„Staðráðnar í því að láta drauminn rætast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 13:00 Sunna Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu en íslenski stelpurnar eru í dauðafæri að tryggja sig inn á EM 2024. Vísir/Hulda Margrét Sunna Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta geta tryggt sér sæti á Evrópumótinu um næstu helgi. Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl klukkan 16:00. Valur Páll Eiríksson hitti Sunnu og ræddi við hana um komandi verkefni. Stelpurnar fá langan æfingaglugga fyrir leikina. Er það ekki mikilvægt? „Jú, mjög mikilvægt. Frábært að fá auka viku. Við ætlum að nýta hana mjög vel, taka smá páskafrí og svo förum við út á mánudaginn, annan í páskum,“ sagði Sunna Jónsdóttir. Íslenska liðið mætti sterku liði Svía í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Hvað taka þær út úr því verkefni? „Það voru mjög krefjandi leikir á móti frábæru liði sem er bara á topp fimm í heiminum. Það sem við tökum út úr þeim leikjum er að sjá hvar við stöndum gagnvart liði eins og Svíarnir eru með. Hvað við eigum í land og hvað þarf að bæta til að ná því? Kannski ekki lið sem við erum að bera okkur saman við akkúrat núna,“ sagði Sunna. Klippa: Sunna: Komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum Nær Sunna að borða páskamatinn með fjölskyldunni? „Það er gott að vera komin til Reykjavíkur og ná páskalambi hjá pabba. Það er um að gera að nýta tímann með fjölskyldunni líka,“ sagði Sunna. Íslenska liðið á að vinna þessa tvo leiki og er því í dauðafæri að komast á EM. Hvernig nálgast íslensku stelpurnar það? „Við erum í góðri stöðu og erum staðráðnar í því að láta drauminn rætast sem er að tryggja okkur inn á stórmót í desember 2024. Það er búið að vera draumur og markmið í nokkur ár núna. Loksins er komið að því. Við erum mjög vel einbeitt og einbeittar að því að ná þessu markmiði því það eru miklir möguleikar á því,“ sagði Sunna. Íslenska liðið var á síðasta heimsmeistaramóti í desember og fékk þar að kynnast því að taka þátt í stórmóti. „Það var ótrúlega góð gulrót og góður bónus. Við tökum bara jákvæða hluti með okkur af HM. Núna er komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum. Við erum mjög spenntar,“ sagði Sunna. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl klukkan 16:00. Valur Páll Eiríksson hitti Sunnu og ræddi við hana um komandi verkefni. Stelpurnar fá langan æfingaglugga fyrir leikina. Er það ekki mikilvægt? „Jú, mjög mikilvægt. Frábært að fá auka viku. Við ætlum að nýta hana mjög vel, taka smá páskafrí og svo förum við út á mánudaginn, annan í páskum,“ sagði Sunna Jónsdóttir. Íslenska liðið mætti sterku liði Svía í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Hvað taka þær út úr því verkefni? „Það voru mjög krefjandi leikir á móti frábæru liði sem er bara á topp fimm í heiminum. Það sem við tökum út úr þeim leikjum er að sjá hvar við stöndum gagnvart liði eins og Svíarnir eru með. Hvað við eigum í land og hvað þarf að bæta til að ná því? Kannski ekki lið sem við erum að bera okkur saman við akkúrat núna,“ sagði Sunna. Klippa: Sunna: Komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum Nær Sunna að borða páskamatinn með fjölskyldunni? „Það er gott að vera komin til Reykjavíkur og ná páskalambi hjá pabba. Það er um að gera að nýta tímann með fjölskyldunni líka,“ sagði Sunna. Íslenska liðið á að vinna þessa tvo leiki og er því í dauðafæri að komast á EM. Hvernig nálgast íslensku stelpurnar það? „Við erum í góðri stöðu og erum staðráðnar í því að láta drauminn rætast sem er að tryggja okkur inn á stórmót í desember 2024. Það er búið að vera draumur og markmið í nokkur ár núna. Loksins er komið að því. Við erum mjög vel einbeitt og einbeittar að því að ná þessu markmiði því það eru miklir möguleikar á því,“ sagði Sunna. Íslenska liðið var á síðasta heimsmeistaramóti í desember og fékk þar að kynnast því að taka þátt í stórmóti. „Það var ótrúlega góð gulrót og góður bónus. Við tökum bara jákvæða hluti með okkur af HM. Núna er komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum. Við erum mjög spenntar,“ sagði Sunna.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira