starfandi fólks hafi einhvern tíma hætt í vinnu, vegna þess að þeim fannst yfirmaðurinn ómögulegur.

Ekki valda starfinu, vera rætin, narsískur, ekki góður stjórnandi, leiðinleg/ur og svo framvegis. Já, innifalið í umræðunni er nefnilega oft umræða um það hvernig viðkomandi yfirmaður er sem manneskja.

En sem betur fer eru þeir líka jafn margir og vonandi fleiri sem eru einfaldlega mjög sælir með sinn yfirmann.

Telja viðkomandi þægilegan, kláran og vel hæfan leiðtoga fyrir því teymi eða starfsemi sem þeim er ætlað að stýra.

En hverjar ætlu séu ástæðarnar fyrir því að fólk raðast í stjórnendastörf þótt starfsfólkinu finnist viðkomandi eiginlega „ómögulegur“ yfirmaður?

Jú, í fyrrnefndri grein er því haldið fram að oft fái fólk stöðuhækkun fyrir frábæra frammistöðu, án þess að það hafi nokkuð um það að segja hvort viðkomandi hafi einhverja stjórnendahæfni.

Þetta er meira að segja algengara en fólki kannski grunar.

Tökum einfalt dæmi:  

Segjum sem svo að einstaklingur sé sá söluhæsti á söludeild. Áður en fólk veit af, er viðkomandi orðinn að sölustjóra teymisins og enn heldur velgengnin áfram: Hann/hún er áfram söluhæsti aðilinn á deildinni.

Segir þetta eitthvað um hæfnina til að stjórna? 

Nei, að sjálfsögðu ekki.

Og oft gerist það þá jafnvel að starfsfólkið ræðir um það við vini og vandamenn að yfirmaðurinn sé svona eða hinsegin: Já, ómögulegur.

En við hverja er þá að sakast?

Jú, það eru þá helst næstu yfirmenn, eigendur eða stjórn sem þurfa að endurskoða málin. Því stundum eru stöðuhækkanir ekki aðeins veittar út á góða frammistöðu eða sérhæfða þekkingu, heldur jafnvel af ótta um að aðeins stöðuhækkun tryggi það að viðkomandi leiti ekki á önnur mið.

Hið rétta er þó að til að ná sem mestri og bestri framlegð, skiptir sköpum að stjórnendur hafi þá hæfni sem til þarf til að teljast yfirmenn. Lágmarkskrafa væri þá til dæmis að trygga að viðkomandi stjórnandi fái örugglega stjórnendaþjálfun þannig að hann/hún hafi tækifæri til þess að verða góður stjórnandi eða skilja út á hvað það hlutverk gengur.

Því það að vera bestur í teyminu, hefur einfaldlega ekkert um það að segja hvort viðkomandi telst góður yfirmaður eða leiðtogi. Þar má meðal annars benda á að stjórnendur sem teljast afburðargóðir leiðtogar , eru oftast þeir sem verja allt að 75% af tímanum sínum í að stjórna, hvetja til dáða og svo framvegis.


Tengdar fréttir

„Karlarnir segja konur of reynslulausar“

„Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“

„Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths.

„Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“

„Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.

Jeff Bezos meðal þeirra sem skyldaði stjórnendur til að lesa bókina um árangursríka stjórnandann

„Ég viðurkenni alveg að ég hafði smá áhyggjur af því fyrst þegar að ég renndi yfir bókina með þýðingu á henni í huga, hvort hún myndi standast tímans tönn. Hið áhugaverða er að hún svo sannarlega gerir það og í raun er margt sem Drucker talar um í bókinni sem á einmitt sérstaklega vel við nú,“ segir Kári Finnsson, markaðsstjóri og hagfræðingur um bókina Árangursríki stjórnandinn sem nú er komin út.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×